Fótbolti

Hjörtur og félagar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hjörtur Hermannsson lék allann leikinn í öruggum sigri Pisa.
Hjörtur Hermannsson lék allann leikinn í öruggum sigri Pisa. Gabriele Masotti/Getty Images

Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa unnu öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Ternana í ítölsku B-deildinni í fótbolta í kvöld þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Hjörtur lék allann leikinn í hjarta varnarinnar hjá Pisa, en það var Matteo Tramoni sem kom liðinu yfir á 19. mínútu áður en Pietro Beruatto tvöfaldaði forystu Pisa eftir rúmlega hálftíma leik.

Federico Barba bætti svo þriðja marki liðsins við þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en Anthony Partipilo minnkaði muninn fyrir Ternana á lokamínútu fyrri hálfleiksins og þar við sat.

Niðurstaðan því öruggur 3-1 sigur Hjartar og félaga og liðið situr nú í tíunda sæti B-deildarinnar með 18 stig eftir 14 leiki, fjórum stigum minna en Ternana sem situr í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×