Ólöglegar ættleiðingar, ábyrgð stjórnvalda og Íslands Rut Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2022 10:30 Líkt og kom fram í þættinum Leitin að upprunanum sem sýnd var nýliðna helgi, hefur Ísland og stjórnvöld hér á landi því miður verið þátttakendur í ólöglegum ættleiðingum erlendis frá og hingað til lands. Sem betur fer í dag, hafa ferlar, lög og reglugerðir breyst og við sem samfélag ásamt Íslenskri ættleiðingu lagt kappsmál á að löglega sé staðið að ættleiðingum hingað til lands. Breytingar á þeirri umgjörð í málaflokknum hefur meðal annars leitt það af sér að börnin sem hingað til lands koma eru eldri en áður var. Eru í dag yngst að koma tveggja ára gömul, en meðal aldur barna er þó 3-4 ára og elstu börnin sem hafa komið undanfarin ár eru 8 ára. Vissulega hefur það í för með sér að fortíð þessara barna er fleiri áföllum stráð og áskoranir geta verið margar fyrir þá foreldra sem velja sér þessa leið að foreldrahlutverkinu í ljósi fortíðar barnanna. En við getum þó engu að síður, sagt við börnin í dag og foreldra þeirra að það hafi verið tekin ákvörðun fyrir hönd barnanna, sem snéri að því að gera það sem best var fyrir barnið. Barn í dag er ekki ættleitt á milli landa nema að það sé búið að tryggja að líffræðilegt foreldri hefur ekki tök á að hugsa um barnið, nær- og stórfjölskylda hefur einnig ekki tök á því né einhver innan upprunalands barnsins. Það er áfall fyrir barn að flytja landa og jafnvel heimshorna á milli og fyrir suma getur sá viðburður haft áhrif á alla ævi einstaklingsins. Ég get ekki sett mig í þau spor, að uppgötva á fullorðinsárum að sagan um uppruna minn reyndist ekki rétt. Hugrekki hennar Ásu sem kom fram í þáttunum Leitin að upprunanum og sagði okkur sögu sína, situr enn í mínum dýpstu hjartarótum. En hugum að því að hún er ekki sú eina, hingað til lands komu alls 84 börn frá sama landi og Ása, sagan hennar er ekki einsdæmi, þvert á móti. Hingað til virðast stjórnvöld og ráðamenn ekki hafa haft hugrekki í að standa að baki þessum einstaklingum með því að leggjast í að rannsaka hvernig var að öllum þessum málum staðið. Ég skora því á hluteigandi aðila að bregðast nú við með viðeigandi hætti. Bjóða þeim uppkomnu ættleiddu, sem hingað komu á þeim tíma sem ólöglegar ættleiðingar áttu sér stað og vilja skoða sín mál, fullnægjandi þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Það þarf að leggjast í vinnu við að skoða þá starfshætti sem voru til staðar í heimi ættleiðinga hér á landi. Við vitum að sum málanna byggja ekki á löglegum aðferðum og leiðum. Það hefur áhrif á sálarlíf þeirra einstaklinga sem að málinu koma. Ása orðaði þetta vel þegar hún sagði „að í sínu máli kæmi það einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hefði verið staðið að ættleiðingum í Sri Lanka og að hún telji að hluti ábyrgðarinnar liggi hér á landi“ Við Ásu vil ég segja; takk fyrir söguna þína, ég heyri hvað þú ert að segja og er þér hjartanlega sammála. Nú vona að ég fleiri heyri og farið verði í þá vinnu að styðja við og þjónusta hluteigandi aðila. Höfundur er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Íslenskri ættleiðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og kom fram í þættinum Leitin að upprunanum sem sýnd var nýliðna helgi, hefur Ísland og stjórnvöld hér á landi því miður verið þátttakendur í ólöglegum ættleiðingum erlendis frá og hingað til lands. Sem betur fer í dag, hafa ferlar, lög og reglugerðir breyst og við sem samfélag ásamt Íslenskri ættleiðingu lagt kappsmál á að löglega sé staðið að ættleiðingum hingað til lands. Breytingar á þeirri umgjörð í málaflokknum hefur meðal annars leitt það af sér að börnin sem hingað til lands koma eru eldri en áður var. Eru í dag yngst að koma tveggja ára gömul, en meðal aldur barna er þó 3-4 ára og elstu börnin sem hafa komið undanfarin ár eru 8 ára. Vissulega hefur það í för með sér að fortíð þessara barna er fleiri áföllum stráð og áskoranir geta verið margar fyrir þá foreldra sem velja sér þessa leið að foreldrahlutverkinu í ljósi fortíðar barnanna. En við getum þó engu að síður, sagt við börnin í dag og foreldra þeirra að það hafi verið tekin ákvörðun fyrir hönd barnanna, sem snéri að því að gera það sem best var fyrir barnið. Barn í dag er ekki ættleitt á milli landa nema að það sé búið að tryggja að líffræðilegt foreldri hefur ekki tök á að hugsa um barnið, nær- og stórfjölskylda hefur einnig ekki tök á því né einhver innan upprunalands barnsins. Það er áfall fyrir barn að flytja landa og jafnvel heimshorna á milli og fyrir suma getur sá viðburður haft áhrif á alla ævi einstaklingsins. Ég get ekki sett mig í þau spor, að uppgötva á fullorðinsárum að sagan um uppruna minn reyndist ekki rétt. Hugrekki hennar Ásu sem kom fram í þáttunum Leitin að upprunanum og sagði okkur sögu sína, situr enn í mínum dýpstu hjartarótum. En hugum að því að hún er ekki sú eina, hingað til lands komu alls 84 börn frá sama landi og Ása, sagan hennar er ekki einsdæmi, þvert á móti. Hingað til virðast stjórnvöld og ráðamenn ekki hafa haft hugrekki í að standa að baki þessum einstaklingum með því að leggjast í að rannsaka hvernig var að öllum þessum málum staðið. Ég skora því á hluteigandi aðila að bregðast nú við með viðeigandi hætti. Bjóða þeim uppkomnu ættleiddu, sem hingað komu á þeim tíma sem ólöglegar ættleiðingar áttu sér stað og vilja skoða sín mál, fullnægjandi þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Það þarf að leggjast í vinnu við að skoða þá starfshætti sem voru til staðar í heimi ættleiðinga hér á landi. Við vitum að sum málanna byggja ekki á löglegum aðferðum og leiðum. Það hefur áhrif á sálarlíf þeirra einstaklinga sem að málinu koma. Ása orðaði þetta vel þegar hún sagði „að í sínu máli kæmi það einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hefði verið staðið að ættleiðingum í Sri Lanka og að hún telji að hluti ábyrgðarinnar liggi hér á landi“ Við Ásu vil ég segja; takk fyrir söguna þína, ég heyri hvað þú ert að segja og er þér hjartanlega sammála. Nú vona að ég fleiri heyri og farið verði í þá vinnu að styðja við og þjónusta hluteigandi aðila. Höfundur er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Íslenskri ættleiðingu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun