Safnað fyrir fimmtán ára pilt sem slasaðist illa í bruna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 17:35 Foreldrar Sigurgeirs, þau Ísak og Noi reka verslunina Ásbyrgi en sjá ekki fram á að geta sinnt rekstrinum meðfram bataferli sonarins. Facebook „Hann er núna á brunadeildinni í Uppsölum og er haldið sofandi. Mér skilst að það sé allt samkvæmt áætlun en það er löng og erfið barátta framundan. Langur og hægur batavegur,“ segir Jón Ármann Gíslason sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði. Hrundið hefur verið af stað söfnun til að styðja við bakið á hinum 15 ára gamla Sigurgeir Sankla Ísakssyni og foreldrum hans en Sigurgeir hlaut alvarleg brunasár í síðustu viku og dvelur nú á sérhæfðri brunadeild á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Ísak Sigurgeirsson og Noi Senee Sankla eru búsett í Kelduhverfi á Kópaskeri ásamt Sigurgeiri syni sínum og starfrækja þar verslunina Ásbyrgi. Jón Ármann er sóknarprestur á staðnum og er í forsvari fyrir söfnunina. Slysið átti sér stað fyrir viku síðan. Jón Ármann segir tildrög slyssins óljós og því er enn ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerðist, annað en það að um óhapp með eld hafi verið að ræða. „Þetta eru bæði annars og þriðja stigs brunasár, hann slasaðist mikið og brunasárin þekja stóran hluta af líkamanum,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi og bætir við að þökk sé skjótum viðbrögðum hafi verið hægt að koma Sigurgeiri undir læknishendur í tæka tíð. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var síðan tekin ákvörðun um að senda hann á háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, þar sem mikil sérþekking er á meiðslum af þessu tagi. Ísak og Noi fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun löng endurhæfing taka við. Margt smátt gerir eitt stórt Í færslu sem Jón Ármann birtir á Facebook segir hann að þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau Ísak og Noi starfrækja verslunina Ásbyrgi og byggja lífsafkomu sína á þeim rekstri. Eðlilega munu þau ekki sinnt rekstrinum með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. „Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar. Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ ritar Jón Ármann í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann mikinn samhug ríkja í litla bæjarfélaginu og slíkt sé ómetanlegt. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en þau finna fyrir þessum mikla hlýhug og samkennd og eru þakklát fyrir það.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á Sigurgeiri og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Kennitala: 590269-6119 Banki: 0192-26-30411 Norðurþing Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Ísak Sigurgeirsson og Noi Senee Sankla eru búsett í Kelduhverfi á Kópaskeri ásamt Sigurgeiri syni sínum og starfrækja þar verslunina Ásbyrgi. Jón Ármann er sóknarprestur á staðnum og er í forsvari fyrir söfnunina. Slysið átti sér stað fyrir viku síðan. Jón Ármann segir tildrög slyssins óljós og því er enn ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerðist, annað en það að um óhapp með eld hafi verið að ræða. „Þetta eru bæði annars og þriðja stigs brunasár, hann slasaðist mikið og brunasárin þekja stóran hluta af líkamanum,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi og bætir við að þökk sé skjótum viðbrögðum hafi verið hægt að koma Sigurgeiri undir læknishendur í tæka tíð. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var síðan tekin ákvörðun um að senda hann á háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, þar sem mikil sérþekking er á meiðslum af þessu tagi. Ísak og Noi fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun löng endurhæfing taka við. Margt smátt gerir eitt stórt Í færslu sem Jón Ármann birtir á Facebook segir hann að þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau Ísak og Noi starfrækja verslunina Ásbyrgi og byggja lífsafkomu sína á þeim rekstri. Eðlilega munu þau ekki sinnt rekstrinum með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. „Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar. Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ ritar Jón Ármann í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann mikinn samhug ríkja í litla bæjarfélaginu og slíkt sé ómetanlegt. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en þau finna fyrir þessum mikla hlýhug og samkennd og eru þakklát fyrir það.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á Sigurgeiri og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Kennitala: 590269-6119 Banki: 0192-26-30411
Norðurþing Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira