Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 13:30 Christian Eriksen sést hér niðurbrotinn í leikslok í gær. AP/Aijaz Rahi Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. Strákarnir í Þungavigtinni ræddu við Frey Alexandersson, þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, um gengi Dana á heimsmeistaramótinu í Katar en danska liðið er úr leik eftir að hafa endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Freyr Alexandersson.Mynd/Lyngby Freyr er á því að neikvæð umræða í Danmörku í kringum það að móti farið fram í skugga mútumála og mannréttindabrota í Katar hafi smitað sig inn í danska hópinn. Danir voru eina liðið í riðlinum sem vann ekki leik og uppskeran er eitt stig og eitt mark úr þremur leikjum. „Þetta er gríðarlega mikið áfall. Ég hef aðeins verið að skoða það sem sérfræðingarnir hér eru að segja og viðbrögð þeirra eru gríðarlega þung. Liðið, þjálfarinn og allt batteríið fær virkileg að finna fyrir því núna,“ sagði Freyr Alexandersson en hann ræddi þarna við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Voru búnir að vera frábærir í tvö ár „Frammistaðan hefur ekki verið góð og bara verið hrikalega slöpp, það verður að segjast eins og er,“ sagði Freyr. Danska landsliðið spilaði frábærlega í undankeppninni og fór alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu í fyrra. „Þeir eru búnir að vera frábærir í tvö ár alla vega og voru svona ‚darlings of EM‚ á síðasta ári og þar blómstruðu margir leikmenn þeirra. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvað gerist,“ sagði Freyr. Mjög skrýtin stemmning í kringum liðið „Ef ég tala bara út frá sjálfum mér og hvernig ég upplifi þetta þá er búin að vera mjög skrýtin stemmning í kringum liðið sérstaklega rétt í aðdraganda mótsins og eftir þeir fara út. Öll umræða hér í Danmörku hefur verið frekar neikvæð og frekar þung,“ sagði Freyr. „Það er mikið að vera fjalla um neikvæðu hliðar þess að mótið sé haldið í Katar eins og það hafi verið að renna upp fyrir fólki núna að mótið fari þar fram. Nú eru leikmenn búnir að koma fram og tala um að þetta hafi haft áhrif á stemmninguna inn í herbúðum liðsins,“ sagði Freyr. Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand fór ekkert í felur með það að hann vildi helst ekki vera í Katar vegna þess sem þar hefur gengið á í aðdraganda mótsins. Kasper er mikil tilfinningamanneskja „Þjálfarinn kom fram eftir Túnisleikinn og segir að hann eigi erfitt með að vera í Katar og að honum líði ekki vel í þessu umhverfi með þetta allt hangandi yfir sér. Kasper er mikil tilfinningamanneskja og hefur skoðanir á öllu. Réttlætiskenndin hans er gríðarlega sterk,“ sagði Freyr. „Ég upplifði það sem þjálfari knattspyrnuliðs að það væri erfitt fyrir hann að mótivera menn og lyfta mönnum upp. Það hefur klárlega ekki tekist,“ sagði Freyr. Kristján Óli Sigurðsson skaut inn í að honum hafi fundið danska liðið vera ósýnilegt eins og merkið á Hummel búningunum þeirra. Enginn leikmaður þeirra spilar vel „Þeir voru ósýnilegir og náði aldrei takti í þessu móti. Þeir voru skugginn af sjálfum sér og eru bara lélegir í mótinu. Það er enginn leikmaður þeirra sem spilar vel og ná max tuttugu mínútum í byrjun leiksins á móti Ástralíu. Annars eru þeir ekki búnir að geta neitt,“ sagði Freyr. Freyr nefnir líka fjarveru lykilmanna eins og fyrirliðans Simon Kjær, sem lék bara fyrsta leikinn og miðjumanninn Thomas Delaney sem meiddist í fyrsta leik. „Þeir fara líka inn í mótið með fjóra framherja og enginn þeirra hefur nánast skorað mark í marga mánuði. Þeir eru allir kaldir og Kasper er mikið gagnrýndur fyrir það núna,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Danina á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Sjá meira
Strákarnir í Þungavigtinni ræddu við Frey Alexandersson, þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, um gengi Dana á heimsmeistaramótinu í Katar en danska liðið er úr leik eftir að hafa endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Freyr Alexandersson.Mynd/Lyngby Freyr er á því að neikvæð umræða í Danmörku í kringum það að móti farið fram í skugga mútumála og mannréttindabrota í Katar hafi smitað sig inn í danska hópinn. Danir voru eina liðið í riðlinum sem vann ekki leik og uppskeran er eitt stig og eitt mark úr þremur leikjum. „Þetta er gríðarlega mikið áfall. Ég hef aðeins verið að skoða það sem sérfræðingarnir hér eru að segja og viðbrögð þeirra eru gríðarlega þung. Liðið, þjálfarinn og allt batteríið fær virkileg að finna fyrir því núna,“ sagði Freyr Alexandersson en hann ræddi þarna við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Voru búnir að vera frábærir í tvö ár „Frammistaðan hefur ekki verið góð og bara verið hrikalega slöpp, það verður að segjast eins og er,“ sagði Freyr. Danska landsliðið spilaði frábærlega í undankeppninni og fór alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu í fyrra. „Þeir eru búnir að vera frábærir í tvö ár alla vega og voru svona ‚darlings of EM‚ á síðasta ári og þar blómstruðu margir leikmenn þeirra. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvað gerist,“ sagði Freyr. Mjög skrýtin stemmning í kringum liðið „Ef ég tala bara út frá sjálfum mér og hvernig ég upplifi þetta þá er búin að vera mjög skrýtin stemmning í kringum liðið sérstaklega rétt í aðdraganda mótsins og eftir þeir fara út. Öll umræða hér í Danmörku hefur verið frekar neikvæð og frekar þung,“ sagði Freyr. „Það er mikið að vera fjalla um neikvæðu hliðar þess að mótið sé haldið í Katar eins og það hafi verið að renna upp fyrir fólki núna að mótið fari þar fram. Nú eru leikmenn búnir að koma fram og tala um að þetta hafi haft áhrif á stemmninguna inn í herbúðum liðsins,“ sagði Freyr. Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand fór ekkert í felur með það að hann vildi helst ekki vera í Katar vegna þess sem þar hefur gengið á í aðdraganda mótsins. Kasper er mikil tilfinningamanneskja „Þjálfarinn kom fram eftir Túnisleikinn og segir að hann eigi erfitt með að vera í Katar og að honum líði ekki vel í þessu umhverfi með þetta allt hangandi yfir sér. Kasper er mikil tilfinningamanneskja og hefur skoðanir á öllu. Réttlætiskenndin hans er gríðarlega sterk,“ sagði Freyr. „Ég upplifði það sem þjálfari knattspyrnuliðs að það væri erfitt fyrir hann að mótivera menn og lyfta mönnum upp. Það hefur klárlega ekki tekist,“ sagði Freyr. Kristján Óli Sigurðsson skaut inn í að honum hafi fundið danska liðið vera ósýnilegt eins og merkið á Hummel búningunum þeirra. Enginn leikmaður þeirra spilar vel „Þeir voru ósýnilegir og náði aldrei takti í þessu móti. Þeir voru skugginn af sjálfum sér og eru bara lélegir í mótinu. Það er enginn leikmaður þeirra sem spilar vel og ná max tuttugu mínútum í byrjun leiksins á móti Ástralíu. Annars eru þeir ekki búnir að geta neitt,“ sagði Freyr. Freyr nefnir líka fjarveru lykilmanna eins og fyrirliðans Simon Kjær, sem lék bara fyrsta leikinn og miðjumanninn Thomas Delaney sem meiddist í fyrsta leik. „Þeir fara líka inn í mótið með fjóra framherja og enginn þeirra hefur nánast skorað mark í marga mánuði. Þeir eru allir kaldir og Kasper er mikið gagnrýndur fyrir það núna,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Danina á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Sjá meira