Eingöngu kennt á ensku í Hallormsstaðaskóla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2022 20:05 Bryndís Fiona Ford er skólameistari Hallormsstaðaskóla. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtán nemendur eru nú í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað þar sem fjölbreytt kennsla fer fram. Allt nám í skólanum er kennt á ensku. Í rúm 90 ár hefur verið starfrækt fræðslu- og menningarsetur á Hallormsstað. Í skólanum í dag er m.a. lögð áhersla á samtal við fortíðina, þekkingu handarinnar, skapandi sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila þvert á fræði og fög. Nemendur læra til dæmis að vefa í skólanum, töluvert er unnið með íslenska ullina og þá er alltaf nóg að gera í eldhúsinu, t.d. var tekið slátur í haust. „Við erum að kenna þar sem var kennt hérna 1930. Við erum að dusta rykið af gömlu kennslubókunum og við erum að fara ofan í efnafræðina, við erum að kynna okkur hráefnin, auðlindina og við erum að einblína á sjálfbærni leiðina og nýtingarmöguleika á því, sem við höfum. Við Íslendingar þurfum sannarlega að taka okkur mikið á þegar við förum út í búð og kaupum norska klaka eða eins og núna þegar jólahátíðin er að koma, að könglarnir í jólaskreytingarnar eru flestir innfluttir,” segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. Í dag eru 15 nemendur í skólanum, íslenskir og erlendir. Auk þess eru fjöldi nemenda í svokölluðu hlutanámi. En það vekur athygli að námið fer fram á ensku, ekki íslensku. Hvað veldur? „Það er vegna þess að erum að fá meiri athygli erlendis frá fyrir það nám, sem við erum að kenna og hingað sækja erlendir nemendur og þar að leiðandi erum við að kenna á ensku,” segir Bryndís Fiona. Serena Pedrana er frá Ítalíu en býr á Akureyri. Hún er mjög ánægð með að vera nemandi á Hallormsstað. „Já, það er gaman gera eitthvað annað, breyta til, koma hingað og vera í skólanum, þetta er skemmtilegt,” segir Serena. Serena Pedrana, sem er frá Ítalíu en býr á Akureyri er mjög ánægð með að vera nemandi á Hallormsstað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Í rúm 90 ár hefur verið starfrækt fræðslu- og menningarsetur á Hallormsstað. Í skólanum í dag er m.a. lögð áhersla á samtal við fortíðina, þekkingu handarinnar, skapandi sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila þvert á fræði og fög. Nemendur læra til dæmis að vefa í skólanum, töluvert er unnið með íslenska ullina og þá er alltaf nóg að gera í eldhúsinu, t.d. var tekið slátur í haust. „Við erum að kenna þar sem var kennt hérna 1930. Við erum að dusta rykið af gömlu kennslubókunum og við erum að fara ofan í efnafræðina, við erum að kynna okkur hráefnin, auðlindina og við erum að einblína á sjálfbærni leiðina og nýtingarmöguleika á því, sem við höfum. Við Íslendingar þurfum sannarlega að taka okkur mikið á þegar við förum út í búð og kaupum norska klaka eða eins og núna þegar jólahátíðin er að koma, að könglarnir í jólaskreytingarnar eru flestir innfluttir,” segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. Í dag eru 15 nemendur í skólanum, íslenskir og erlendir. Auk þess eru fjöldi nemenda í svokölluðu hlutanámi. En það vekur athygli að námið fer fram á ensku, ekki íslensku. Hvað veldur? „Það er vegna þess að erum að fá meiri athygli erlendis frá fyrir það nám, sem við erum að kenna og hingað sækja erlendir nemendur og þar að leiðandi erum við að kenna á ensku,” segir Bryndís Fiona. Serena Pedrana er frá Ítalíu en býr á Akureyri. Hún er mjög ánægð með að vera nemandi á Hallormsstað. „Já, það er gaman gera eitthvað annað, breyta til, koma hingað og vera í skólanum, þetta er skemmtilegt,” segir Serena. Serena Pedrana, sem er frá Ítalíu en býr á Akureyri er mjög ánægð með að vera nemandi á Hallormsstað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira