Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík Siggeir Ævarsson skrifar 1. desember 2022 21:36 Lárus og Þórsliðið mátti þola skell gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld. „Mér fannst við byrja rosalega veikt varnarlega, þannig að við komum Njarðvík alltof mikið á bragðið fannst mér og þeir orðnir sjóðandi heitir. En við náðum náttúrulega að minnka þetta niður í 5 stig og þetta var alveg orðinn leikur en við vorum ótrúlega fljótir að hengja haus þegar við fengum körfur í andlitið á okkur.“ „Þeir skora hérna 119 stig, það er klárlega varnarleikurinn sem fellir okkur. Mér fannst við vera alltof seinir að klukka þá og menn voru að missa menn framhjá sér. Njarðvíkingum var farið að líða ofboðslega vel og gátu sent þessa auka sendingu og fengið galopin skot, voru náttúrulega að hitta. Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík.“ Varnarlega voru Þórsarar vissulega slakir í kvöld, en sóknarlega var heldur ekki mikið að frétta, ef frá er talinn Vincent Shahid sem skoraði 30 stig. Aðrir leikmenn virtust hreinlega ekki vera með í leiknum á köflum. „Margir sem voru ekki að hitta neitt rosalega vel í kvöld, og við vorum kannski ekki að deila boltanum alveg nógu mikið. Mér fannst menn voru svolítið hálfopnir, þeir voru aldrei galopnir þegar þeir voru að taka skotin.“ Staðan í deildinni er ekki gæfuleg fyrir Þórsara nú þegar skammt lifir af árinu. Lárus var þó ekki á því að það væri dökkt yfir Þorslákshöfn, og vonaði að þessi leikur gæfi mönnum einhverskonar viðspyrnu frá botninum. „Við erum búnir að vera inn í öllum leikjunum hingað til og góð barátta í liðinu. Núna fannst mér þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá þar sem menn sýna ákveðið andleysi, sem er kannski eðlilegt ef þú ert alltaf að fá þrist í andlitið. En kannski er þetta bara spark sem við þurftum í rassgatið að tapa loksins stórt.“ Það er vonandi Þórsara vegna að þetta sé rétt greining hjá Lárusi og hans menn girði sig í brók eftir þetta stóra tap. Það er í það minnsta brött brekka framundan hjá Þorlákshafnarbúum, sem sitja áfram á botni deildarinnar með einn sigur og 6 töp. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
„Mér fannst við byrja rosalega veikt varnarlega, þannig að við komum Njarðvík alltof mikið á bragðið fannst mér og þeir orðnir sjóðandi heitir. En við náðum náttúrulega að minnka þetta niður í 5 stig og þetta var alveg orðinn leikur en við vorum ótrúlega fljótir að hengja haus þegar við fengum körfur í andlitið á okkur.“ „Þeir skora hérna 119 stig, það er klárlega varnarleikurinn sem fellir okkur. Mér fannst við vera alltof seinir að klukka þá og menn voru að missa menn framhjá sér. Njarðvíkingum var farið að líða ofboðslega vel og gátu sent þessa auka sendingu og fengið galopin skot, voru náttúrulega að hitta. Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík.“ Varnarlega voru Þórsarar vissulega slakir í kvöld, en sóknarlega var heldur ekki mikið að frétta, ef frá er talinn Vincent Shahid sem skoraði 30 stig. Aðrir leikmenn virtust hreinlega ekki vera með í leiknum á köflum. „Margir sem voru ekki að hitta neitt rosalega vel í kvöld, og við vorum kannski ekki að deila boltanum alveg nógu mikið. Mér fannst menn voru svolítið hálfopnir, þeir voru aldrei galopnir þegar þeir voru að taka skotin.“ Staðan í deildinni er ekki gæfuleg fyrir Þórsara nú þegar skammt lifir af árinu. Lárus var þó ekki á því að það væri dökkt yfir Þorslákshöfn, og vonaði að þessi leikur gæfi mönnum einhverskonar viðspyrnu frá botninum. „Við erum búnir að vera inn í öllum leikjunum hingað til og góð barátta í liðinu. Núna fannst mér þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá þar sem menn sýna ákveðið andleysi, sem er kannski eðlilegt ef þú ert alltaf að fá þrist í andlitið. En kannski er þetta bara spark sem við þurftum í rassgatið að tapa loksins stórt.“ Það er vonandi Þórsara vegna að þetta sé rétt greining hjá Lárusi og hans menn girði sig í brók eftir þetta stóra tap. Það er í það minnsta brött brekka framundan hjá Þorlákshafnarbúum, sem sitja áfram á botni deildarinnar með einn sigur og 6 töp.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum