Undirbúa leiðtoga framtíðarinnar AFS 25. nóvember 2022 08:51 Ingunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. „AFS, alþjóðlegu friðar- og fræðslusamtökin, bjóða upp á skiptinám, ungmennaskipti og tungumálaskóla. Samtökin starfa í um 60 löndum og eiga rætur sínar að rekja til ársins 1915 sem sjálfboðaliðasamtök. Það var svo árið 1947 að samtökin hófu að senda ungt fólk milli landa í skiptinám og var tilgangurinn að byggja brýr á milli mismunandi menningarheima og taka þannig skerf í átt að friðsælli og skilningsríkari heimi. Kjarni starfseminnar er að gefa nemendum og öðrum þátttakendum tækifæri til að kynnast heiminum og öðlast menningarlæsi en eitt helsta meginstarf AFS felst í því að undirbúa og efla leiðtoga framtíðarinnar og gera þá að alþjóðlegum virkum borgurum,“ segir Ingunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. AFS samtökin eru óhagnaðardrifin og er starf sjálfboðaliða hornsteinn starfseminnar en á meðan á skiptináminu stendur veita sjálfboðaliðar nemendum og fjölskyldum virkan stuðning og stíga þegar inn ef eitthvað bjátar á. Ingunn segir starfið byggja á traustum grunni en samtökin starfa í um 60 löndum og hafa verið til sem slík í 75 ár. Fjöldi íslenskra ungmenna fara sem skiptinemar á vegum AFS á hverju ári. „Hjá samtökunum er að finna gríðarlega reynslu og mikil fagmennska ræður öllu okkar starfi. Sjálfboðaliðarnir styðja vel við nemanna og samfélag þeirra er mjög sterkt og öflugt. AFS hefur á að skipa alþjóðlegu áhættu- og öryggisteymi sem metur öryggi landa og svæða og þróað hefur verið öflugt öryggisnet, með umfangsmiklum tryggingum og vel þjálfuðu starfsfólki sem hefur mikla reynslu í að bregðast við ólíkum aðstæðum. Þá er neyðarsími samtakanna mannaður allan sólarhringinn alla daga ársins,“ útskýrir Ingunn. Dýpka skilning á mismunandi menningarheimum Eitt helsta meginstarf AFS felst í því að undirbúa og efla leiðtoga framtíðarinnar og er mikil áhersla lögð á þjálfun og undirbúning áður en skiptinámið hefst, á meðan á því stendur og eftir að því líkur. Færni til þess að setja sig í spor annarra, skilningur á ólíkri menningu og góð samskipti spila stórt hlutverk „Það er alveg ljóst að þessi færni er að verða sífellt mikilvægari. Samfélag okkar verður fjölbreyttara og fjölþjóðlegra með hverjum degi og þessi þróun endurspeglast að sjálfsögðu í sífellt fjölbreyttari starfsmannahópi margra fyrirtækja og stofnana. Allir nemendur, bæði þeir sem fara erlendis í skiptinám, sem og nemendur sem koma í skiptinám til Íslands, fara í gegnum mikla þjálfun þar sem lögð er áhersla á að þau læri að þekkja sig og sín viðbrögð,“ útskýrir Ingunn. „Þau fá þjálfun í að lesa rétt í mismunandi aðstæður og leiðbeiningar sem dýpka skilning á mismunandi sjónarmiðum og menningarheimum, efla aðlögunarhæfni, sköpun, samúð og samkennd, svo eitthvað sé nefnt. Þeim eru gefin tæki og tól til að láta gott af sér leiða eftir skiptinámið, hvort heldur sem er þeir sem einstaklingar eða í gegnum sjálfboðastarf AFS Nemendum er kennt að setja sig í spor annarra og fá umfangsmikla þjálfun í samskiptum. Það má eiginlega segja að þarna sé verið að þjálfa nemendurna í lykilfærni 21. aldarinnar. Við erum sannfærð um að þessi mikla þjálfun geri nemendur að betri borgurum, geri heiminn betri og stuðli þannig að friði,“ segir Ingunn. Á þessum grunni fékk AFS á Íslandi staðfestingu á því að það telst starfa til almannaheilla, Fyrirtæki sem kjósa að styrkja starfsemina með fjárframlögum eða styrkjum, geta fengið skattaafslátt í samræmi. Íslenskar fjölskyldur taka á móti skiptinemum sem vilja upplifa íslenska menningu. Oft á tíðum verða til dýrmæt sambönd sem endast alla ævi. Opið er fyrir umsóknir Síðan árið 1957 hefur AFS á Íslandi boðið upp á skiptinám erlendis og hafa nemendur farið til ýmissa landa, í Skandinavíu, Evrópu, til Bandaríkjanna, Suður Ameríku og Asíu. Nemendur eru yfirleitt á aldrinum 15 til 18 ára og dvelja flestir yfir skólaárið eða um 10 mánuði. Einnig er boðið upp á 5 mánaða prógrömm og 3 mánaða prógrömm. „Núna erum við að taka á móti umsóknum og enn eru einhver örfá pláss laus á svokallaðan suðurhring en þá leggja nemendur af stað í febrúar, mars á næsta ári. Aðallega erum við þó að horfa á svokallaðan norðurhring núna en þá hefja nemendur námið sitt í ágúst eða september. Svona miklu stuðningsneti og miklum tryggingum fylgir auðvitað tiltekinn kostnaður en flestum finnst það þess virði enda er öryggi nemenda alltaf í fyrirrúmi. Góður afsláttur er gefinn þegar sótt er um norðurhringinn og gengið er frá umsókn fyrir áramót og getur munað töluverðu í verði,“ segir Ingunn. Upplifa veröld ungmenna í viðkomandi landi Ingunn segir AFS skiptinámið er ekki ferðalag frá A til B eða nám með nákvæmri verkefnalýsingu. Nemendur taki yfirleitt út mikinn þroska meðan á náminu stendur. „Við vitum í raun aldrei hvernig skiptinámið muni verða. Nemendur fá tækifæri til að lifa samskonar lífi og ungmenni í dvalarlandinu ganga í sömu skóla, læra tungumálið og býðst að stunda sömu afþreyingu og tómstundir og jafnaldrar þeirra. Við tryggjum að AFS neminn fari í gegnum ákveðið ferli, öryggi sé tryggt eftir bestu getu og að nemandinn fái þann stuðning sem hann þarf á meðan á skiptináminu stendur. Hver og einn þarf svo að lifa í gegnum aðstæðurnar til að sjá hvernig þær móta einstaklinginn og hafa áhrif,“ útskýrir Ingunn. Námið geti reynt á. „Stundum er þetta þrælerfitt. Menning mismunandi þjóða og jafnvel mismunandi kynslóða getur verið svo ólík og hlutir sem þykja sjálfsagðir hér eða þar, eiga bara alls ekki við annars staðar. Þá þurfa nemendur að kunna að lesa rétt í aðstæður og bregðast við með viðeigandi hætti. Á meðan að þau eru að læra um menningu og hefðir annarra eru þau á sama tíma að sýna öðrum sína menningu og kynna þeim sínar hefðir. Þetta er umfangsmikil og mikilvæg þjálfun og kennsla í menningarlæsi og virkri samfélagsþátttöku, bæði hjá þeim sem eru í eiginlegu skiptinámi en líka hjá þeim sem opna heimili sín og hjörtu og bjóða nemandanum að búa hjá sér á meðan á skiptináminu stendur. En það er einmitt í slíkum aðstæðum sem oft á tíðum verða til dýrmæt sambönd sem endast alla ævi.“ „Við tryggjum að AFS neminn fari í gegnum ákveðið ferli, öryggi sé tryggt eftir bestu getu og að nemandinn fái þann stuðning sem hann þarf á meðan á skiptináminu stendur." Lýðháskóli í Danmörku fyrir 18+ vinsæll Síðustu ár hefur AFS einnig boðið upp á svokölluð 18+ prógrömm í samstarfi við önnur AFS samtök, meðal annars Danmörku og Þýskaland. Þátttakendum gefst t.d. tækifæri á að vinna í umhverfisvernd, huga um dýrum eða börnum eða kenna tungumál, svo eitthvað sé nefnt. Ingunn segir lýðháskóla í Danmörku njóta vinsælda en hægt er að velja milli ýmissa landa. „Hið öfluga öryggisnet AFS á einnig við í þessum prógrömmum,“ bendir Ingunn á. Þá bjóða samtökin einnig upp á styttri námskeið fyrir yngri hópa. Styttri tungumálanámskeið í fermingar- og útskriftargjafir „Í fyrrasumar buðum við upp á tveggja vikna tungumálanámskeið í Bretlandi fyrir aldurshópinn 13 til 18 ára og það gafst mjög vel. Í sumar ætlum við því að bjóða upp á fleiri stutt og spennandi sumarnámskeið. Þetta væri til dæmis frábær jólagjöf, fermingargjöf eða útskriftargjöf en þarna er verið að gefa barninu afar dýrmætt veganesti,“ útskýrir Ingunn og segir fleiri tungumálanámskeið í þróun, svo sem spænsku-, ítölsku- eða dönskunámskeið og fyrir fleiri aldurshópa. Allt miði þetta að markmiði samtakanna að efla samfélags- og leiðtogafærni. „AFS telur að menningarlæsi, samskiptafærni, virk samfélagsþátttaka og leiðtogafærni sé færni sem hver og einn getur tileiknað sér, alveg óháð aldri. Að sama skapi hefur AFS litið svo á að þjálfun í ofangreindri færni eigi ekki eingöngu að einskorðast við nemendur sem fara í skiptinám erlendis, heldur er eins og áður segir að færast mjög í vöxt að fyrirtæki og stofnanir hafi á að skipa afar fjölbreyttum og fjölmenningarlegum starfshópum,“ útskýrir Ingunn og segir atvinnulífið meðvitaðra um menningarlæsi starfsmanna geti skipt sköpum og að aukin færni á þessu sviði stuðli að betri starfsanda og samheldni. AFS geti miðlað af reynslu sinni. „Stundum vantar fyrirtækin einhvers konar leiðsögn og aðstoð við innleiðingu og þar hefur AFS á Íslandi komið sterkt inn, þar sem við höfum unnið á þessu sviði í áratugi. Einnig hefur verið mjög vinsælt að fá fulltrúa sjálfboðaliða í heimsókn í grunn- eða framhaldsskóla til að kynna bæði sína reynslu sem skiptinema og hvað getur verið í boði fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka þátt annað hvort í starfi eða fara í skiptinám á vegum AFS,“ segir Ingunn að lokum. Skóla - og menntamál Ferðalög Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
AFS samtökin eru óhagnaðardrifin og er starf sjálfboðaliða hornsteinn starfseminnar en á meðan á skiptináminu stendur veita sjálfboðaliðar nemendum og fjölskyldum virkan stuðning og stíga þegar inn ef eitthvað bjátar á. Ingunn segir starfið byggja á traustum grunni en samtökin starfa í um 60 löndum og hafa verið til sem slík í 75 ár. Fjöldi íslenskra ungmenna fara sem skiptinemar á vegum AFS á hverju ári. „Hjá samtökunum er að finna gríðarlega reynslu og mikil fagmennska ræður öllu okkar starfi. Sjálfboðaliðarnir styðja vel við nemanna og samfélag þeirra er mjög sterkt og öflugt. AFS hefur á að skipa alþjóðlegu áhættu- og öryggisteymi sem metur öryggi landa og svæða og þróað hefur verið öflugt öryggisnet, með umfangsmiklum tryggingum og vel þjálfuðu starfsfólki sem hefur mikla reynslu í að bregðast við ólíkum aðstæðum. Þá er neyðarsími samtakanna mannaður allan sólarhringinn alla daga ársins,“ útskýrir Ingunn. Dýpka skilning á mismunandi menningarheimum Eitt helsta meginstarf AFS felst í því að undirbúa og efla leiðtoga framtíðarinnar og er mikil áhersla lögð á þjálfun og undirbúning áður en skiptinámið hefst, á meðan á því stendur og eftir að því líkur. Færni til þess að setja sig í spor annarra, skilningur á ólíkri menningu og góð samskipti spila stórt hlutverk „Það er alveg ljóst að þessi færni er að verða sífellt mikilvægari. Samfélag okkar verður fjölbreyttara og fjölþjóðlegra með hverjum degi og þessi þróun endurspeglast að sjálfsögðu í sífellt fjölbreyttari starfsmannahópi margra fyrirtækja og stofnana. Allir nemendur, bæði þeir sem fara erlendis í skiptinám, sem og nemendur sem koma í skiptinám til Íslands, fara í gegnum mikla þjálfun þar sem lögð er áhersla á að þau læri að þekkja sig og sín viðbrögð,“ útskýrir Ingunn. „Þau fá þjálfun í að lesa rétt í mismunandi aðstæður og leiðbeiningar sem dýpka skilning á mismunandi sjónarmiðum og menningarheimum, efla aðlögunarhæfni, sköpun, samúð og samkennd, svo eitthvað sé nefnt. Þeim eru gefin tæki og tól til að láta gott af sér leiða eftir skiptinámið, hvort heldur sem er þeir sem einstaklingar eða í gegnum sjálfboðastarf AFS Nemendum er kennt að setja sig í spor annarra og fá umfangsmikla þjálfun í samskiptum. Það má eiginlega segja að þarna sé verið að þjálfa nemendurna í lykilfærni 21. aldarinnar. Við erum sannfærð um að þessi mikla þjálfun geri nemendur að betri borgurum, geri heiminn betri og stuðli þannig að friði,“ segir Ingunn. Á þessum grunni fékk AFS á Íslandi staðfestingu á því að það telst starfa til almannaheilla, Fyrirtæki sem kjósa að styrkja starfsemina með fjárframlögum eða styrkjum, geta fengið skattaafslátt í samræmi. Íslenskar fjölskyldur taka á móti skiptinemum sem vilja upplifa íslenska menningu. Oft á tíðum verða til dýrmæt sambönd sem endast alla ævi. Opið er fyrir umsóknir Síðan árið 1957 hefur AFS á Íslandi boðið upp á skiptinám erlendis og hafa nemendur farið til ýmissa landa, í Skandinavíu, Evrópu, til Bandaríkjanna, Suður Ameríku og Asíu. Nemendur eru yfirleitt á aldrinum 15 til 18 ára og dvelja flestir yfir skólaárið eða um 10 mánuði. Einnig er boðið upp á 5 mánaða prógrömm og 3 mánaða prógrömm. „Núna erum við að taka á móti umsóknum og enn eru einhver örfá pláss laus á svokallaðan suðurhring en þá leggja nemendur af stað í febrúar, mars á næsta ári. Aðallega erum við þó að horfa á svokallaðan norðurhring núna en þá hefja nemendur námið sitt í ágúst eða september. Svona miklu stuðningsneti og miklum tryggingum fylgir auðvitað tiltekinn kostnaður en flestum finnst það þess virði enda er öryggi nemenda alltaf í fyrirrúmi. Góður afsláttur er gefinn þegar sótt er um norðurhringinn og gengið er frá umsókn fyrir áramót og getur munað töluverðu í verði,“ segir Ingunn. Upplifa veröld ungmenna í viðkomandi landi Ingunn segir AFS skiptinámið er ekki ferðalag frá A til B eða nám með nákvæmri verkefnalýsingu. Nemendur taki yfirleitt út mikinn þroska meðan á náminu stendur. „Við vitum í raun aldrei hvernig skiptinámið muni verða. Nemendur fá tækifæri til að lifa samskonar lífi og ungmenni í dvalarlandinu ganga í sömu skóla, læra tungumálið og býðst að stunda sömu afþreyingu og tómstundir og jafnaldrar þeirra. Við tryggjum að AFS neminn fari í gegnum ákveðið ferli, öryggi sé tryggt eftir bestu getu og að nemandinn fái þann stuðning sem hann þarf á meðan á skiptináminu stendur. Hver og einn þarf svo að lifa í gegnum aðstæðurnar til að sjá hvernig þær móta einstaklinginn og hafa áhrif,“ útskýrir Ingunn. Námið geti reynt á. „Stundum er þetta þrælerfitt. Menning mismunandi þjóða og jafnvel mismunandi kynslóða getur verið svo ólík og hlutir sem þykja sjálfsagðir hér eða þar, eiga bara alls ekki við annars staðar. Þá þurfa nemendur að kunna að lesa rétt í aðstæður og bregðast við með viðeigandi hætti. Á meðan að þau eru að læra um menningu og hefðir annarra eru þau á sama tíma að sýna öðrum sína menningu og kynna þeim sínar hefðir. Þetta er umfangsmikil og mikilvæg þjálfun og kennsla í menningarlæsi og virkri samfélagsþátttöku, bæði hjá þeim sem eru í eiginlegu skiptinámi en líka hjá þeim sem opna heimili sín og hjörtu og bjóða nemandanum að búa hjá sér á meðan á skiptináminu stendur. En það er einmitt í slíkum aðstæðum sem oft á tíðum verða til dýrmæt sambönd sem endast alla ævi.“ „Við tryggjum að AFS neminn fari í gegnum ákveðið ferli, öryggi sé tryggt eftir bestu getu og að nemandinn fái þann stuðning sem hann þarf á meðan á skiptináminu stendur." Lýðháskóli í Danmörku fyrir 18+ vinsæll Síðustu ár hefur AFS einnig boðið upp á svokölluð 18+ prógrömm í samstarfi við önnur AFS samtök, meðal annars Danmörku og Þýskaland. Þátttakendum gefst t.d. tækifæri á að vinna í umhverfisvernd, huga um dýrum eða börnum eða kenna tungumál, svo eitthvað sé nefnt. Ingunn segir lýðháskóla í Danmörku njóta vinsælda en hægt er að velja milli ýmissa landa. „Hið öfluga öryggisnet AFS á einnig við í þessum prógrömmum,“ bendir Ingunn á. Þá bjóða samtökin einnig upp á styttri námskeið fyrir yngri hópa. Styttri tungumálanámskeið í fermingar- og útskriftargjafir „Í fyrrasumar buðum við upp á tveggja vikna tungumálanámskeið í Bretlandi fyrir aldurshópinn 13 til 18 ára og það gafst mjög vel. Í sumar ætlum við því að bjóða upp á fleiri stutt og spennandi sumarnámskeið. Þetta væri til dæmis frábær jólagjöf, fermingargjöf eða útskriftargjöf en þarna er verið að gefa barninu afar dýrmætt veganesti,“ útskýrir Ingunn og segir fleiri tungumálanámskeið í þróun, svo sem spænsku-, ítölsku- eða dönskunámskeið og fyrir fleiri aldurshópa. Allt miði þetta að markmiði samtakanna að efla samfélags- og leiðtogafærni. „AFS telur að menningarlæsi, samskiptafærni, virk samfélagsþátttaka og leiðtogafærni sé færni sem hver og einn getur tileiknað sér, alveg óháð aldri. Að sama skapi hefur AFS litið svo á að þjálfun í ofangreindri færni eigi ekki eingöngu að einskorðast við nemendur sem fara í skiptinám erlendis, heldur er eins og áður segir að færast mjög í vöxt að fyrirtæki og stofnanir hafi á að skipa afar fjölbreyttum og fjölmenningarlegum starfshópum,“ útskýrir Ingunn og segir atvinnulífið meðvitaðra um menningarlæsi starfsmanna geti skipt sköpum og að aukin færni á þessu sviði stuðli að betri starfsanda og samheldni. AFS geti miðlað af reynslu sinni. „Stundum vantar fyrirtækin einhvers konar leiðsögn og aðstoð við innleiðingu og þar hefur AFS á Íslandi komið sterkt inn, þar sem við höfum unnið á þessu sviði í áratugi. Einnig hefur verið mjög vinsælt að fá fulltrúa sjálfboðaliða í heimsókn í grunn- eða framhaldsskóla til að kynna bæði sína reynslu sem skiptinema og hvað getur verið í boði fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka þátt annað hvort í starfi eða fara í skiptinám á vegum AFS,“ segir Ingunn að lokum.
Skóla - og menntamál Ferðalög Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira