Sandkassahugarfarið á þingi kemur Jóhanni Páli á óvart Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2022 15:13 Jóhann Páll segir stjórnarandstöðun hafa þrástagast á þessu réttlætismáli, hafa haldið ræðu eftir ræðu en allt kom fyrir ekki. Meirihlutinn taldi þetta tóma tjöru og felldi tillöguna, sömu tillögu og nú lítur dagsins ljós, í nafni meirihlutans. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók sæti á Alþingi í fyrra. Hann segir leikjafræðina á þinginu á leikskólastigi. Helst er á Jóhanni Páli að skilja að flokklínurnar yfirtrompi heilbrigða skynsemi í nánast einu og öllu. „Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og groddalegar skerðingarreglur sem þeir búa við. Við í minnihlutanum lögðum fram tillögu um að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki,“ segir Jóhann Páll til dæmis í samtali við Vísi. Meirihlutinn var alfarið á móti málinu fyrir ári Hann lýsir því að stjórnarmeirihlutinn hafi þá lagst mjög eindregið gegn þessu. Fjármálaráðherra hafi gefið lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki. „Þingmaður úr röðum Vinstri grænna fullyrti að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“ og tillagan var felld, meðal annars með atkvæði Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra. Nú ári seinna leggur sami Guðmundur Ingi fram sams konar tillögu, um hækkun frítekjumarksins upp í 200 þúsund, og VG telja þessa hækkun sérstakt þjóðþrifamál.“ Og þessum stjórnmálakúltúr megi helst líkja við sandkassaleik. Jóhann Páll segir spurður það koma sér á óvart hversu rammt kveði að þessu sandkassahugarfari á Alþingi. „Já það má kannski segja það. Ég hef nálgast fjárlög þannig að þar hljóti áherslur og pólitík stjórnarmeirihlutans að ráða för, en það sé helst hlutverk minnihlutans að benda á atriði sem megi betur fara, hluti sem þurfi einfaldlega að lagfæra. Og þarna vorum við með augljóst sanngirnismál því auðvitað á frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum að vera það sama og hjá eftirlaunafólki, annað er óréttlátt. Fólk með skerta starfsgetu verður að geta sótt sér bjargir án þess að greiðslur Tryggingastofnunar skerðist til andskotans.“ Ánægjuleg en afar óvænt sinnaskipti Jóhann Páll segir þetta vissulega afar ánægjuleg sinnaskipti, fagnaðarefni að stjórnarliðum hefi snúist hugur og ríkisstjórnin loks látið undan þessum kröfum Öryrkjabandalagsins og þeirra í Samfylkingu. Og Öryrkjabandalag Íslands eigi hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst, þau hafa margbent á að þetta er sjálfsagt réttlætismál. En forsendurnar fyrir sinnaskiptunum séu ósannfærandi. „Auðvitað virkar þetta eins og sandkassaleikur. Við stögluðumst á þessu og héldum þingræðu eftir þingræðu um þetta í fjárlagavinnunni í fyrra. Það er gleðilegt að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji þetta loksins ári síðar. En svo þurfum við bara að halda áfram að fella niður þennan skerðingarfrumskóg sem öryrkjar eru fastir í.“ Alþingi Kjaramál Samfylkingin Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Helst er á Jóhanni Páli að skilja að flokklínurnar yfirtrompi heilbrigða skynsemi í nánast einu og öllu. „Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og groddalegar skerðingarreglur sem þeir búa við. Við í minnihlutanum lögðum fram tillögu um að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki,“ segir Jóhann Páll til dæmis í samtali við Vísi. Meirihlutinn var alfarið á móti málinu fyrir ári Hann lýsir því að stjórnarmeirihlutinn hafi þá lagst mjög eindregið gegn þessu. Fjármálaráðherra hafi gefið lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki. „Þingmaður úr röðum Vinstri grænna fullyrti að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“ og tillagan var felld, meðal annars með atkvæði Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra. Nú ári seinna leggur sami Guðmundur Ingi fram sams konar tillögu, um hækkun frítekjumarksins upp í 200 þúsund, og VG telja þessa hækkun sérstakt þjóðþrifamál.“ Og þessum stjórnmálakúltúr megi helst líkja við sandkassaleik. Jóhann Páll segir spurður það koma sér á óvart hversu rammt kveði að þessu sandkassahugarfari á Alþingi. „Já það má kannski segja það. Ég hef nálgast fjárlög þannig að þar hljóti áherslur og pólitík stjórnarmeirihlutans að ráða för, en það sé helst hlutverk minnihlutans að benda á atriði sem megi betur fara, hluti sem þurfi einfaldlega að lagfæra. Og þarna vorum við með augljóst sanngirnismál því auðvitað á frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum að vera það sama og hjá eftirlaunafólki, annað er óréttlátt. Fólk með skerta starfsgetu verður að geta sótt sér bjargir án þess að greiðslur Tryggingastofnunar skerðist til andskotans.“ Ánægjuleg en afar óvænt sinnaskipti Jóhann Páll segir þetta vissulega afar ánægjuleg sinnaskipti, fagnaðarefni að stjórnarliðum hefi snúist hugur og ríkisstjórnin loks látið undan þessum kröfum Öryrkjabandalagsins og þeirra í Samfylkingu. Og Öryrkjabandalag Íslands eigi hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst, þau hafa margbent á að þetta er sjálfsagt réttlætismál. En forsendurnar fyrir sinnaskiptunum séu ósannfærandi. „Auðvitað virkar þetta eins og sandkassaleikur. Við stögluðumst á þessu og héldum þingræðu eftir þingræðu um þetta í fjárlagavinnunni í fyrra. Það er gleðilegt að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji þetta loksins ári síðar. En svo þurfum við bara að halda áfram að fella niður þennan skerðingarfrumskóg sem öryrkjar eru fastir í.“
Alþingi Kjaramál Samfylkingin Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira