Segir stærsta hluta nýrra íbúða enda í höndum eignafólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 28. nóvember 2022 22:41 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að almenningur fái húsnæði á viðráðanlegu verði. Vísir/Vilhelm Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Formanni samtaka leigjanda líst ekkert á stöðuna og segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að útvega almenningi húsnæði á viðráðanlegu verði. Í kvöldfréttum okkar kom fram gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Stærstur hluti endar í höndum eignafólks Formaður samtaka leigjanda, Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir að þeim hjá samtökunum lítist ekkert á þróunina. Bæði sé verið að byggja allt of lítið og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði hafi dregist mikið saman frá árinu 2005 miðað við fólksfjölgun. „Frá árunum 2005 til 2022 hefur framleiðni dregist saman um 40%. Bæði er það þannig og að það sem þó er verið að byggja, stærsti hluti íbúða endar í höndunum á lögaðilum og eignarfólki sem er að koma þessu út á leigumarkaðinn. Þannig að þessi þróun hefur gríðarlega slæm áhrif á leigumarkaðinn, bæði skorturinn og það að það séu ekki takmörk á því hverjir geta eignast þær íbúðir sem koma á markað," segir Guðmundur. Aðspurður um hvað sé hægt að gera segir Guðmundur ríkið og sveitarfélögin bera ábyrgð, þau eigi að útvega húsnæði. „Það voru sett húsnæðislög einmitt til að tryggja það að almenningur fengi húsnæði á viðráðanlegu verði. Það stendur líka í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið undirritaður og allir viðaukar við hann, nema sá viðauki sem heimilar íslenskum borgurum að fara með mál sitt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þegar verið er að brjóta á réttindum þeirra þegar kemur að öruggu húsnæði." Þegar talið berst að unga fólkinu og stöðu þeirra segir Guðmundur að þrefalt hærra hlutfall íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum miðað við Norðurlöndin. Það skapar mikla lýðfræðilega hættu að svona ástand skuli viðgangast ár eftir ár. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar kom fram gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Stærstur hluti endar í höndum eignafólks Formaður samtaka leigjanda, Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir að þeim hjá samtökunum lítist ekkert á þróunina. Bæði sé verið að byggja allt of lítið og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði hafi dregist mikið saman frá árinu 2005 miðað við fólksfjölgun. „Frá árunum 2005 til 2022 hefur framleiðni dregist saman um 40%. Bæði er það þannig og að það sem þó er verið að byggja, stærsti hluti íbúða endar í höndunum á lögaðilum og eignarfólki sem er að koma þessu út á leigumarkaðinn. Þannig að þessi þróun hefur gríðarlega slæm áhrif á leigumarkaðinn, bæði skorturinn og það að það séu ekki takmörk á því hverjir geta eignast þær íbúðir sem koma á markað," segir Guðmundur. Aðspurður um hvað sé hægt að gera segir Guðmundur ríkið og sveitarfélögin bera ábyrgð, þau eigi að útvega húsnæði. „Það voru sett húsnæðislög einmitt til að tryggja það að almenningur fengi húsnæði á viðráðanlegu verði. Það stendur líka í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið undirritaður og allir viðaukar við hann, nema sá viðauki sem heimilar íslenskum borgurum að fara með mál sitt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þegar verið er að brjóta á réttindum þeirra þegar kemur að öruggu húsnæði." Þegar talið berst að unga fólkinu og stöðu þeirra segir Guðmundur að þrefalt hærra hlutfall íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum miðað við Norðurlöndin. Það skapar mikla lýðfræðilega hættu að svona ástand skuli viðgangast ár eftir ár.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira