Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2022 21:12 „Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“ Vísir/MHH Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofu barst í dag. Samtökin segja hið 391 tilvik sem fjallað er um í ársyfirliti Ísteka yfir blóðtökur í ár í mótsögn við fullyrðingar um eftirlit dýralækna með starfseminni. „Enn fremur ber að spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig slíkir hlutir geta átt sér stað þegar dýralæknar á vegum Ísteka framkvæma blóðtökuranr og fylgjast með þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til heimildarmyndarinnar, þar sem dýralæknar hafi litið framhjá illri meðferð meranna án þess að aðhafast. Vísir fjallaði um ársyfirlit Ísteka fyrr í mánuðinum. Þar kom meðal annars fram að blóð hefði verið tekið úr 4.141 hryssu í ár, í samtals um 24 þúsund skipti, á 90 starfsstöðvum. AWF/TSB gagnrýna fullyrðingu Ísteka um fækkun í stétt blóðmerabænda sökum heimildarmyndar samtakanna og segjast þvert á móti hafa það eftir bændum að fækkunina megi rekja til mikils kostnaðar við blóðmerahaldið, meðal annars vegna fóðurs og vinnu. Þá gefa samtökin lítið fyrir fullyrðinga Ísteka um að fulltrúar þeirra sem hingað komu í ár hafi komið fram af ókurteisi við bændur og ögrað þeim. „AWF og TSB komu aftur til Íslands í ágúst 2022 til að kynna sér aðstæður og ræða við fulltrúa atvinnulífs og stofnana,“ segir í yfirlýsingunni. „Við tókum viðtöl við fjölda fulltrúa félaga, atvinnulífs, stjórnmála og stjórnsýslu. Meðal annars gaf Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mast, kost á ítarlegu viðtali. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, vildi ekki veita viðtal á sama hátt og hann hafði áður hafnað viðtalsbeiðnum við íslenska fjölmiðla.“ AWF/TSB hafa beitt sér fyrir því að framleiðslu PMSG, sem unnið er úr merablóði, verði hætt. Samtökin segja Ísteka hafa staðfest það í ársyfirlitinu að markmið hrossaræktunar blóðmerabænda sé að auka hlutfall PMSG í blóði fylfullra hryssa, sem sé ábyrgt gagnvart ræktendum íslenska hestsins sem þurfi að huga að fjölmörgum tegundarbundnum eiginleikum. „Þannig verður ímynd íslenska hestsins smátt og smátt eyðilögð með hverju viðbótarprósenti „blóðmeraeiginleika“. Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“ Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofu barst í dag. Samtökin segja hið 391 tilvik sem fjallað er um í ársyfirliti Ísteka yfir blóðtökur í ár í mótsögn við fullyrðingar um eftirlit dýralækna með starfseminni. „Enn fremur ber að spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig slíkir hlutir geta átt sér stað þegar dýralæknar á vegum Ísteka framkvæma blóðtökuranr og fylgjast með þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til heimildarmyndarinnar, þar sem dýralæknar hafi litið framhjá illri meðferð meranna án þess að aðhafast. Vísir fjallaði um ársyfirlit Ísteka fyrr í mánuðinum. Þar kom meðal annars fram að blóð hefði verið tekið úr 4.141 hryssu í ár, í samtals um 24 þúsund skipti, á 90 starfsstöðvum. AWF/TSB gagnrýna fullyrðingu Ísteka um fækkun í stétt blóðmerabænda sökum heimildarmyndar samtakanna og segjast þvert á móti hafa það eftir bændum að fækkunina megi rekja til mikils kostnaðar við blóðmerahaldið, meðal annars vegna fóðurs og vinnu. Þá gefa samtökin lítið fyrir fullyrðinga Ísteka um að fulltrúar þeirra sem hingað komu í ár hafi komið fram af ókurteisi við bændur og ögrað þeim. „AWF og TSB komu aftur til Íslands í ágúst 2022 til að kynna sér aðstæður og ræða við fulltrúa atvinnulífs og stofnana,“ segir í yfirlýsingunni. „Við tókum viðtöl við fjölda fulltrúa félaga, atvinnulífs, stjórnmála og stjórnsýslu. Meðal annars gaf Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mast, kost á ítarlegu viðtali. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, vildi ekki veita viðtal á sama hátt og hann hafði áður hafnað viðtalsbeiðnum við íslenska fjölmiðla.“ AWF/TSB hafa beitt sér fyrir því að framleiðslu PMSG, sem unnið er úr merablóði, verði hætt. Samtökin segja Ísteka hafa staðfest það í ársyfirlitinu að markmið hrossaræktunar blóðmerabænda sé að auka hlutfall PMSG í blóði fylfullra hryssa, sem sé ábyrgt gagnvart ræktendum íslenska hestsins sem þurfi að huga að fjölmörgum tegundarbundnum eiginleikum. „Þannig verður ímynd íslenska hestsins smátt og smátt eyðilögð með hverju viðbótarprósenti „blóðmeraeiginleika“. Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06