Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. desember 2022 07:00 Einstakar týpur sem RAX kynntist í Færeyjum. RAX Augnablik „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Árið 1988 sigldi RAX í Nólsey en eyjan hefur rólegan gamaldags sjarma. „Það er svolítið gaman að fylgjast með þessu rólegheitarlífi og þessum vingjarnlegheitum sem þú mætir alls staðar í Færeyjum.“ Í Nólsey tóku á móti honum tveir menn sem minntu hann á Gög og Gokke. Hann velti því fyrir sér hvort þeir væru fluttir í kyrrðina í Nólsey til þess að flýja frægðina. „Í stað þess að setja fólk á heilsuhæli þá ætti að senda það til Færeyja.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: RAX Augnablik Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Færeyjar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Ragnari Axelssyni og þá sérstaklega einstöku týpurnar og skrautlegu karakterarnir sem þar búa. Hann hefur nokkrum sinnum áður sagt frá ævintýrum sínum í Færeyjum í eldri þáttum af RAX Augnablik og má sjá þrjú vel valin dæmi hér fyrir neðan. Litli drengurinn í Elduvík Ragnar heimsótti þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997 og náði þar einstökum myndum, þar á meðal af nýfæddum litlum dreng. Áður en bókin Andlit norðursins var endurútgefin fór ljósmyndarinn aftur í sama þorpið til þess að finna strákinn á myndinni á ný. Lífið í Fugley Árið 1988 dvaldi Ragnar í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum. Á fýlaveiðum Færeyingar eru að mörgu leyti í sterkum tengslum við náttúruna og Ragnar elti eitt sinn mann að nafni Heine upp á fuglabjarg til þess að fylgjast með honum veiða fýl með háfi. Lífið í Færeyjum er í öðrum takti en við eigum að venjast sem Ragnar segir að sé stór hluti af sjarma eyjanna. RAX Færeyjar Menning Ljósmyndun Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Árið 1988 sigldi RAX í Nólsey en eyjan hefur rólegan gamaldags sjarma. „Það er svolítið gaman að fylgjast með þessu rólegheitarlífi og þessum vingjarnlegheitum sem þú mætir alls staðar í Færeyjum.“ Í Nólsey tóku á móti honum tveir menn sem minntu hann á Gög og Gokke. Hann velti því fyrir sér hvort þeir væru fluttir í kyrrðina í Nólsey til þess að flýja frægðina. „Í stað þess að setja fólk á heilsuhæli þá ætti að senda það til Færeyja.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: RAX Augnablik Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Færeyjar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Ragnari Axelssyni og þá sérstaklega einstöku týpurnar og skrautlegu karakterarnir sem þar búa. Hann hefur nokkrum sinnum áður sagt frá ævintýrum sínum í Færeyjum í eldri þáttum af RAX Augnablik og má sjá þrjú vel valin dæmi hér fyrir neðan. Litli drengurinn í Elduvík Ragnar heimsótti þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997 og náði þar einstökum myndum, þar á meðal af nýfæddum litlum dreng. Áður en bókin Andlit norðursins var endurútgefin fór ljósmyndarinn aftur í sama þorpið til þess að finna strákinn á myndinni á ný. Lífið í Fugley Árið 1988 dvaldi Ragnar í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum. Á fýlaveiðum Færeyingar eru að mörgu leyti í sterkum tengslum við náttúruna og Ragnar elti eitt sinn mann að nafni Heine upp á fuglabjarg til þess að fylgjast með honum veiða fýl með háfi. Lífið í Færeyjum er í öðrum takti en við eigum að venjast sem Ragnar segir að sé stór hluti af sjarma eyjanna.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
RAX Færeyjar Menning Ljósmyndun Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira