Hnuplað úr verslunum og kveikt í ruslatunnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 06:28 Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum minniháttar málum í gærkvöldi og í nótt ef marka má yfirlit yfir verkefni vaktarinnar en þar er hvergi minnst á hnífsstungurnar á Bankastræti Club sem fréttastofa greindi frá í nótt. Lögregla sinnti þremur útköllum vegna þjófnaða. Um klukkan 18 var kona stöðvuð þegar hún var að yfirgefa verslun í póstnúmerinu 107, þar sem hún reyndist vera með vörur á sér sem hún hafði ekki greitt fyrir. Greindi starfsmaður lögreglu frá því að konan hefði ítrekað verið staðin að þjófnaði og sagðist myndu senda lögreglu upplýsingar. Í miðborginni var tilkynnt um þjófnað úr verslun um klukkan 21. Þar var 17 ára piltur stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina með ógreiddar vörur. Málið var unnið með forráðamanni og tilkynning send til barnaverndar. Klukkan 4 um nóttina var síðan tilkynnt um innbrot og þjófnað á veitingastað í póstnúmerinu 108. Var maður handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslum. Rétt fyrir klukkan 20 var tilkynnt um eld í bekk nærri Álftamýraskóla. Ungir krakkar höfðu verið að kveikja eld í rusli við trébekk og eldurinn færst yfir í bekkinn. Íbúar í nágrenninu komu með vatn í fötu og slökktu eldinn að mestu en slökkvilið kom svo og kláraði verkið. Síðar um nóttina kom upp eldur í ruslatunnu við sjúkrahús og slökktu lögreglumenn eldinn með handslökkvitæki úr bifreið sinni. Nokkrir voru stöðvaðir í höfuðborginni vegna umferðarlagabrota af ýmsu tagi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Lögregla sinnti þremur útköllum vegna þjófnaða. Um klukkan 18 var kona stöðvuð þegar hún var að yfirgefa verslun í póstnúmerinu 107, þar sem hún reyndist vera með vörur á sér sem hún hafði ekki greitt fyrir. Greindi starfsmaður lögreglu frá því að konan hefði ítrekað verið staðin að þjófnaði og sagðist myndu senda lögreglu upplýsingar. Í miðborginni var tilkynnt um þjófnað úr verslun um klukkan 21. Þar var 17 ára piltur stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina með ógreiddar vörur. Málið var unnið með forráðamanni og tilkynning send til barnaverndar. Klukkan 4 um nóttina var síðan tilkynnt um innbrot og þjófnað á veitingastað í póstnúmerinu 108. Var maður handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslum. Rétt fyrir klukkan 20 var tilkynnt um eld í bekk nærri Álftamýraskóla. Ungir krakkar höfðu verið að kveikja eld í rusli við trébekk og eldurinn færst yfir í bekkinn. Íbúar í nágrenninu komu með vatn í fötu og slökktu eldinn að mestu en slökkvilið kom svo og kláraði verkið. Síðar um nóttina kom upp eldur í ruslatunnu við sjúkrahús og slökktu lögreglumenn eldinn með handslökkvitæki úr bifreið sinni. Nokkrir voru stöðvaðir í höfuðborginni vegna umferðarlagabrota af ýmsu tagi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira