„Endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2022 15:23 Birkir Blær (til vinstri) er höfundur lagsins Jólainnkaupalistinn. Samsett Vísir frumflytur í dag lagið Jólainnkaupalistinn. Það er Fjarkar sem gefur lagið út en hópurinn er samanskipaður hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Þeir hafa þá hefð að gefa út jólalag á hverju ári. Aron Steinn Ásbjarnarson spilar á saxófón, Örn Ýmir Arason á kontrabassa og Þorkell Helgi Sigfússon á gítar. Allir syngja þeir lagið. Þeir kalla sig fjögurra manna tríó og því varð nafnið Fjarkar fyrir valinu. Birkir Blær Ingólfsson gerir texta. „Lagið heitir Jólainnkaupalistinn og segir af manni sem er kominn í blússandi jólagír, endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum til að kaupa allt sem til þarf svo jólin verði fullkomin. En uppgötvar svo að allar þessar jólavörur skipta engu máli. Það sem honum þykir raunverulega jólalegt er að verja tíma með þeim sem hann elskar við kertaljós - sem kostar náttúrlega svo gott sem ekkert. Og það er fallegt,“ segir Birkir Blær, sem er höfundur textans. Tríóið Fjarkar heldur eina jólahefð í heiðri - að semja og gefa út eitt jólalag á ári. „Þetta er orðinn fastur liður af jólahaldinu, jafnheilagur og skötuboð og skreytt jólatré. Fyrir vikið hefur safnast upp fínasti katalógur af jólalögum sem nálgast má á Spotify. Og nú er þetta nýja lag að koma út. Tríóið Fjarkar er 50's doo wop spilsyngjandi fjögurra manna tríó sem nýtur liðsinnis færustu tónlistarmanna Íslands við upptökur á litlum ilmandi jólalummum,“ útskýrir Birkir Blær. Lagið Jólainnkaupalistinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan og textann má svo lesa neðst í fréttinni. Hægt er að hlusta á fleiri lög frá þeim á Spotify. Klippa: Fjarkinn - Jólainnkaupalistinn Jólainnkaupalistinn Mig vantar sörur mikið skraut möndlugraut óteljandi vörur laufabrauð feitan sauð mandarínur jólatré og fyllta pekingönd og gjafabréf á sólarströnd Ég kaupi jólin, kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr! Hvar fæ ég hvítöl kyrrð og ró og jólasnjó, hvers kyns jólameðöl, jólaljós og jól í dós. Ég fer í átta búðir til að finna mistiltein og leigi síðan jólasvein. Ég kaupi jólin kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr. Ég gerði listann minn af nákvæmni og alúð en ég finn að jólahátíðin fæst víst ekki í búð. Ég keypti jólin en staðreyndin er sú að það sem mér finnst jólalegt er kertaljós og þú. Jól Jólalög Tónlist Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Aron Steinn Ásbjarnarson spilar á saxófón, Örn Ýmir Arason á kontrabassa og Þorkell Helgi Sigfússon á gítar. Allir syngja þeir lagið. Þeir kalla sig fjögurra manna tríó og því varð nafnið Fjarkar fyrir valinu. Birkir Blær Ingólfsson gerir texta. „Lagið heitir Jólainnkaupalistinn og segir af manni sem er kominn í blússandi jólagír, endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum til að kaupa allt sem til þarf svo jólin verði fullkomin. En uppgötvar svo að allar þessar jólavörur skipta engu máli. Það sem honum þykir raunverulega jólalegt er að verja tíma með þeim sem hann elskar við kertaljós - sem kostar náttúrlega svo gott sem ekkert. Og það er fallegt,“ segir Birkir Blær, sem er höfundur textans. Tríóið Fjarkar heldur eina jólahefð í heiðri - að semja og gefa út eitt jólalag á ári. „Þetta er orðinn fastur liður af jólahaldinu, jafnheilagur og skötuboð og skreytt jólatré. Fyrir vikið hefur safnast upp fínasti katalógur af jólalögum sem nálgast má á Spotify. Og nú er þetta nýja lag að koma út. Tríóið Fjarkar er 50's doo wop spilsyngjandi fjögurra manna tríó sem nýtur liðsinnis færustu tónlistarmanna Íslands við upptökur á litlum ilmandi jólalummum,“ útskýrir Birkir Blær. Lagið Jólainnkaupalistinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan og textann má svo lesa neðst í fréttinni. Hægt er að hlusta á fleiri lög frá þeim á Spotify. Klippa: Fjarkinn - Jólainnkaupalistinn Jólainnkaupalistinn Mig vantar sörur mikið skraut möndlugraut óteljandi vörur laufabrauð feitan sauð mandarínur jólatré og fyllta pekingönd og gjafabréf á sólarströnd Ég kaupi jólin, kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr! Hvar fæ ég hvítöl kyrrð og ró og jólasnjó, hvers kyns jólameðöl, jólaljós og jól í dós. Ég fer í átta búðir til að finna mistiltein og leigi síðan jólasvein. Ég kaupi jólin kemst í jólagír. Ég ætlað sýna öllum hvar jólaandinn býr. Ég gerði listann minn af nákvæmni og alúð en ég finn að jólahátíðin fæst víst ekki í búð. Ég keypti jólin en staðreyndin er sú að það sem mér finnst jólalegt er kertaljós og þú.
Jól Jólalög Tónlist Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira