Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. desember 2022 09:01 Leikkonan Aldís Amah Hamilton segist einu sinni hafa verið algjör Grinch. Jólin hafi verið kvöð frekar en ánægja. Það var ekki fyrr en hún losaði sig undan allri pressu um fullkomin jól, sem hún fann jólagleðina á ný. Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég hafði ekki séð Elf fyrir þetta viðtal þannig ég skikkaði mig til að horfa á hana áður en ég svaraði haha. Ég get með ánægju sagt að ég hallast allavega nær Elf-inum í mér þó ég sé aaalls ekki á sama plani. Ég var á tímabili algjör Grinch. Jólin þóttu mér erfiður tími og þótti þetta meira kvöð en ánægja. Hins vegar hef ég lengi verið mikil áramótakona og er það enn. Á seinni árum, sérstaklega eftir að ég eyddi nokkrum jólum erlendis og losnaði þannig undan „pressunni“ að hafa allt fullkomið fyrir aðfangadag, hef ég enduruppgötvað jólagleðina og núna hlakka ég ofsalega til að jóla mig upp í desember og skála svo fyrir nýju ári!“ Aldís er mikil áramótakona en hér er hún á áramótunum 2020. Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég held það sé þegar ég fór til Flórída með bestu vinkonu minni að heimsækja aðra bestu vinkonu okkar. Þetta voru fyrstu jólin mín án fjölskyldunnar en þau voru stórskemmtileg. Að hefja daginn á sólbaði og sleppa öllu stressi og stússi var svo frelsandi. Við skemmtum okkur stórkostlega og var aðfangadagurinn í fyrsta sinn bara afslappaður og snerist alfarið um að hafa gaman með gömlum og nýjum vinum. Enda spiluðum við og drukkum langt fram á kvöld… Eða nótt… Allavega mjög lengi. Ég mæli mjög með að brjóta jólarútínuna fyrir þau sem tengja kannski við „Grinchinn“ í mér. Það getur þess vegna bara verið að fara úr bænum, þarf ekki að vera útlönd eða eitthvað svo stórtækt.“ Þunnur en yndislegur jóladagur á Flórída. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þær eru margar en mér dettur í hug fyrsta minningin mín af svona „ÓMÆGOD“ gjöf. Það var GameBoy Advance tölvan sem amma mín heitin gaf mér þegar ég var svona 6 ára. Ég á hana ennþá (týndi henni reyndar og þurfti að nota vasapeninginn minn í nýja haha, elskaði hana það mikið). Amma mín var bóndi í Kanada og ég hitti hana sjaldan, leikurinn sem hún gaf mér með var bóndaleikur sem hét Harvest Moon. Mér fannst ég þannig hafa ákveðna tengingu við hana og enn í dag er HM serían ein af mínum uppáhalds, enda spila ég leikina reglulega.“ Aldís hefur verið tölvusjúk frá blautu barnsbeini. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Hahaha. Ég mun aldrei segja það opinberlega! En ég fékk kartöflu í skóinn einu sinni sem var mikið trauma. Er enn að vinna úr því og hef ekki hagað mér illa síðan.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Það eru ekki margar eftirlifandi en ég er mjög spennt fyrir því að skapa mínar eigin. Kærasti minn bjó til laufabrauð í mörg ár með ömmu sinni sem féll því miður frá í ár. Hann hafði ekki skorið út laufabrauð síðustu ár en erum við bæði spennt fyrir því að taka við keflinu og koma þeirri hefð aftur í gang. Annars er ég móttækileg fyrir góðum jólahefðauppástungum!“ Aldís hefur oft verið niðursokkin í vinnu alveg þar til klukkan slær sex á aðfangadegi. Nú ætlar hún hins vegar að taka sér gott jólafrí. Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „ÖLL Jólastjörnuplatan með Diddú. Ég hlusta bara á hana í desember og sparlega. Minningarnar og nostalgían sem henni fylgir eru svo viðkvæmar og dýrmætar að ég þori ekki að ofhlusta á lögin og fá kannski ógeð á þeim. Svo verð ég að minnast á Miss You Most með Mariah Carey. Hef aldrei heyrt neinn spila það en það er á „aðal-jólaplötu alheimsins“. Yfirgengilega væmin gersemi sem ég grét við sem barn. Voða viðkvæm alltaf á jólunum.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég horfi ekki á jólamyndir, þannig er það bara. En hún var Jólaósk Önnubellu á sínum tíma. Samt grét ég líka alltaf yfir henni. Svo mikið að ég hætti að horfa á jólamyndir haha.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Í forrétt gerum við líklega tartalettur, það er eina reglan sem hefur fylgt mér frá því að ég man eftir mér. Þær hafa breyst með breyttum matarvenjum en trufflu-tartaletturnar mínar hafa eiginlega slegið alla aðra forrétti af borðinu síðustu ár, þó ég segi sjálf frá. Ætla að prófa að gera þær með smá tvisti þetta árið. Svo erum við kolfallin fyrir Wellington steikinni frá Jömm. Ég býð bara spennt allt árið eftir að borða hana. En eftir að ég kynntist kærastanum mínum hefur verið svolítil spenna að prófa eitthvað nýtt eða gera eitthvað sjálf. Við erum að vega og meta: Jömm Wellington, fylltur Vegan kalkúnn frá Gardein eða Vegan steik úr Vegan búðinni. Kærastinn minn er forfallinn pekanhnetuköku aðdáandi þannig ég geri eflaust eina slíka með heimagerðum romm-rúsínu ís. Festi kaup á notaðri ísvél í fyrra sem var bara ein uppáhaldsfjárfesting þess árs. Svo gerum við sörur og smákökur ásamt konfekti sem verður á boðstólnum ásamt öllu hinu“ Aldís og kærasti hennar Kolbeinn Arnbjörnsson. Þau léku bæði í þáttunum Svörtu söndum. Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Það er langt síðan ég hef haft óskalista á jólunum! En þetta árið vandaði ég mig og náði að hripa niður nokkra hluti. Ofarlega er Tufte föðurland úr koluðum-bambus sem Eirberg selur. Mjög spennt fyrir þeim, hljómar svo framtíðarlega eitthvað haha. Svo þarf ég nauðsynlega á nuddi að halda þannig ég er bæði með nuddtæki á lista sem og gjafakort í nudd og nálastungur hjá Helenu, nuddkonu mömmu minnar til margra ára. Krossa fingur hahaha. Svo er ég ein af þeim sem dýrka að fá þunnt umslag með gjafakorti. Ég kann bara ofsalega að meta að fólk gefi mér pening til að nýta sjálf. Mér finnst engin óvirðing í því né leti, jólin eru ótrúlega mikið álag fyrir marga og ég hef svo lítinn áhuga á því að leggja meiri ábyrgð á herðar ástvina minna að finna „fullkomna gjöf akkúrat fyrir mig“. Virkilega fallegt ef fólk hefur samt tök á því og nýtur þess án stressins auðvitað!“ Jól í Toronto. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Snjór um miðjan desember og jólakökubakstur. Diddú í hátalaranum og kertaljós. Snjórinn er samt eiginlega aðalmálið. Ef það er slabb eru jólin off þar til það snjóar.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Skemmtilegast er að ég setti mig í sjálfskipað jólafrí 19. desember. Að vera sjálfstætt starfandi er svo hættulegt svona um hátíðarnar. Enginn gefur manni frí og oftar en ekki hef ég verið vinnandi eins og skepna þar til klukkan slær sex. Þannig ég er mjög spennt fyrir þessu fríi. Planið er nota bene að vera líka búin að bakstri og helstu þrifum FYRIR frí. Vinnulega séð erum við bara að leggja lokahönd á fyrri yfirferð Svörtu Sanda handritanna. Við förum í tökur á næsta ári og undirbúningur hefst vonandi bara þegar vorið nálgast! Einnig verð ég (kannski) byrjuð eitthvað í tökum aftur á tölvuleiknum hjá Myrkur Games (fyrir þá sem hafa heyrt mig segja þetta í nokkur ár þá eru tölvuleikir þannig, tökur geta staðið yfir í nokkur ár haha!). Fyrir utan þetta allt er ég með þónokkur litlu jól með mínum nánustu skipulögð og ætla að vera dugleg að nýta frítímann í samveru með fjölskyldu, vinum og sjálfa mig til að hlaða batteríin. Ég er mikill introvert og þó ég njóti mín oft vel í margmenni og með fólkinu mínu þarf ég líka mikla einveru til að jafna þetta allt út. Tölvuleikjaspil, púsl og bókalestur (ekki hlustun) eru líka á listanum yfir hluti sem ég er spennt fyrir!“ Jól Jólamatur Vegan Jólalög Jólamolar Svörtu sandar Tengdar fréttir Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Skráði sig í leiklistarnám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann. 23. janúar 2022 10:01 Önnur þáttaröð af Svörtu söndum væntanleg: „Mörgum spurningum enn ósvarað“ „Það er búið að gefa grænt ljós á seríu tvö,“ segir Baldvin Z leikstjóri glæpaseríunnar Svörtu sanda í samtali við Vísi. 27. október 2022 16:32 Grunaði ekki að hún myndi landa aðalhlutverki á þessum tímapunkti í lífinu Þáttaröðin Svörtu sandar verður sýnd á Stöð 2 í lok árs. Unga leikkonan Aldís Amah Hamilton fer með aðalhlutverki í þáttunum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Hún segir að um algjört draumaverkefni sé að ræða. 30. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Æðisleg jólaterta með rjómaostakremi Jól Jóladagatal Vísis: Eldingarnar leiftra í Grímsvötnum undir tónum Sigur Rósar Jól Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Skrúfum fyrir kranann Jól
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég hafði ekki séð Elf fyrir þetta viðtal þannig ég skikkaði mig til að horfa á hana áður en ég svaraði haha. Ég get með ánægju sagt að ég hallast allavega nær Elf-inum í mér þó ég sé aaalls ekki á sama plani. Ég var á tímabili algjör Grinch. Jólin þóttu mér erfiður tími og þótti þetta meira kvöð en ánægja. Hins vegar hef ég lengi verið mikil áramótakona og er það enn. Á seinni árum, sérstaklega eftir að ég eyddi nokkrum jólum erlendis og losnaði þannig undan „pressunni“ að hafa allt fullkomið fyrir aðfangadag, hef ég enduruppgötvað jólagleðina og núna hlakka ég ofsalega til að jóla mig upp í desember og skála svo fyrir nýju ári!“ Aldís er mikil áramótakona en hér er hún á áramótunum 2020. Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég held það sé þegar ég fór til Flórída með bestu vinkonu minni að heimsækja aðra bestu vinkonu okkar. Þetta voru fyrstu jólin mín án fjölskyldunnar en þau voru stórskemmtileg. Að hefja daginn á sólbaði og sleppa öllu stressi og stússi var svo frelsandi. Við skemmtum okkur stórkostlega og var aðfangadagurinn í fyrsta sinn bara afslappaður og snerist alfarið um að hafa gaman með gömlum og nýjum vinum. Enda spiluðum við og drukkum langt fram á kvöld… Eða nótt… Allavega mjög lengi. Ég mæli mjög með að brjóta jólarútínuna fyrir þau sem tengja kannski við „Grinchinn“ í mér. Það getur þess vegna bara verið að fara úr bænum, þarf ekki að vera útlönd eða eitthvað svo stórtækt.“ Þunnur en yndislegur jóladagur á Flórída. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þær eru margar en mér dettur í hug fyrsta minningin mín af svona „ÓMÆGOD“ gjöf. Það var GameBoy Advance tölvan sem amma mín heitin gaf mér þegar ég var svona 6 ára. Ég á hana ennþá (týndi henni reyndar og þurfti að nota vasapeninginn minn í nýja haha, elskaði hana það mikið). Amma mín var bóndi í Kanada og ég hitti hana sjaldan, leikurinn sem hún gaf mér með var bóndaleikur sem hét Harvest Moon. Mér fannst ég þannig hafa ákveðna tengingu við hana og enn í dag er HM serían ein af mínum uppáhalds, enda spila ég leikina reglulega.“ Aldís hefur verið tölvusjúk frá blautu barnsbeini. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Hahaha. Ég mun aldrei segja það opinberlega! En ég fékk kartöflu í skóinn einu sinni sem var mikið trauma. Er enn að vinna úr því og hef ekki hagað mér illa síðan.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Það eru ekki margar eftirlifandi en ég er mjög spennt fyrir því að skapa mínar eigin. Kærasti minn bjó til laufabrauð í mörg ár með ömmu sinni sem féll því miður frá í ár. Hann hafði ekki skorið út laufabrauð síðustu ár en erum við bæði spennt fyrir því að taka við keflinu og koma þeirri hefð aftur í gang. Annars er ég móttækileg fyrir góðum jólahefðauppástungum!“ Aldís hefur oft verið niðursokkin í vinnu alveg þar til klukkan slær sex á aðfangadegi. Nú ætlar hún hins vegar að taka sér gott jólafrí. Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „ÖLL Jólastjörnuplatan með Diddú. Ég hlusta bara á hana í desember og sparlega. Minningarnar og nostalgían sem henni fylgir eru svo viðkvæmar og dýrmætar að ég þori ekki að ofhlusta á lögin og fá kannski ógeð á þeim. Svo verð ég að minnast á Miss You Most með Mariah Carey. Hef aldrei heyrt neinn spila það en það er á „aðal-jólaplötu alheimsins“. Yfirgengilega væmin gersemi sem ég grét við sem barn. Voða viðkvæm alltaf á jólunum.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég horfi ekki á jólamyndir, þannig er það bara. En hún var Jólaósk Önnubellu á sínum tíma. Samt grét ég líka alltaf yfir henni. Svo mikið að ég hætti að horfa á jólamyndir haha.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Í forrétt gerum við líklega tartalettur, það er eina reglan sem hefur fylgt mér frá því að ég man eftir mér. Þær hafa breyst með breyttum matarvenjum en trufflu-tartaletturnar mínar hafa eiginlega slegið alla aðra forrétti af borðinu síðustu ár, þó ég segi sjálf frá. Ætla að prófa að gera þær með smá tvisti þetta árið. Svo erum við kolfallin fyrir Wellington steikinni frá Jömm. Ég býð bara spennt allt árið eftir að borða hana. En eftir að ég kynntist kærastanum mínum hefur verið svolítil spenna að prófa eitthvað nýtt eða gera eitthvað sjálf. Við erum að vega og meta: Jömm Wellington, fylltur Vegan kalkúnn frá Gardein eða Vegan steik úr Vegan búðinni. Kærastinn minn er forfallinn pekanhnetuköku aðdáandi þannig ég geri eflaust eina slíka með heimagerðum romm-rúsínu ís. Festi kaup á notaðri ísvél í fyrra sem var bara ein uppáhaldsfjárfesting þess árs. Svo gerum við sörur og smákökur ásamt konfekti sem verður á boðstólnum ásamt öllu hinu“ Aldís og kærasti hennar Kolbeinn Arnbjörnsson. Þau léku bæði í þáttunum Svörtu söndum. Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Það er langt síðan ég hef haft óskalista á jólunum! En þetta árið vandaði ég mig og náði að hripa niður nokkra hluti. Ofarlega er Tufte föðurland úr koluðum-bambus sem Eirberg selur. Mjög spennt fyrir þeim, hljómar svo framtíðarlega eitthvað haha. Svo þarf ég nauðsynlega á nuddi að halda þannig ég er bæði með nuddtæki á lista sem og gjafakort í nudd og nálastungur hjá Helenu, nuddkonu mömmu minnar til margra ára. Krossa fingur hahaha. Svo er ég ein af þeim sem dýrka að fá þunnt umslag með gjafakorti. Ég kann bara ofsalega að meta að fólk gefi mér pening til að nýta sjálf. Mér finnst engin óvirðing í því né leti, jólin eru ótrúlega mikið álag fyrir marga og ég hef svo lítinn áhuga á því að leggja meiri ábyrgð á herðar ástvina minna að finna „fullkomna gjöf akkúrat fyrir mig“. Virkilega fallegt ef fólk hefur samt tök á því og nýtur þess án stressins auðvitað!“ Jól í Toronto. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Snjór um miðjan desember og jólakökubakstur. Diddú í hátalaranum og kertaljós. Snjórinn er samt eiginlega aðalmálið. Ef það er slabb eru jólin off þar til það snjóar.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Skemmtilegast er að ég setti mig í sjálfskipað jólafrí 19. desember. Að vera sjálfstætt starfandi er svo hættulegt svona um hátíðarnar. Enginn gefur manni frí og oftar en ekki hef ég verið vinnandi eins og skepna þar til klukkan slær sex. Þannig ég er mjög spennt fyrir þessu fríi. Planið er nota bene að vera líka búin að bakstri og helstu þrifum FYRIR frí. Vinnulega séð erum við bara að leggja lokahönd á fyrri yfirferð Svörtu Sanda handritanna. Við förum í tökur á næsta ári og undirbúningur hefst vonandi bara þegar vorið nálgast! Einnig verð ég (kannski) byrjuð eitthvað í tökum aftur á tölvuleiknum hjá Myrkur Games (fyrir þá sem hafa heyrt mig segja þetta í nokkur ár þá eru tölvuleikir þannig, tökur geta staðið yfir í nokkur ár haha!). Fyrir utan þetta allt er ég með þónokkur litlu jól með mínum nánustu skipulögð og ætla að vera dugleg að nýta frítímann í samveru með fjölskyldu, vinum og sjálfa mig til að hlaða batteríin. Ég er mikill introvert og þó ég njóti mín oft vel í margmenni og með fólkinu mínu þarf ég líka mikla einveru til að jafna þetta allt út. Tölvuleikjaspil, púsl og bókalestur (ekki hlustun) eru líka á listanum yfir hluti sem ég er spennt fyrir!“
Jól Jólamatur Vegan Jólalög Jólamolar Svörtu sandar Tengdar fréttir Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Skráði sig í leiklistarnám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann. 23. janúar 2022 10:01 Önnur þáttaröð af Svörtu söndum væntanleg: „Mörgum spurningum enn ósvarað“ „Það er búið að gefa grænt ljós á seríu tvö,“ segir Baldvin Z leikstjóri glæpaseríunnar Svörtu sanda í samtali við Vísi. 27. október 2022 16:32 Grunaði ekki að hún myndi landa aðalhlutverki á þessum tímapunkti í lífinu Þáttaröðin Svörtu sandar verður sýnd á Stöð 2 í lok árs. Unga leikkonan Aldís Amah Hamilton fer með aðalhlutverki í þáttunum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Hún segir að um algjört draumaverkefni sé að ræða. 30. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Æðisleg jólaterta með rjómaostakremi Jól Jóladagatal Vísis: Eldingarnar leiftra í Grímsvötnum undir tónum Sigur Rósar Jól Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Skrúfum fyrir kranann Jól
Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01
Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00
Skráði sig í leiklistarnám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann. 23. janúar 2022 10:01
Önnur þáttaröð af Svörtu söndum væntanleg: „Mörgum spurningum enn ósvarað“ „Það er búið að gefa grænt ljós á seríu tvö,“ segir Baldvin Z leikstjóri glæpaseríunnar Svörtu sanda í samtali við Vísi. 27. október 2022 16:32
Grunaði ekki að hún myndi landa aðalhlutverki á þessum tímapunkti í lífinu Þáttaröðin Svörtu sandar verður sýnd á Stöð 2 í lok árs. Unga leikkonan Aldís Amah Hamilton fer með aðalhlutverki í þáttunum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Hún segir að um algjört draumaverkefni sé að ræða. 30. ágúst 2021 11:31