Handbolti

Von Eyjakvenna veik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sjö mörk á Madeira.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sjö mörk á Madeira. vísir/hulda margrét

Möguleikar ÍBV á að komast í 4. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta eru ekki miklir eftir sjö marka tap fyrir Madeira Anadebol, 23-30, í dag.

Portúgalska liðið náði strax yfirhöndinni, komst í 2-6 og var fimm mörkum yfir í hálfleik, 11-16. Madeira skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik, komst í 11-19 og þá var róður ÍBV orðinn afar þungur.

Eyjakonur náðu þrisvar sinnum að minnka muninn í fjögur mörk en nær komust þær ekki og Portúgalarnir unnu sjö marka sigur, 23-30. Liðin mætast öðru sinni á morgun.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö mörk. Elísa Elíasdóttir skoraði fjögur mörk.

Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Elísa Elíasdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Ingibjörg Olsen 2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Marija Jovanovic 2, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×