Fiskveiðisamningur Færeyja og Rússlands sagður smekkleysa Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. desember 2022 17:05 Þórshöfn í Færeyjum Celal Gunes/Getty Images Evrópusambandið gagnrýnir nýjar fiskveiðisamning Færeyja og Rússlands. Þingmaður Dana á Evrópuþinginu segir samninginn smekklausan. Stærsti samningur í sögu Færeyja Samningurinn sem Færeyingar gerðu við Rússa er langstærsti fiskveiðisamningur sem Færeyingar hafa gert við aðra þjóð. Hann felur í sér að færeysk skip geta veitt um 18 þúsund tonn af þorsk, ýsu og rækju í Barentshafi og Rússar geta veitt tæplega 100.000 tonn af kolmunna, síld og makríl í færeyskri lögsögu. Árni Skaale, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að gildi samningsins jafngildi um 5 prósentum af þjóðarframleiðslu Færeyja, en Færeyingar hafa gert fiskveiðisamninga við Rússa í tæplega hálfa öld, eða allt frá árinu 1977. Segir samninginn smekkleysu Morten Helveg Petersen, þingmaður De Radikale á Evrópuþinginu, segir að samningurinn sé smekkleysa á sama tíma og aðrar þjóðir Evrópu leggi áherslu á að standa saman gegn grimmdarverkum Rússa í Úkraínu. Árni Skaale blæs á þessa gagnrýni. Hann bendir á að viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi gildi ekki um matvæli, og að umfang samningsins fyrir Færeyinga jafngildi því að Danir myndu leggja niður innlendan landbúnað, og gott betur. Hann bendir sömuleiðis á að ríki Evrópu eigi enn í alls kyns viðskiptum við Rússa. Þá má nefna að Norðmenn endurnýjuðu einnig fyrir skemmstu fiskveiðisamning sinn við Rússa. Kosningar í Færeyjum á fimmtudag Þingkosningar fara fram í Færeyjum á fimmtudag í næstu viku, en þessi samningur breytir vart miklu um niðurstöður þeirra þar sem almenn samstaða ríkir á eyjunum, jafnt meðal almennings og stjórnmálaflokkanna um að ganga til samninga við Rússa. Færeyjar Sjávarútvegur Rússland Evrópusambandið Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Stærsti samningur í sögu Færeyja Samningurinn sem Færeyingar gerðu við Rússa er langstærsti fiskveiðisamningur sem Færeyingar hafa gert við aðra þjóð. Hann felur í sér að færeysk skip geta veitt um 18 þúsund tonn af þorsk, ýsu og rækju í Barentshafi og Rússar geta veitt tæplega 100.000 tonn af kolmunna, síld og makríl í færeyskri lögsögu. Árni Skaale, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að gildi samningsins jafngildi um 5 prósentum af þjóðarframleiðslu Færeyja, en Færeyingar hafa gert fiskveiðisamninga við Rússa í tæplega hálfa öld, eða allt frá árinu 1977. Segir samninginn smekkleysu Morten Helveg Petersen, þingmaður De Radikale á Evrópuþinginu, segir að samningurinn sé smekkleysa á sama tíma og aðrar þjóðir Evrópu leggi áherslu á að standa saman gegn grimmdarverkum Rússa í Úkraínu. Árni Skaale blæs á þessa gagnrýni. Hann bendir á að viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi gildi ekki um matvæli, og að umfang samningsins fyrir Færeyinga jafngildi því að Danir myndu leggja niður innlendan landbúnað, og gott betur. Hann bendir sömuleiðis á að ríki Evrópu eigi enn í alls kyns viðskiptum við Rússa. Þá má nefna að Norðmenn endurnýjuðu einnig fyrir skemmstu fiskveiðisamning sinn við Rússa. Kosningar í Færeyjum á fimmtudag Þingkosningar fara fram í Færeyjum á fimmtudag í næstu viku, en þessi samningur breytir vart miklu um niðurstöður þeirra þar sem almenn samstaða ríkir á eyjunum, jafnt meðal almennings og stjórnmálaflokkanna um að ganga til samninga við Rússa.
Færeyjar Sjávarútvegur Rússland Evrópusambandið Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent