Segir krónutöluhækkanir gætu jafngilt kaupmáttarrýrnun hjá stórum hópum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2022 07:53 Friðrik segir lága arðsemi háskólamenntunar mögulega eina skýringu lægra menntunarstigs þjóðarinnar. Stöð 2/Arnar Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir kaupmátt láglaunafólks hafa hækkað sexfalt á við aðra frá gerð lífskjarasamningsins. Hann segir að ef krónutöluhækkanir verða aftur ráðandi við gerð kjarasamninga gæti það jafngilt kaupmáttarrýrnun fyrir stóran hluta launafólks. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu segir Friðrik að á meðan kaupmáttaraukning hjá félagsfólki ASÍ í Reykjavík hafi verið um 50 prósent á tímabilinu mars 2019 til janúar 2022, hafi kaupmáttur sérfræðinga BHM hjá ríkinu aukist um 11 prósent og iðnfélaga ASÍ á almennum markaði um 8 prósent. „Fyrirséð er að sú kaupmáttaraukning muni jafnvel þurrkast út á árinu 2022,“ segir Friðrik. Hann segir vandséð að umrædd stéttarfélög fái umboð til „slíkra afarkosta“. Efling hefur krafist krónutöluhækkunar upp á 167 þúsund krónur á þremur árum fyrir alla sína félagsmenn. Ef marka má skrif Friðriks er þó síður en svo almenn sátt með það innan verkalýðshreyfingarinnar að sækja aftur krónutöluhækkun. „Meginmarkmið krónutöluhækkana lífskjarasamningsins var að leiðrétta kjör lágtekjuhópa sem höfðu borið hitann og þungann af miklum hagvexti í lágframleiðnigreinum. Að mörgu leyti nauðsynleg og skiljanleg krafa á þeim tíma en nú er enn og aftur krafist krónutöluhækkana,“ segir hann. „Vafasamar fullyrðingar fylgja um slæma stöðu launafólks á Íslandi og tekjuójöfnuð. Staðreyndin er hins vegar sú að kaupmáttarvegin meðallaun voru með þeim hæstu í heimi á árinu 2021 og hærri en á öðrum Norðurlöndum.“ Friðrik segir „einhverja“ hafa stigið fram á síðustu misserum og haft í frammi „gífuryrði um stéttastríð, sjálftöku og óhófleg kjör svokallaðs „sérfræðingaveldis“. Staðreyndin sé hins vegar sú að það sé lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. „Staðreyndin er hins vegar sú að það er lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. Arðsemi háskólamenntunar er um 40% minni hlutfallslega en að meðaltali innan OECD og mun minni en á Norðurlöndum. Sumir sérfræðingar starfa á afslætti fyrir samfélagið og þá sérstaklega í þeim störfum sem hafa enga hliðstæðu á almennum markaði,“ segir Friðrik. Að óbreyttu muni vanmat á menntun skapa samfélagsvanda á Íslandi. Það sé ekki bara vandamál BHM. Kjaramál Vinnumarkaður Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu segir Friðrik að á meðan kaupmáttaraukning hjá félagsfólki ASÍ í Reykjavík hafi verið um 50 prósent á tímabilinu mars 2019 til janúar 2022, hafi kaupmáttur sérfræðinga BHM hjá ríkinu aukist um 11 prósent og iðnfélaga ASÍ á almennum markaði um 8 prósent. „Fyrirséð er að sú kaupmáttaraukning muni jafnvel þurrkast út á árinu 2022,“ segir Friðrik. Hann segir vandséð að umrædd stéttarfélög fái umboð til „slíkra afarkosta“. Efling hefur krafist krónutöluhækkunar upp á 167 þúsund krónur á þremur árum fyrir alla sína félagsmenn. Ef marka má skrif Friðriks er þó síður en svo almenn sátt með það innan verkalýðshreyfingarinnar að sækja aftur krónutöluhækkun. „Meginmarkmið krónutöluhækkana lífskjarasamningsins var að leiðrétta kjör lágtekjuhópa sem höfðu borið hitann og þungann af miklum hagvexti í lágframleiðnigreinum. Að mörgu leyti nauðsynleg og skiljanleg krafa á þeim tíma en nú er enn og aftur krafist krónutöluhækkana,“ segir hann. „Vafasamar fullyrðingar fylgja um slæma stöðu launafólks á Íslandi og tekjuójöfnuð. Staðreyndin er hins vegar sú að kaupmáttarvegin meðallaun voru með þeim hæstu í heimi á árinu 2021 og hærri en á öðrum Norðurlöndum.“ Friðrik segir „einhverja“ hafa stigið fram á síðustu misserum og haft í frammi „gífuryrði um stéttastríð, sjálftöku og óhófleg kjör svokallaðs „sérfræðingaveldis“. Staðreyndin sé hins vegar sú að það sé lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. „Staðreyndin er hins vegar sú að það er lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. Arðsemi háskólamenntunar er um 40% minni hlutfallslega en að meðaltali innan OECD og mun minni en á Norðurlöndum. Sumir sérfræðingar starfa á afslætti fyrir samfélagið og þá sérstaklega í þeim störfum sem hafa enga hliðstæðu á almennum markaði,“ segir Friðrik. Að óbreyttu muni vanmat á menntun skapa samfélagsvanda á Íslandi. Það sé ekki bara vandamál BHM.
Kjaramál Vinnumarkaður Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira