Konurnar græða miklu meira á HM karla í ár en þegar þær unnu HM sjálfar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 09:30 Megan Rapinoe fagnar marki sínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sumarið 2019. Getty/Richard Heathcote Nýr samningur við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins sér til þess að landsliðskonurnar frá Bandaríkjunum græða miklu meira á góðum árangri karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Katar en þegar þær urðu sjálfar heimsmeistarar árið 2019. Karlalandslið Bandaríkjanna tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM á þriðjudaginn með því að vinna 1-0 sigur á Íran í lokaleik riðilsins. Í nýjum jafnréttissamningi bandaríska knattspyrnusambandsins þá skipta karla- og kvennaliðin jafnt á milli sín því sem bandaríska sambandið fær í verðlaunafé fyrir árangur landsliða sinna á HM. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Karlalandsliðið fær miklu meira frá FIFA heldur en kvennaliðið en þar sem að þessu er skipt jafn á milli leikmanna þá hækkar heildarupphæðin í hvert skipti sem karlaliðið kemst lengra í heimsmeistarakeppninni. Nú er svo komið að með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin þá hafa leikmenn karlaliðsins tryggt bæði sér og leikmönnum kvennaliðsins 380 þúsund dollara bónusgreiðslu sem jafngildir tæpum 55 milljónum íslenskra króna. Leikmenn bandaríska liðsins á HM kvenna 2023 fá því sömu upphæð og karlarnir á næsta ári en þær fengu 110 þúsund dala bónus fyrir að verða heimsmeistari 2019 eða þrisvar sinnum minna. Samkvæmt nýja samningnum þá mun bandaríska sambandið skipta níutíu prósent af verðlaunafénu á milli leikmanna sinna. FIFA gefur frá sér samtals 440 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir þau 32 lönd sem komust á HM í Katar en gaf aðeins samtals 30 milljónir til þjóðanna á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. Kvennalandsliðin munu fá hærri upphæð á næsta ári en eru samt svo langt langt á eftir enn þá. HM 2022 í Katar HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Karlalandslið Bandaríkjanna tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM á þriðjudaginn með því að vinna 1-0 sigur á Íran í lokaleik riðilsins. Í nýjum jafnréttissamningi bandaríska knattspyrnusambandsins þá skipta karla- og kvennaliðin jafnt á milli sín því sem bandaríska sambandið fær í verðlaunafé fyrir árangur landsliða sinna á HM. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Karlalandsliðið fær miklu meira frá FIFA heldur en kvennaliðið en þar sem að þessu er skipt jafn á milli leikmanna þá hækkar heildarupphæðin í hvert skipti sem karlaliðið kemst lengra í heimsmeistarakeppninni. Nú er svo komið að með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin þá hafa leikmenn karlaliðsins tryggt bæði sér og leikmönnum kvennaliðsins 380 þúsund dollara bónusgreiðslu sem jafngildir tæpum 55 milljónum íslenskra króna. Leikmenn bandaríska liðsins á HM kvenna 2023 fá því sömu upphæð og karlarnir á næsta ári en þær fengu 110 þúsund dala bónus fyrir að verða heimsmeistari 2019 eða þrisvar sinnum minna. Samkvæmt nýja samningnum þá mun bandaríska sambandið skipta níutíu prósent af verðlaunafénu á milli leikmanna sinna. FIFA gefur frá sér samtals 440 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir þau 32 lönd sem komust á HM í Katar en gaf aðeins samtals 30 milljónir til þjóðanna á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. Kvennalandsliðin munu fá hærri upphæð á næsta ári en eru samt svo langt langt á eftir enn þá.
HM 2022 í Katar HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira