Bræður berjast fyrir bótum vegna Brúneggjamálsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2022 11:26 Tryggvi Aðalbjörnsson var verðlaunaður af Blaðamannafélagi Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku sína í umfjöllun Kveiks um Brúnegg. Hér er hann í spyrilssætinu í Kveik þar sem hann spurði Kristinn Gylfa hjá Brúneggjum spjörunum úr. Kveikur Aðalmeðferð í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta er í annað skiptið sem eggjaframleiðendurnir láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um eggjaframleiðsluna hjá Brúneggjum vakti mikla athygli. Þar kom fram að að Brúnegg hefðu til lengri tíma merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að hafa uppfyllt skilyrði til þess. Þá hefði Matvælastofnun ekki upplýst neytendur um málið. Brúnegg var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Stefnendur eru tvö félög í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona, en þrotabú Brúneggja framseldi allar skaðabótakröfur sínar. Þeir telja fréttaflutning RÚV hafa verið rangan og MAST farið út fyrir valdsvið sitt með upplýsingagjöf til RÚV. Þá snúa kröfur þeirra bræðra einnig að meintu tjóni sem þeir telja sig persónulega hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar Kastljóss. Fram kom á sínum tíma að eggi hefði verið kastað í hús Kristins Gylfa. Fréttablaðið greindi frá því í september að meðal þeirra sem gefa skýrslu fyrir dómi eru Kristinn Gylfi, Jón Gíslason fyrrverandi forstjóri MAST og Tryggvi Aðalbjörnsson, fréttamaður Kveiks em hlaut blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun sína árið 2017. Umsögn dómnefndar um blaðamannaverðlaun Tryggva Tryggvi fletti ofan af einu stærsta neytenda- og dýravelferðarmáli undanfarinna ára með umfjöllun sinni um illa meðferð á varphænsnum hjá Brúneggjum. Mánuðum saman safnaði Tryggvi miklum upplýsingum frá Matvælastofnun sem sýndu marg ítrekuð brot Brúneggja á lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð alifugla. Einnig sýndu gögnin hvernig neytendur hafa verið blekktir árum saman með merkingum Brúneggja um vistvæna framleiðslu, þrátt fyrir að hafa aldrei uppfyllt reglur um slíkt. Af þessu vissi Matvælastofnun, en upplýsti ekki. Eftirlitsstofnanir eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi en til þess að þær virki sem skyldi þurfa þær að hafa bit þegar á þarf að halda. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um brotalamir fyrirtækja og blekkingar. Það er ekki síður mikilvægt að fjölmiðlar upplýsi um máttleysi eftirlitsstofnana þegar að þær bregðast svo hægt sé að krefjast úrbóta. Málið hefur þegar komið til kasta héraðsdóms. Í desember 2021 vísaði héraðsdómur málinu frá en Landsréttur var ósammála þeirri niðurstöðu í héraði. Taka skyldi málið fyrir í héraðsdómi. Aðalmeðferð stendur yfir í dómsal 201 í dag og á morgun. Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks sagðist í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í fyrra ekki hafa neinar áhyggjur af málsókninni sjálfri. Málið hefði verið vel unnið og öll gögn enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Að hennar mati væri málsóknin óþarfi, þó vissulega hefðu allir rétt á að fá lausn sinna mála fyrir dómstólum, telji þeir á sér brotið. „Þarna eru bara ekki forsendur fyrir því.“ Dómsmál Brúneggjamálið Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Brúneggjamálinu vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. 22. desember 2021 16:13 Stefna RÚV vegna Brúneggjaumfjöllunar Kastljóss Eigendur fyrirtækisins Brúneggja hafa stefnt Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun vegna umfjöllunar Kastljóss um fyrirtækið, síðla árs 2016. 25. mars 2021 19:39 Þrotabú Brúneggja vill tíu milljónir frá eigandanum Það er vegna láns sem Brúnegg veitti fjárfestingafélaginu Geysi skömmu fyrir gjaldþrot Brúneggja. Geysir er í eigu framkvæmdastjórans og er einnig í gjaldþrotameðferð. 19. ágúst 2020 07:20 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um eggjaframleiðsluna hjá Brúneggjum vakti mikla athygli. Þar kom fram að að Brúnegg hefðu til lengri tíma merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að hafa uppfyllt skilyrði til þess. Þá hefði Matvælastofnun ekki upplýst neytendur um málið. Brúnegg var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Stefnendur eru tvö félög í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona, en þrotabú Brúneggja framseldi allar skaðabótakröfur sínar. Þeir telja fréttaflutning RÚV hafa verið rangan og MAST farið út fyrir valdsvið sitt með upplýsingagjöf til RÚV. Þá snúa kröfur þeirra bræðra einnig að meintu tjóni sem þeir telja sig persónulega hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar Kastljóss. Fram kom á sínum tíma að eggi hefði verið kastað í hús Kristins Gylfa. Fréttablaðið greindi frá því í september að meðal þeirra sem gefa skýrslu fyrir dómi eru Kristinn Gylfi, Jón Gíslason fyrrverandi forstjóri MAST og Tryggvi Aðalbjörnsson, fréttamaður Kveiks em hlaut blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun sína árið 2017. Umsögn dómnefndar um blaðamannaverðlaun Tryggva Tryggvi fletti ofan af einu stærsta neytenda- og dýravelferðarmáli undanfarinna ára með umfjöllun sinni um illa meðferð á varphænsnum hjá Brúneggjum. Mánuðum saman safnaði Tryggvi miklum upplýsingum frá Matvælastofnun sem sýndu marg ítrekuð brot Brúneggja á lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð alifugla. Einnig sýndu gögnin hvernig neytendur hafa verið blekktir árum saman með merkingum Brúneggja um vistvæna framleiðslu, þrátt fyrir að hafa aldrei uppfyllt reglur um slíkt. Af þessu vissi Matvælastofnun, en upplýsti ekki. Eftirlitsstofnanir eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi en til þess að þær virki sem skyldi þurfa þær að hafa bit þegar á þarf að halda. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um brotalamir fyrirtækja og blekkingar. Það er ekki síður mikilvægt að fjölmiðlar upplýsi um máttleysi eftirlitsstofnana þegar að þær bregðast svo hægt sé að krefjast úrbóta. Málið hefur þegar komið til kasta héraðsdóms. Í desember 2021 vísaði héraðsdómur málinu frá en Landsréttur var ósammála þeirri niðurstöðu í héraði. Taka skyldi málið fyrir í héraðsdómi. Aðalmeðferð stendur yfir í dómsal 201 í dag og á morgun. Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks sagðist í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í fyrra ekki hafa neinar áhyggjur af málsókninni sjálfri. Málið hefði verið vel unnið og öll gögn enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Að hennar mati væri málsóknin óþarfi, þó vissulega hefðu allir rétt á að fá lausn sinna mála fyrir dómstólum, telji þeir á sér brotið. „Þarna eru bara ekki forsendur fyrir því.“
Umsögn dómnefndar um blaðamannaverðlaun Tryggva Tryggvi fletti ofan af einu stærsta neytenda- og dýravelferðarmáli undanfarinna ára með umfjöllun sinni um illa meðferð á varphænsnum hjá Brúneggjum. Mánuðum saman safnaði Tryggvi miklum upplýsingum frá Matvælastofnun sem sýndu marg ítrekuð brot Brúneggja á lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð alifugla. Einnig sýndu gögnin hvernig neytendur hafa verið blekktir árum saman með merkingum Brúneggja um vistvæna framleiðslu, þrátt fyrir að hafa aldrei uppfyllt reglur um slíkt. Af þessu vissi Matvælastofnun, en upplýsti ekki. Eftirlitsstofnanir eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi en til þess að þær virki sem skyldi þurfa þær að hafa bit þegar á þarf að halda. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um brotalamir fyrirtækja og blekkingar. Það er ekki síður mikilvægt að fjölmiðlar upplýsi um máttleysi eftirlitsstofnana þegar að þær bregðast svo hægt sé að krefjast úrbóta.
Dómsmál Brúneggjamálið Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Brúneggjamálinu vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. 22. desember 2021 16:13 Stefna RÚV vegna Brúneggjaumfjöllunar Kastljóss Eigendur fyrirtækisins Brúneggja hafa stefnt Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun vegna umfjöllunar Kastljóss um fyrirtækið, síðla árs 2016. 25. mars 2021 19:39 Þrotabú Brúneggja vill tíu milljónir frá eigandanum Það er vegna láns sem Brúnegg veitti fjárfestingafélaginu Geysi skömmu fyrir gjaldþrot Brúneggja. Geysir er í eigu framkvæmdastjórans og er einnig í gjaldþrotameðferð. 19. ágúst 2020 07:20 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Brúneggjamálinu vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. 22. desember 2021 16:13
Stefna RÚV vegna Brúneggjaumfjöllunar Kastljóss Eigendur fyrirtækisins Brúneggja hafa stefnt Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun vegna umfjöllunar Kastljóss um fyrirtækið, síðla árs 2016. 25. mars 2021 19:39
Þrotabú Brúneggja vill tíu milljónir frá eigandanum Það er vegna láns sem Brúnegg veitti fjárfestingafélaginu Geysi skömmu fyrir gjaldþrot Brúneggja. Geysir er í eigu framkvæmdastjórans og er einnig í gjaldþrotameðferð. 19. ágúst 2020 07:20