Fyrst fór murtan og þá er urriðinn væntanlega á förum líka Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2022 15:03 Þingvallavatn er einstakt meðal annars vegna þess að þar hafa þrifist fjölmargar ferskvatnsfisktegundir svo sem murta en stofninn er nú hruninn. Murtan er helsta fæða íslandarurriðans sem í vatninu býr. vísir/vilhelm Bjarni Brynjólfsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, er þaulvanur stangveiðimaður til fjölmargra ára og áratuga. Hann telur að brátt geti orðið um ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Bjarni veltir fyrir sér, á Facebook-síðu sinni, frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni sem fjallar um hrun murtustofnsins í Þingvallavatni. Murtan er bleikjuafbrigði sem hefur verið einkennandi fyrir Þingvallavatn sem er meðal annars þekkt fyrir að þar lifa fjögur afbrigði bleikju: Sílableikja, kuðungableikja, dverbleikja og svo murta auk hins einstaka ísaldarurriðastofns. Í frétt Ríkissjónvarpsins er rætt við Finn Ingimarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur vaktað lífríkið í Þingvallavatni ásamt öðrum. Hann segir að miklar breytingar hafi mátt greina síðastliðið haust, hrun murtustofnsins. Að veiða Þingvallaurriða á stöng er einhvers konar hástig stangveiðinnar á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega öflugan fisk. Sá sem hér sést var 10 punda. Bjarni Brynjólfsson veiðimaður lætur að liggja að stofninn hafi ekki verið grisjaður sem skyldi undanfarin ár.vísir/jakob Murtan vill helst vera í köldu vatni og talið er að hitastig vatns, sem hækkað hefur um tvö hálft til tvö stig alla mánuði ársins, hafi þarna áhrif. Krabbadýr, sem er helsta fæða murtunar, hafa verið slök. Og svo það að urriðastofninn í vatninu hefur styrkst mjög á undanförnum árum. En murtan er mikilvæg fæða urriðans. Og Bjarni víkur að því, án þess þó að gera lítið úr öðrum umhverfisþáttum. „Hvað halda menn að gerist ef þú setur hundrað úlfa inn í lokað hólf með um fimm þúsund lömbum og enginn sér um að halda stofni úlfanna í skefjum? Þannig er einfaldlega samband stórurriðans í vatninu og murtunnar sem er hans kjörfæða – urriðinn er úlfurinn í vatninu og murtan lambið,“ segir Bjarni til útskýringar á dæmisögu sinni. Hann bætir svo við spádómi sem fær ískalt vatn til að renna milli skinns og hörunds flestra veiðimanna, en Þingvallavatn þykir vera musteri stangveiðimanna. Ekki síst vegna hins einstaka urriða sem í vatninu finnst en menn hafa reynt að vernda hann undanfarin ár. „Ég spái því að næsta frétt verði um hrun urriðastofnsins.“ Dýr Dýraheilbrigði Þingvellir Stangveiði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bjarni veltir fyrir sér, á Facebook-síðu sinni, frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni sem fjallar um hrun murtustofnsins í Þingvallavatni. Murtan er bleikjuafbrigði sem hefur verið einkennandi fyrir Þingvallavatn sem er meðal annars þekkt fyrir að þar lifa fjögur afbrigði bleikju: Sílableikja, kuðungableikja, dverbleikja og svo murta auk hins einstaka ísaldarurriðastofns. Í frétt Ríkissjónvarpsins er rætt við Finn Ingimarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur vaktað lífríkið í Þingvallavatni ásamt öðrum. Hann segir að miklar breytingar hafi mátt greina síðastliðið haust, hrun murtustofnsins. Að veiða Þingvallaurriða á stöng er einhvers konar hástig stangveiðinnar á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega öflugan fisk. Sá sem hér sést var 10 punda. Bjarni Brynjólfsson veiðimaður lætur að liggja að stofninn hafi ekki verið grisjaður sem skyldi undanfarin ár.vísir/jakob Murtan vill helst vera í köldu vatni og talið er að hitastig vatns, sem hækkað hefur um tvö hálft til tvö stig alla mánuði ársins, hafi þarna áhrif. Krabbadýr, sem er helsta fæða murtunar, hafa verið slök. Og svo það að urriðastofninn í vatninu hefur styrkst mjög á undanförnum árum. En murtan er mikilvæg fæða urriðans. Og Bjarni víkur að því, án þess þó að gera lítið úr öðrum umhverfisþáttum. „Hvað halda menn að gerist ef þú setur hundrað úlfa inn í lokað hólf með um fimm þúsund lömbum og enginn sér um að halda stofni úlfanna í skefjum? Þannig er einfaldlega samband stórurriðans í vatninu og murtunnar sem er hans kjörfæða – urriðinn er úlfurinn í vatninu og murtan lambið,“ segir Bjarni til útskýringar á dæmisögu sinni. Hann bætir svo við spádómi sem fær ískalt vatn til að renna milli skinns og hörunds flestra veiðimanna, en Þingvallavatn þykir vera musteri stangveiðimanna. Ekki síst vegna hins einstaka urriða sem í vatninu finnst en menn hafa reynt að vernda hann undanfarin ár. „Ég spái því að næsta frétt verði um hrun urriðastofnsins.“
Dýr Dýraheilbrigði Þingvellir Stangveiði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira