Íbúarnir buðust til að vera bakland fyrir nýju fjölskylduna Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2022 07:57 Hrafnhildur Árnadóttir flutti til Þorlákshafnar fyrir sjö árum ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Arnar Halldórsson „Við fluttum hingað þekkjandi engan hérna. Við höfðum aldrei komið hingað áður,“ segir Hrafnhildur Árnadóttir, sem flutti til Þorlákshafnar fyrir sjö árum ásamt manni sínum, Sigurði Steinari Ásgeirssyni, og tveimur sonum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 má heyra hversvegna fjölskyldur velja að flytja þangað úr borginni. Hrafnhildur segir að þar gátu þau keypt einbýlishús með stórum garði og tvöföldum bílskúr fyrir andvirði tveggja herbergja blokkaríbúðar í Reykjavík. Þau Hrafnhildur og Sigurður Steinar sóttu bæði vinnu til Reykjavíkur fyrstu fimm árin en það reyndist minna mál en þau héldu. Þau Hrafnhildur Árnadóttir og Sigurður Steinar Ásgeirsson eru áhugafólk um fjallahjólreiðar. Þau eru að byggja upp fyrirtækið Frostþurrkun í Þorlákshöfn.Úr einkasafni „Við vorum mjög hrædd við það þegar við fluttum af því að við höfðum ekkert bakland hérna,“ segir Hrafnhildur en strákarnir voru þá báðir á leikskólaaldri. „Þá kom það okkur svo mjög á óvart að það var svo mikið af fólki sem bauðst til að hjálpa til ef að við myndum festast vegna veðurs eða ef við kæmumst ekki á réttum tíma til að sækja strákana í leikskólann,“ segir Hrafnhildur. Ása Berglind Hjálmarsdóttir flutti aftur heim til Þorlákshafnar með fjölskylduna fyrir fjórum árum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi í Ölfusi.Arnar Halldórsson „Ég gafst bara dálítið upp á höfuðborgarsvæðinu og vildi komast aftur í þessa ró og frelsi fyrir börnin og þessa nálægð við allt,“ segir hún. „Við náttúrlega erum hálfgert úthverfi af höfuðborgarsvæðinu. Maður er ekki nema þrjátíu mínútur yfir fjallið,“ segir Ása Berglind en margir íbúanna aka á milli til vinnu. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss.Arnar Halldórsson Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, segir það stefnu bæjaryfirvalda að nota ekki lóðasölu sem tekjustofn. Þá sé gatnagerðargjöldum stillt í hóf. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir íbúum fjölga hratt. Verið sé að byggja nýjan leikskóla og áformað að stækka grunnskólann. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá sex mínútna kafla um Þorlákshöfn sem valkost barnafjölskyldna: Hér má heyra sögu íbúanna af því þegar þéttbýli hóf á myndast í Þorlákshöfn: Um land allt Ölfus Fjölskyldumál Tengdar fréttir Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu. 27. nóvember 2022 23:33 Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 má heyra hversvegna fjölskyldur velja að flytja þangað úr borginni. Hrafnhildur segir að þar gátu þau keypt einbýlishús með stórum garði og tvöföldum bílskúr fyrir andvirði tveggja herbergja blokkaríbúðar í Reykjavík. Þau Hrafnhildur og Sigurður Steinar sóttu bæði vinnu til Reykjavíkur fyrstu fimm árin en það reyndist minna mál en þau héldu. Þau Hrafnhildur Árnadóttir og Sigurður Steinar Ásgeirsson eru áhugafólk um fjallahjólreiðar. Þau eru að byggja upp fyrirtækið Frostþurrkun í Þorlákshöfn.Úr einkasafni „Við vorum mjög hrædd við það þegar við fluttum af því að við höfðum ekkert bakland hérna,“ segir Hrafnhildur en strákarnir voru þá báðir á leikskólaaldri. „Þá kom það okkur svo mjög á óvart að það var svo mikið af fólki sem bauðst til að hjálpa til ef að við myndum festast vegna veðurs eða ef við kæmumst ekki á réttum tíma til að sækja strákana í leikskólann,“ segir Hrafnhildur. Ása Berglind Hjálmarsdóttir flutti aftur heim til Þorlákshafnar með fjölskylduna fyrir fjórum árum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi í Ölfusi.Arnar Halldórsson „Ég gafst bara dálítið upp á höfuðborgarsvæðinu og vildi komast aftur í þessa ró og frelsi fyrir börnin og þessa nálægð við allt,“ segir hún. „Við náttúrlega erum hálfgert úthverfi af höfuðborgarsvæðinu. Maður er ekki nema þrjátíu mínútur yfir fjallið,“ segir Ása Berglind en margir íbúanna aka á milli til vinnu. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss.Arnar Halldórsson Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, segir það stefnu bæjaryfirvalda að nota ekki lóðasölu sem tekjustofn. Þá sé gatnagerðargjöldum stillt í hóf. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir íbúum fjölga hratt. Verið sé að byggja nýjan leikskóla og áformað að stækka grunnskólann. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá sex mínútna kafla um Þorlákshöfn sem valkost barnafjölskyldna: Hér má heyra sögu íbúanna af því þegar þéttbýli hóf á myndast í Þorlákshöfn:
Um land allt Ölfus Fjölskyldumál Tengdar fréttir Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu. 27. nóvember 2022 23:33 Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu. 27. nóvember 2022 23:33
Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26
Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41