Úttekt á umkvörtunum í garð MAST Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 08:31 Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur gagnrýnt vinnubrögð Matvælastofnunar (MAST) harðlega að undanförnu vegna hægra viðbragða í málinu í Borgarbyggð þar sem um var að ræða alvarleg vanhöld á dýrum. Þegar litið er til vinnubragða stofnunarinnar í því máli er ljóst að ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarlegt varðandi dýr í neyð. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á eftirliti á MAST með velferð dýra. Dýraverndarsambandið fagnar þeirri ákvörðun og telur hana nauðsynlega. MAST hefur farið með eftirlitið s.l. átta ár og gegnir þar með mikilvægu hlutverki í málefnum dýravelferðar. Eftirlit með velferð dýra þarf að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt er að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það. Úttekt Dýraverndarsambandsins Dýraverndarsambandið hefur ákveðið að vinna úttekt af reynslu af búfjáreftirliti MAST. Aflað verður gagna um þá gagnrýni og þær rökstuddu umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart eftirliti MAST með velferð dýra frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum. Dýraverndarsambandið mun einnig leggja fram tillögur til úrbóta. Ágúst Ólafur Ágústsson vinnur úttektina fyrir sambandið. Dýraverndarsamband Íslands leitar hér með til almennings varðandi reynslu af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra og biður fólk sem er reiðubúið að veita upplýsingar að hafa samband á abending@dyravernd.is. Höfundur er formaður DÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Dýraníð í Borgarfirði Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur gagnrýnt vinnubrögð Matvælastofnunar (MAST) harðlega að undanförnu vegna hægra viðbragða í málinu í Borgarbyggð þar sem um var að ræða alvarleg vanhöld á dýrum. Þegar litið er til vinnubragða stofnunarinnar í því máli er ljóst að ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarlegt varðandi dýr í neyð. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á eftirliti á MAST með velferð dýra. Dýraverndarsambandið fagnar þeirri ákvörðun og telur hana nauðsynlega. MAST hefur farið með eftirlitið s.l. átta ár og gegnir þar með mikilvægu hlutverki í málefnum dýravelferðar. Eftirlit með velferð dýra þarf að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt er að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það. Úttekt Dýraverndarsambandsins Dýraverndarsambandið hefur ákveðið að vinna úttekt af reynslu af búfjáreftirliti MAST. Aflað verður gagna um þá gagnrýni og þær rökstuddu umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart eftirliti MAST með velferð dýra frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum. Dýraverndarsambandið mun einnig leggja fram tillögur til úrbóta. Ágúst Ólafur Ágústsson vinnur úttektina fyrir sambandið. Dýraverndarsamband Íslands leitar hér með til almennings varðandi reynslu af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra og biður fólk sem er reiðubúið að veita upplýsingar að hafa samband á abending@dyravernd.is. Höfundur er formaður DÍS.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar