Spenntur fyrir stærsta leiknum á ferlinum: „Algjör draumur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2022 23:01 Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, segir að leikurinn gegn Flensburg annað kvöld sé sá stærsti á ferlinum og tilhlökkunin fyrir hann sé mikil. Hann vonast til að góð frammistaða í Evrópudeildinni hjálpi sér að taka næsta skref á ferlinum. „Það er hægt að segja það. Þetta er leikur sem ég og fleiri erum búnir að bíða eftir; að mæta Flensburg hérna heima er algjör draumur,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. Valur hefur unnið báða leiki sína sína í Evrópudeildinni. Arnór var hreinlega ekki viss hvort það væri minni pressa á Valsmönnum vegna þess. „Ég held ekki. Kannski. Við erum búnir að spila tvo góða leiki gegn Ferencváros og Benedorm og ætlum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Arnór. Hann markmið Valsmanna að fara upp úr riðlinum. Fjögur af sex liðum í honum komast áfram í útsláttarkeppnina. „Fyrir keppnina var markmiðið alltaf að fara upp úr riðlinum. Við ætlum ekki bara að vera áhorfendur sem fengu að fljóta með. Stefnan er að fara í sextán liða úrslit,“ sagði Arnór. Klippa: Viðtal við Arnór Snæ Frá leiknum gegn Benedorm hefur Valur spilað þrjá leiki í Olís-deildinni og unnið þá alla. Arnór segir að það hafi gengið vel að halda einbeitingu, þrátt fyrir að leikurinn stóri gegn Flensburg hafi alltaf verið handan við hornið. „Við settum okkur bara markmið að vinna næstu þrjá deildarleiki. Það tók hugann aðeins af leiknum gegn Flensburg þótt hann hafi auðvitað verið aftast í huganum. En við tækluðum það drulluvel að pæla ekki í honum en maður er búinn að pæla mikið í honum frá því að Stjörnuleikurinn á föstudaginn kláraðist,“ sagði Arnór. Undanfarin tvö tímabil hefur Arnór verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann stefnir hátt og vonast til að góð spilamennska í Evrópudeildinni hjálpi á framabrautinni. „Já, þessi Evrópudeild er gluggi fyrir mig og aðra leikmenn til að sýna sig og sanna til að geta komist í sterkara lið. Ég lít klárlega á þessa keppni til að geta sannað sig fyrir liðum úti í heimi. En núna pæli ég bara í Val og ætla að klára allt með þeim,“ sagði Arnór að endingu. Viðtalið við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Það er hægt að segja það. Þetta er leikur sem ég og fleiri erum búnir að bíða eftir; að mæta Flensburg hérna heima er algjör draumur,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. Valur hefur unnið báða leiki sína sína í Evrópudeildinni. Arnór var hreinlega ekki viss hvort það væri minni pressa á Valsmönnum vegna þess. „Ég held ekki. Kannski. Við erum búnir að spila tvo góða leiki gegn Ferencváros og Benedorm og ætlum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Arnór. Hann markmið Valsmanna að fara upp úr riðlinum. Fjögur af sex liðum í honum komast áfram í útsláttarkeppnina. „Fyrir keppnina var markmiðið alltaf að fara upp úr riðlinum. Við ætlum ekki bara að vera áhorfendur sem fengu að fljóta með. Stefnan er að fara í sextán liða úrslit,“ sagði Arnór. Klippa: Viðtal við Arnór Snæ Frá leiknum gegn Benedorm hefur Valur spilað þrjá leiki í Olís-deildinni og unnið þá alla. Arnór segir að það hafi gengið vel að halda einbeitingu, þrátt fyrir að leikurinn stóri gegn Flensburg hafi alltaf verið handan við hornið. „Við settum okkur bara markmið að vinna næstu þrjá deildarleiki. Það tók hugann aðeins af leiknum gegn Flensburg þótt hann hafi auðvitað verið aftast í huganum. En við tækluðum það drulluvel að pæla ekki í honum en maður er búinn að pæla mikið í honum frá því að Stjörnuleikurinn á föstudaginn kláraðist,“ sagði Arnór. Undanfarin tvö tímabil hefur Arnór verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann stefnir hátt og vonast til að góð spilamennska í Evrópudeildinni hjálpi á framabrautinni. „Já, þessi Evrópudeild er gluggi fyrir mig og aðra leikmenn til að sýna sig og sanna til að geta komist í sterkara lið. Ég lít klárlega á þessa keppni til að geta sannað sig fyrir liðum úti í heimi. En núna pæli ég bara í Val og ætla að klára allt með þeim,“ sagði Arnór að endingu. Viðtalið við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira