„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2022 13:00 Dagur og Kjartan eru ósammála um áhrif hagræðingaaðgerða. vísir/samsett Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. „Fyrir kosningar í vor þá var sett eitthvað leikrit í gang sem gekk út á að fjárhagur borgarinnar væri í góðu lagi og breitt yfir staðreyndir. Við sjáum síðan að hallinn nemur 15 milljörðum króna í ár hjá borginni sem er margfalt meiri taprekstur en lagt var upp með fyrir ári,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Verðbólga og Covid faraldur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir tvær meginástæður fyrir tapinu. „Verðbólgan er stærsta ástæðan. Það er helmingurinn af skýringunni en stór hluti af skýringunni er líka fjórða bylgja Covid sem var fyrstu mánuði ársins. Þá þarf að tvöfalda vaktir og vera með fleira fólk í skólum.“ Dagur segir að svona sé staðan einnig hjá öðrum sveitarfélögum enda hafi verðbólga og Covid faraldur áhrif um land allt. Stóra gatið sé málaflokkur fatlaðs fólks sem sé vanfjármagnaður miðað við lagaskyldurnar að sögn Dags. 92 tillögur að hagræðingu hafa verið lagðar fram. Lesa má um þær í fréttinni hér að neðan. En dugar þetta til? „Við þurfum til viðbótar að vaxa út úr vandanum og það hefur verið stóra planið í þessu. Alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að fá inn í sínar tekjur fjármuni frá ríkinu vegna málaflokks fatlaðs fólks,“ segir Dagur. Vill frekari aðgerðir Kjartan segir hagræðingaraðgerðirnar ekki duga til. „Það er nauðsynlegt að hagræða en það sér varla högg á vatni. Við sjáum að það er 15 milljarða halli í ár og svo er spáð átta milljarða halla á næsta ári þannig milljarður í hagræðingu er langt frá því að duga og þetta virðist vera einhver táknræn aðgerð.“ Aðspurður segist Kjartan vilja sjá víðtækan sparnað alls staðar í borgarkerfinu og leggja gæluverkefni á hilluna. „Þessi nýi meirihluti sýnir það með Framsókn innanborðs, að minnsta kosti með fyrstu áætlun, að þeir ætla sér ekki að taka á vandanum heldur vera með sýndaraðgerðir upp á einn milljarð og halda svo áfram. Það er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að þetta sem þau kalla sparnaðarfrumvarp að skuldir borgarinnar aukist um 22 milljarða á næst ári.“ Allt og margir í miðlægri stjórnsýslu Þá segir hann ekki tekið á bákni borgarinnar í hagræðingartillögum. „Ætli það séu ekki í kringum tuttugu upplýsingafulltrúar með einum eða öðrum hætti. Það er ekki tekið á þessu, bara sagt að ekki verði ráðnir fleiri en vandamálið er að það eru allt of margir sem vinna í miðlægri stjórnsýslu.“ Dagur segir að tekið sé á öllu. „Við erum að horfa á allt. Bæði stöðugildi í miðlægri stjórnsýslu, umbreytingu, leggja af verkefni, breyta þeim, horfa á hvar sé samleið og svo framleiðis. Þannig við drepum alls staðar niður fæti. Við sjáum að í miðlægri stjórnsýslu þá hefur kostnaður þar dregist saman undanfarin ár en ekki aukist þannig upphrópanir eru eitthvað sem gripið er til í pólitískri umræðu en við erum í praktíkinni. Við erum að fara í raunverulegar aðgerðir. Taka raunverulegar ákvarðanir og bjóðum minnihlutanum að því borði ef þau hafa hugmyndir sem ástæða getur veri til að skoða, þá vonandi fara þau þá að sýna á þau spil.“ Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Fyrir kosningar í vor þá var sett eitthvað leikrit í gang sem gekk út á að fjárhagur borgarinnar væri í góðu lagi og breitt yfir staðreyndir. Við sjáum síðan að hallinn nemur 15 milljörðum króna í ár hjá borginni sem er margfalt meiri taprekstur en lagt var upp með fyrir ári,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Verðbólga og Covid faraldur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir tvær meginástæður fyrir tapinu. „Verðbólgan er stærsta ástæðan. Það er helmingurinn af skýringunni en stór hluti af skýringunni er líka fjórða bylgja Covid sem var fyrstu mánuði ársins. Þá þarf að tvöfalda vaktir og vera með fleira fólk í skólum.“ Dagur segir að svona sé staðan einnig hjá öðrum sveitarfélögum enda hafi verðbólga og Covid faraldur áhrif um land allt. Stóra gatið sé málaflokkur fatlaðs fólks sem sé vanfjármagnaður miðað við lagaskyldurnar að sögn Dags. 92 tillögur að hagræðingu hafa verið lagðar fram. Lesa má um þær í fréttinni hér að neðan. En dugar þetta til? „Við þurfum til viðbótar að vaxa út úr vandanum og það hefur verið stóra planið í þessu. Alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að fá inn í sínar tekjur fjármuni frá ríkinu vegna málaflokks fatlaðs fólks,“ segir Dagur. Vill frekari aðgerðir Kjartan segir hagræðingaraðgerðirnar ekki duga til. „Það er nauðsynlegt að hagræða en það sér varla högg á vatni. Við sjáum að það er 15 milljarða halli í ár og svo er spáð átta milljarða halla á næsta ári þannig milljarður í hagræðingu er langt frá því að duga og þetta virðist vera einhver táknræn aðgerð.“ Aðspurður segist Kjartan vilja sjá víðtækan sparnað alls staðar í borgarkerfinu og leggja gæluverkefni á hilluna. „Þessi nýi meirihluti sýnir það með Framsókn innanborðs, að minnsta kosti með fyrstu áætlun, að þeir ætla sér ekki að taka á vandanum heldur vera með sýndaraðgerðir upp á einn milljarð og halda svo áfram. Það er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að þetta sem þau kalla sparnaðarfrumvarp að skuldir borgarinnar aukist um 22 milljarða á næst ári.“ Allt og margir í miðlægri stjórnsýslu Þá segir hann ekki tekið á bákni borgarinnar í hagræðingartillögum. „Ætli það séu ekki í kringum tuttugu upplýsingafulltrúar með einum eða öðrum hætti. Það er ekki tekið á þessu, bara sagt að ekki verði ráðnir fleiri en vandamálið er að það eru allt of margir sem vinna í miðlægri stjórnsýslu.“ Dagur segir að tekið sé á öllu. „Við erum að horfa á allt. Bæði stöðugildi í miðlægri stjórnsýslu, umbreytingu, leggja af verkefni, breyta þeim, horfa á hvar sé samleið og svo framleiðis. Þannig við drepum alls staðar niður fæti. Við sjáum að í miðlægri stjórnsýslu þá hefur kostnaður þar dregist saman undanfarin ár en ekki aukist þannig upphrópanir eru eitthvað sem gripið er til í pólitískri umræðu en við erum í praktíkinni. Við erum að fara í raunverulegar aðgerðir. Taka raunverulegar ákvarðanir og bjóðum minnihlutanum að því borði ef þau hafa hugmyndir sem ástæða getur veri til að skoða, þá vonandi fara þau þá að sýna á þau spil.“
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira