Hannes verður fyrsti sendiherra Íslands í Varsjá Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2022 14:55 Hannes Heimisson hefur gegnt stöðu sendiherra Íslands í Svíþjóð síðustu ár. Hann flyst nú til Varsjár. Stjr Sendiráð Íslands í Varsjá í Póllandi tekur til starfa 1. desember næstkomandi. Hannes Heimisson, sem áður var sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verður fyrsti sendiherra Íslands í Póllandi. Fyrirsvar vegna Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu verður fært til hinnar nýju sendiskrifstofu. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að forystufólk í pólsku stjórnmála-, viðskipta- og menningarlífi, auk fulltrúa íslenskra fyrirtækja í Póllandi og pólsk-íslenskra vináttufélaga verði viðstatt þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra opnar sendiráðið formlega. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu að samskipti Íslands og Póllands hafi aukist verulega á undanförnum árum, ekki síst vegna þess fjölda Íslendinga sem reki uppruna sinn til Póllands og Pólverja sem búsettir séu á Íslandi. „Ég tel því ljóst að ýmis tækifæri eru uppi til að efla enn frekar samstarf þjóðanna, til dæmis á sviðum stjórnmála, efnahags og menningar. Ég er viss um að sendiráðið okkar í Varsjá á eftir að hafa mikið að segja í þeim efnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Utanríkisráðherra tilkynnti um ákvörðun sína um að íslenskt sendiráð verði stofnsett í Varsjá í mars síðastliðnum. Pólsk stjórnvöld hafa starfrækt sendiskrifstofu í Reykjavík frá 2008, fyrst með aðalræðisskrifstofu og frá 2013 sem fullgilt sendiráð. Með opnun sendiráðs Íslands í Varsjá kemst því loksins á gagnkvæmni í stjórnmálasambandi ríkjanna. Utanríkismál Pólland Sendiráð Íslands Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að forystufólk í pólsku stjórnmála-, viðskipta- og menningarlífi, auk fulltrúa íslenskra fyrirtækja í Póllandi og pólsk-íslenskra vináttufélaga verði viðstatt þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra opnar sendiráðið formlega. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu að samskipti Íslands og Póllands hafi aukist verulega á undanförnum árum, ekki síst vegna þess fjölda Íslendinga sem reki uppruna sinn til Póllands og Pólverja sem búsettir séu á Íslandi. „Ég tel því ljóst að ýmis tækifæri eru uppi til að efla enn frekar samstarf þjóðanna, til dæmis á sviðum stjórnmála, efnahags og menningar. Ég er viss um að sendiráðið okkar í Varsjá á eftir að hafa mikið að segja í þeim efnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Utanríkisráðherra tilkynnti um ákvörðun sína um að íslenskt sendiráð verði stofnsett í Varsjá í mars síðastliðnum. Pólsk stjórnvöld hafa starfrækt sendiskrifstofu í Reykjavík frá 2008, fyrst með aðalræðisskrifstofu og frá 2013 sem fullgilt sendiráð. Með opnun sendiráðs Íslands í Varsjá kemst því loksins á gagnkvæmni í stjórnmálasambandi ríkjanna.
Utanríkismál Pólland Sendiráð Íslands Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira