Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 22:47 Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, segir ýmislegt í dómi Landsréttar ekki nógu vel rökstutt. Vísir/Sigurjón Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í héraðsdómi fyrir rúmu ári síðan. Landsréttur lengdi dóminn í tuttugu ár en byggði hann á refsiþyngingarástæðum en ekki refsihækkunarástæðum. „Þau ákvæði sem Landsréttur byggir á eru þess eðlis að þau eiga að koma til álita við mat á því hver refsingin er innan refsirammans,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Í manndrápsmálum er hámark refsingar sextán ár og refsiþyngingarástæður því mat á hvort refsingin eigi að vera fimm, tíu eða sextán ár. Refsihækkunarástæður geta hins vegar orðið til þess að menn séu dæmdir í lengra fangelsi en refsiramminn er, til dæmis tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp þrátt fyrir að refsiramminn sé að sextán árum. „Í þessu tilviki verður ekki séð að Landsréttur hafi vísað í neinar refsihækkunarlagaheimildir og því teljum við hann ekki standast,“ segir Oddgeir. Eftirlit með bifreið metið til jafns við morð Því hafi Landsréttur ekki getað, miðað við forsendurnar, dæmt Angjelin í lengra fangelsi en sextán ár. Ýmislegt annað sé athugavert við dóminn, til dæmis að þremenningarnir Murat Selivrada, Claudia Carvalho og Shpetim Qerimi hafi verið sakfelld fyrir samverknað þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki verið á staðnum þegar morðið var framið. „Eins og að benda á hvar bíll sé staðsettur eða hvort hann fari af stað í miðbæ Reykjavíkur, sem er talið vera fullgilt á við morð af yfirlögðu ráði,“ segir Oddgeir „Þá má spyrja: Hvenær getur einstaklingur verið hlutdeildarmaður, sem aðstoðar einhvern við að fremja brot, þegar þetta er fullur samverknaður. Vilja að málið fari fyrir Hæstarétt Þar að auki séu til staðar efasemdir um ásetning þremenninganna, hvort þau hafi vitað hvað væri framundan. „Hvað vissu þau á þeim tímapunkti, með fullri vissu, hvað minn skjólstæðingur ætlaði að gera síðar.“ Oddgeir, Geir Gestsson verjandi Murats, Steinbergur Finnbogason verjandi Claudiu og Leó Daðason verjandi Shpetims hafa allir staðfest í samtali við fréttastofu að skjólstæðingar þeirra hafi annað hvort sent inn beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til ríkissaksóknara eða ætli að gera það á næstu dögum. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í héraðsdómi fyrir rúmu ári síðan. Landsréttur lengdi dóminn í tuttugu ár en byggði hann á refsiþyngingarástæðum en ekki refsihækkunarástæðum. „Þau ákvæði sem Landsréttur byggir á eru þess eðlis að þau eiga að koma til álita við mat á því hver refsingin er innan refsirammans,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Í manndrápsmálum er hámark refsingar sextán ár og refsiþyngingarástæður því mat á hvort refsingin eigi að vera fimm, tíu eða sextán ár. Refsihækkunarástæður geta hins vegar orðið til þess að menn séu dæmdir í lengra fangelsi en refsiramminn er, til dæmis tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp þrátt fyrir að refsiramminn sé að sextán árum. „Í þessu tilviki verður ekki séð að Landsréttur hafi vísað í neinar refsihækkunarlagaheimildir og því teljum við hann ekki standast,“ segir Oddgeir. Eftirlit með bifreið metið til jafns við morð Því hafi Landsréttur ekki getað, miðað við forsendurnar, dæmt Angjelin í lengra fangelsi en sextán ár. Ýmislegt annað sé athugavert við dóminn, til dæmis að þremenningarnir Murat Selivrada, Claudia Carvalho og Shpetim Qerimi hafi verið sakfelld fyrir samverknað þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki verið á staðnum þegar morðið var framið. „Eins og að benda á hvar bíll sé staðsettur eða hvort hann fari af stað í miðbæ Reykjavíkur, sem er talið vera fullgilt á við morð af yfirlögðu ráði,“ segir Oddgeir „Þá má spyrja: Hvenær getur einstaklingur verið hlutdeildarmaður, sem aðstoðar einhvern við að fremja brot, þegar þetta er fullur samverknaður. Vilja að málið fari fyrir Hæstarétt Þar að auki séu til staðar efasemdir um ásetning þremenninganna, hvort þau hafi vitað hvað væri framundan. „Hvað vissu þau á þeim tímapunkti, með fullri vissu, hvað minn skjólstæðingur ætlaði að gera síðar.“ Oddgeir, Geir Gestsson verjandi Murats, Steinbergur Finnbogason verjandi Claudiu og Leó Daðason verjandi Shpetims hafa allir staðfest í samtali við fréttastofu að skjólstæðingar þeirra hafi annað hvort sent inn beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til ríkissaksóknara eða ætli að gera það á næstu dögum. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18
Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14
„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“