HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 12:31 Talibanar græddu á uppbyggingu fótboltavalla og annara innviða í Katar fyrir HM sem nú stendur yfir. vísir/Getty Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. Breski miðillinn Telegraph greinir frá því að háttsettir aðilar innan Talibanahreyfingarinnar hafi nýtt háar greiðslur fyrir friðarviðræður til þess að fjárfesta í margskonar vinnuvélum sem síðan hafi verið leigðar út til verktaka í Katar. Stór hluti háttsettra aðila innan hreyfingar Talibana var búsettur í Doha, höfuðborg Katar, frá 2013 þar sem þeir tóku þátt í friðarviðræðum við Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin. Katarar hafi fengið leyfi bæði SÞ og Bandaríkjanna til að greiða þeim mánaðarlega þóknun sem nam þúsundum punda, og Katarar með þeim hætti stuðlað að auknum friðarviðræðum við Vesturlönd. Samkvæmt heimildamönnum Telegraph fór stór hluti þess fjár í fjárfestingar á búnaðinum sem hafi svo strax verið leigður katörskum verktökum. Gríðarleg uppbygging á bæði knattspyrnuvöllum og hvers kyns innviðum hefur átt sér stað í Katar frá því að ríkið tryggði sér gestgjafahlutverk HM 2022 árið 2010. „Talibanar fjárfestu ríkulega í uppbyggingunni fyrir HM og mótið var gullgæs. Þeir græddu milljónir,“ er haft eftir heimildamanni Telegraph. „Einhverjir meðlimir Talibana áttu á bilinu sex til tíu stór vinnutæki í Doha og græddu tugi þúsunda punda fyrir hverja vél á mánuði,“ er haft eftir honum enn fremur. Ekkert bendir til misgerða katarskra yfirvalda eða að þau hafi tekið þátt í aðgerðum Talibana. „Opið leyndarmál“ Haji Ahmad Jan, fyrrum ráðherra mála tengd jarðolíu og námum í Afganistan frá 1996 til 2001, er sagður hafa verið milliliður útleigu vélanna til verktaka og byggingarfyrirtækja. „Það var opið leyndarmál í afganska ráðuneytinu í Doha að talibanska viðræðnateymið og pólitískur armur þess fengi vel greitt frá katörskum yfirvöldum og að þeir fjárfestu þeim greiðslum í vinnutæki fyrir HM,“ er haft eftir ónefndum fyrrverandi afgönskum diplómata í Doha. Talibanar voru við völd í Afganistan frá 1996 til 2001, en misstu völd það ár þegar Bandaríkin réðust inn í landið. Eftir að Bandaríkjamenn hófu að draga herafla sinn burt frá ríkinu á síðasta ári hertóku Talibanar fjölda héraða í Afganistan á ný og sneru aftur til valda í ágúst þegar þeir hertóku höfuðborgina Kabúl. HM 2022 í Katar Afganistan Katar Tengdar fréttir Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 HM sem ætti að hefjast í dag | Dauðsföll, spilling og svikin loforð Ef allt væri eðlilegt myndi heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjast í dag, enda mótið hafist annan fimmtudaginn í júní síðustu í þrjú skipti. Biðin er þó lengri í þetta skiptið, eftir umdeildasta heimsmeistaramótinu til þessa. 9. júní 2022 07:02 Íranskar konur telja næsta öruggt að ríkisstjórn Írans fylgist með þeim á HM Kvenkyns stuðningsmenn íranska landsliðsins í fótbolta telja að menn á vegum ríkisstjórnar landsins fylgist með þeim á leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Katar. 29. nóvember 2022 07:30 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 „Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. 16. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Breski miðillinn Telegraph greinir frá því að háttsettir aðilar innan Talibanahreyfingarinnar hafi nýtt háar greiðslur fyrir friðarviðræður til þess að fjárfesta í margskonar vinnuvélum sem síðan hafi verið leigðar út til verktaka í Katar. Stór hluti háttsettra aðila innan hreyfingar Talibana var búsettur í Doha, höfuðborg Katar, frá 2013 þar sem þeir tóku þátt í friðarviðræðum við Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin. Katarar hafi fengið leyfi bæði SÞ og Bandaríkjanna til að greiða þeim mánaðarlega þóknun sem nam þúsundum punda, og Katarar með þeim hætti stuðlað að auknum friðarviðræðum við Vesturlönd. Samkvæmt heimildamönnum Telegraph fór stór hluti þess fjár í fjárfestingar á búnaðinum sem hafi svo strax verið leigður katörskum verktökum. Gríðarleg uppbygging á bæði knattspyrnuvöllum og hvers kyns innviðum hefur átt sér stað í Katar frá því að ríkið tryggði sér gestgjafahlutverk HM 2022 árið 2010. „Talibanar fjárfestu ríkulega í uppbyggingunni fyrir HM og mótið var gullgæs. Þeir græddu milljónir,“ er haft eftir heimildamanni Telegraph. „Einhverjir meðlimir Talibana áttu á bilinu sex til tíu stór vinnutæki í Doha og græddu tugi þúsunda punda fyrir hverja vél á mánuði,“ er haft eftir honum enn fremur. Ekkert bendir til misgerða katarskra yfirvalda eða að þau hafi tekið þátt í aðgerðum Talibana. „Opið leyndarmál“ Haji Ahmad Jan, fyrrum ráðherra mála tengd jarðolíu og námum í Afganistan frá 1996 til 2001, er sagður hafa verið milliliður útleigu vélanna til verktaka og byggingarfyrirtækja. „Það var opið leyndarmál í afganska ráðuneytinu í Doha að talibanska viðræðnateymið og pólitískur armur þess fengi vel greitt frá katörskum yfirvöldum og að þeir fjárfestu þeim greiðslum í vinnutæki fyrir HM,“ er haft eftir ónefndum fyrrverandi afgönskum diplómata í Doha. Talibanar voru við völd í Afganistan frá 1996 til 2001, en misstu völd það ár þegar Bandaríkin réðust inn í landið. Eftir að Bandaríkjamenn hófu að draga herafla sinn burt frá ríkinu á síðasta ári hertóku Talibanar fjölda héraða í Afganistan á ný og sneru aftur til valda í ágúst þegar þeir hertóku höfuðborgina Kabúl.
HM 2022 í Katar Afganistan Katar Tengdar fréttir Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 HM sem ætti að hefjast í dag | Dauðsföll, spilling og svikin loforð Ef allt væri eðlilegt myndi heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjast í dag, enda mótið hafist annan fimmtudaginn í júní síðustu í þrjú skipti. Biðin er þó lengri í þetta skiptið, eftir umdeildasta heimsmeistaramótinu til þessa. 9. júní 2022 07:02 Íranskar konur telja næsta öruggt að ríkisstjórn Írans fylgist með þeim á HM Kvenkyns stuðningsmenn íranska landsliðsins í fótbolta telja að menn á vegum ríkisstjórnar landsins fylgist með þeim á leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Katar. 29. nóvember 2022 07:30 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 „Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. 16. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01
Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00
HM sem ætti að hefjast í dag | Dauðsföll, spilling og svikin loforð Ef allt væri eðlilegt myndi heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjast í dag, enda mótið hafist annan fimmtudaginn í júní síðustu í þrjú skipti. Biðin er þó lengri í þetta skiptið, eftir umdeildasta heimsmeistaramótinu til þessa. 9. júní 2022 07:02
Íranskar konur telja næsta öruggt að ríkisstjórn Írans fylgist með þeim á HM Kvenkyns stuðningsmenn íranska landsliðsins í fótbolta telja að menn á vegum ríkisstjórnar landsins fylgist með þeim á leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Katar. 29. nóvember 2022 07:30
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01
„Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. 16. nóvember 2022 21:31