Segir lögreglumann hafa brotið tölvuskjá sinn á bjórkvöldi í sal Gróttu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 18:56 Ísleifur var að skemmta á bjórkvöldi menntaskólanema í sal Gróttu á Seltjarnarnesi. Instagram Rapparinn Ísleifur Eldur Illugason segir lögreglumann hafa brotið skjá tölvu sinnar síðastliðið föstudagskvöld. Ísleifur var að skemmta á bjórkvöldi menntaskólanema í sal Gróttu á Seltjarnarnesi. Fjölmennt lið lögreglu mætti á svæðið með mikinn viðbúnað og leysti upp samkvæmið. Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar málsins þar sem þau segjast hafa verið nörruð til að leigja ungmennum salinn. Hrópaði og beindi að honum piparúða Ísleifur birti færslu á Instagram í dag þar sem hann sakar lögreglumann um að hafa brotið skjá á tölvunni sinni. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og sendi myndband af atvikinu sem sjá má hér að neðan. „Já, neðsti parturinn á skjá tölvunnar brotnaði við harklegar aðfarir lögreglumanns sem skellti tölvunni aftur. Hann var allt í einu mættur, hrópaði á mig og skipaði mér að hætta að spila. Svo skellti hann aftur tölvunni ansi harkalega og beindi að mér piparúða eða einhverju. Ekki veit ég hvers vegna, það var alveg óskiljanlegt," segir Ísleifur. Þetta gerðist á nokkrum sekúndum en ég var hvorki að mótmæla né streitast á móti á nokkurn hátt. Ísleifur segist hafa sent lögreglunni kvörtun og beðið um viðbrögð og viðtal vegna atviksins. Hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð. Varð ekki var við neitt óeðlilegt Aðspurður um hvernig stemningin hafi verið þetta kvöld og ástæður þess að lögreglan mætti á svæðið segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég veit minnst um þetta kvöld, enda átti ég engan þátt í að skipuleggja það og var bara ráðinn til að spila. Þetta var bara venjulegt bjórkvöld, sýndist mér, eins og allir framhaldsskólanemar þekkja,“ segir Ísleifur. Hann segist jafnframt ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt og engan æsing. „Koma lögreglunnar var það eina óvenjulega við þetta kvöld og sérstaklega hversu margir mættu.“ Lögreglan Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar málsins þar sem þau segjast hafa verið nörruð til að leigja ungmennum salinn. Hrópaði og beindi að honum piparúða Ísleifur birti færslu á Instagram í dag þar sem hann sakar lögreglumann um að hafa brotið skjá á tölvunni sinni. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og sendi myndband af atvikinu sem sjá má hér að neðan. „Já, neðsti parturinn á skjá tölvunnar brotnaði við harklegar aðfarir lögreglumanns sem skellti tölvunni aftur. Hann var allt í einu mættur, hrópaði á mig og skipaði mér að hætta að spila. Svo skellti hann aftur tölvunni ansi harkalega og beindi að mér piparúða eða einhverju. Ekki veit ég hvers vegna, það var alveg óskiljanlegt," segir Ísleifur. Þetta gerðist á nokkrum sekúndum en ég var hvorki að mótmæla né streitast á móti á nokkurn hátt. Ísleifur segist hafa sent lögreglunni kvörtun og beðið um viðbrögð og viðtal vegna atviksins. Hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð. Varð ekki var við neitt óeðlilegt Aðspurður um hvernig stemningin hafi verið þetta kvöld og ástæður þess að lögreglan mætti á svæðið segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég veit minnst um þetta kvöld, enda átti ég engan þátt í að skipuleggja það og var bara ráðinn til að spila. Þetta var bara venjulegt bjórkvöld, sýndist mér, eins og allir framhaldsskólanemar þekkja,“ segir Ísleifur. Hann segist jafnframt ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt og engan æsing. „Koma lögreglunnar var það eina óvenjulega við þetta kvöld og sérstaklega hversu margir mættu.“
Lögreglan Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira