Staðan á Seyðisfirði mun betri núna en fyrir tveimur árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 12:45 Að sögn yfirlögregluþjóns er staðan mun betri á Seyðisfirði núna en fyrir tveimur árum, í aðdraganda aurskriða í bænum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að óvissuástand vegna skriðuhættu verðu áfram í gildi fram yfir helgi. Minna hafi rignt en búist var við og staðan mun betri en þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir tveimur árum. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir á Austurlandi á miðvikudag vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í þessum mánuði og grunnvatnsstaða há. Sérstaklega hefur verið fylgst með Seyðisfirði vegna mikilla skriða sem féllu þar fyrir um tveimur árum við svipaðar aðstæður. Í haust hefur mælst hreyfing í Neðri-Botnum og Þófa en mest hefur hreyfingin verið við Búðarhrygg. „Staðan á Seyðisfirði varðandi óvissustigið er óbreytt og ég geri ráð fyrir að það verði á áfram fram yfir helgi,“segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi. Úrkoma hafi þá verð talsvert minni en gert var ráð fyrir. „Eins hefur hreyfing lítil sem engin verið í skriðum og hlíðum þannig að þetta lítur prýðilega út akkúrat núna en enn er fylgst grannt með. Bæði með vöktun mæla og eins eftirlitsferðir ofanflóðaeftirlitsmanna frá Veðurstofu,“ segir Kristján. Staðan á Seyðisfirði nú sé mun betri en hún var 2020. „Þrátt fyrir þessar rigningar sem hafa verið núna síðustu vikur þá er úrkomumagnið minna en það var 2020 þannig að því leytinu til er staðan talsvert önnur. Auk þess sem mælar, vöktun og svo framvegis er orðin mun meiri á Seyðisifrði en hún var þá og Eskifirði líka,“ segir Kristján. Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. 23. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir á Austurlandi á miðvikudag vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í þessum mánuði og grunnvatnsstaða há. Sérstaklega hefur verið fylgst með Seyðisfirði vegna mikilla skriða sem féllu þar fyrir um tveimur árum við svipaðar aðstæður. Í haust hefur mælst hreyfing í Neðri-Botnum og Þófa en mest hefur hreyfingin verið við Búðarhrygg. „Staðan á Seyðisfirði varðandi óvissustigið er óbreytt og ég geri ráð fyrir að það verði á áfram fram yfir helgi,“segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi. Úrkoma hafi þá verð talsvert minni en gert var ráð fyrir. „Eins hefur hreyfing lítil sem engin verið í skriðum og hlíðum þannig að þetta lítur prýðilega út akkúrat núna en enn er fylgst grannt með. Bæði með vöktun mæla og eins eftirlitsferðir ofanflóðaeftirlitsmanna frá Veðurstofu,“ segir Kristján. Staðan á Seyðisfirði nú sé mun betri en hún var 2020. „Þrátt fyrir þessar rigningar sem hafa verið núna síðustu vikur þá er úrkomumagnið minna en það var 2020 þannig að því leytinu til er staðan talsvert önnur. Auk þess sem mælar, vöktun og svo framvegis er orðin mun meiri á Seyðisifrði en hún var þá og Eskifirði líka,“ segir Kristján.
Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. 23. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Sjá meira
Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. 23. nóvember 2022 17:46