Brunaði yfir þrjú rauð ljós til að ná miðnæturkossinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. desember 2022 12:01 Parið Júlí Heiðar og Þórdís Björk voru að senda frá sér jólalagið Gamlárskvöld. Instagram @juliheidar Listræna parið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hefur komið víða að í hinum skapandi heimi tónlistar og leiklistar en var í fyrsta skipti að gefa út lag saman í dag. Lagið ber nafnið Gamlárskvöld og fjallar textinn meðal annars um það þegar Júlí gerði heiðarlega tilraun til að kyssa Þórdísi, eða Dísu eins og hún er alltaf kölluð, á miðnætti fyrstu áramótin eftir að þau byrjuðu að hittast. Persónuleg reynsla af gamlárskvöldi „Textinn við lagið kom á einhverjum 10-15 mínútum og held ég að ég hafi aldrei átt svona rosalega auðvelt með að klára texta,“ segir Júlí Heiðar um ferli lagsins í samtali við blaðamann. Júlí og Dísa náðu miðnæturkossi að lokum.Aðsend Lagið er eftir Frank Loesser og er frá árinu 1947. Þekktasti útgáfan er líklegast með Ellu Fitzgerald frá 1960 en svo gerðu þau Zooey Deschanel & Joseph Gordon-Levitt útgáfu 2012 sem fékk mikla athygli. „Hugmyndin er ekki alveg sú sama og í enska textanum af því að mig langaði að skrifa textann út frá sögu úr mínu lífi frá gamlárskvöldinu 2020/2021,“ segir Júlí Heiðar. Hér má heyra lagið: Klippa: Gamlárskvöld - Júlí Heiðar og Þórdís Björk „Ógeðslega rómantískur“ „Þetta voru fyrstu áramótin sem við Dísa vorum að hittast og þar sem ég er ógeðslega rómantískur þá sá ég fyrir mér að ná að kyssa hana á miðnætti. Sambandið okkar var ekki komið neitt mjög langt svo ég var í Þorlákshöfn hjá foreldrum mínum og hún í Fossvoginum hjá foreldrum sínum.“ Júlí Heiðar segist hafa viljað klára Skaupið með fjölskyldunni sinni og ætlaði svo að bruna til Reykjavíkur til að ná kossinum. „Þetta þýddi að ég hafði 40 mínútur og varð að vera helvíti snöggur. Ég var kominn til Reykjavíkur tíu mínútur í tólf og eina mínútu fyrir tólf keyrði ég inn í götuna hennar, þá var ég búinn að fara yfir á þremur rauðum ljósum. Ég hljóp upp að hurðinni og bankaði en það heyrði enginn í bankinu út af flugeldunum. Til að toppa það sendi Dísa mér líka skilaboð akkúrat á meðan ég var að banka og sagði mér að hún væri að svæfa son sinn.“ Þrátt fyrir misheppnaða tilraun á miðnæturkossi átti þetta ekki eftir að hafa áhrif á blómstrandi ást parsins. „Þetta var auðvitað ekkert eðlilega svekkjandi en ég labbaði út í bíl og hugsaði með mér að á næsta ári myndi ég ná miðnæturkossinum, sem svo gerðist.“ View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Nútímalegt en með gamla hjartað Lagið var unnið í samvinnu við Fannar Frey Magnússon. „Hann sá um upptökur, að spila á hljóðfæri, hljóðblöndun og hljóðjöfnun og það undirstrikar enn eina ferðina hvað hann er frábær tónlistarmaður. Saman unnum við hugmyndina af hljóðheiminum, við vildum færa það í meiri nútímabúning en samt ekki missa gamla hjartað í laginu og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ segir Júlí að lokum. Júlí og Þórdís voru gestir í Veislunni hjá Gústa B í gær þar sem þau ræddu um lagið, ástina og lífið. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan og byrjar á mínútu 1:27:10. Jól Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Persónuleg reynsla af gamlárskvöldi „Textinn við lagið kom á einhverjum 10-15 mínútum og held ég að ég hafi aldrei átt svona rosalega auðvelt með að klára texta,“ segir Júlí Heiðar um ferli lagsins í samtali við blaðamann. Júlí og Dísa náðu miðnæturkossi að lokum.Aðsend Lagið er eftir Frank Loesser og er frá árinu 1947. Þekktasti útgáfan er líklegast með Ellu Fitzgerald frá 1960 en svo gerðu þau Zooey Deschanel & Joseph Gordon-Levitt útgáfu 2012 sem fékk mikla athygli. „Hugmyndin er ekki alveg sú sama og í enska textanum af því að mig langaði að skrifa textann út frá sögu úr mínu lífi frá gamlárskvöldinu 2020/2021,“ segir Júlí Heiðar. Hér má heyra lagið: Klippa: Gamlárskvöld - Júlí Heiðar og Þórdís Björk „Ógeðslega rómantískur“ „Þetta voru fyrstu áramótin sem við Dísa vorum að hittast og þar sem ég er ógeðslega rómantískur þá sá ég fyrir mér að ná að kyssa hana á miðnætti. Sambandið okkar var ekki komið neitt mjög langt svo ég var í Þorlákshöfn hjá foreldrum mínum og hún í Fossvoginum hjá foreldrum sínum.“ Júlí Heiðar segist hafa viljað klára Skaupið með fjölskyldunni sinni og ætlaði svo að bruna til Reykjavíkur til að ná kossinum. „Þetta þýddi að ég hafði 40 mínútur og varð að vera helvíti snöggur. Ég var kominn til Reykjavíkur tíu mínútur í tólf og eina mínútu fyrir tólf keyrði ég inn í götuna hennar, þá var ég búinn að fara yfir á þremur rauðum ljósum. Ég hljóp upp að hurðinni og bankaði en það heyrði enginn í bankinu út af flugeldunum. Til að toppa það sendi Dísa mér líka skilaboð akkúrat á meðan ég var að banka og sagði mér að hún væri að svæfa son sinn.“ Þrátt fyrir misheppnaða tilraun á miðnæturkossi átti þetta ekki eftir að hafa áhrif á blómstrandi ást parsins. „Þetta var auðvitað ekkert eðlilega svekkjandi en ég labbaði út í bíl og hugsaði með mér að á næsta ári myndi ég ná miðnæturkossinum, sem svo gerðist.“ View this post on Instagram A post shared by DI SA (@thordisbjork) Nútímalegt en með gamla hjartað Lagið var unnið í samvinnu við Fannar Frey Magnússon. „Hann sá um upptökur, að spila á hljóðfæri, hljóðblöndun og hljóðjöfnun og það undirstrikar enn eina ferðina hvað hann er frábær tónlistarmaður. Saman unnum við hugmyndina af hljóðheiminum, við vildum færa það í meiri nútímabúning en samt ekki missa gamla hjartað í laginu og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ segir Júlí að lokum. Júlí og Þórdís voru gestir í Veislunni hjá Gústa B í gær þar sem þau ræddu um lagið, ástina og lífið. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan og byrjar á mínútu 1:27:10.
Jól Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira