„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan var meira en hundrað metra breið. Á myndinni sjást meðal annars tveir bílar sem lentu í henni. Lögreglan á Norðurlandi eystra Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. Það var um sex leytið í morgun sem aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Í öðrum þeirra var Ægir sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík og ekur nær daglega um veginn. „Bara keyri allt í einu inn í aurskriðu á talsverðri ferð og þegar ég ætla að fara bakka þá er bara eins og komi önnur skriða á bílinn og hann færist til að frama sem betur fer því það bjargaði því að hann valt ekki niður hlíðina. Ég sé það þá hinu megin að það er bíll fastur í aurskriðunni og hann færist bara þarna niður hlíðina. Berst með henni niður eftir og í rauninni ótrúlegt bara að hann hafi ekki oltið eða eitthvað gerst meira þar,“ segir Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík. Hann segir svarta myrkur hafa verið og hvasst og erfitt að átta sig á aðstæðum. Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík.Vísir/Tryggvi Páll „Svona erfitt þegar þú lendir í aðstæðum sem þú ræður engan veginn við. Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta. Það er bara þannig. Þannig að maður sá ekkert hvort það var eitthvað aftan við þig. Hvort þú varst í miðri aurskriðu eða hvað snéri fram og aftur. Þannig að það var svona smá panikk í gangi. „Ég var allavega að reyna að koma mér út úr bílnum og skildi hann eftir í gangi og svo fór ég að leita að símanum mínum og fór aftur inn í bílinn, ég var svo hræddur um að hann væri að velta sko en þá var ég nú með símann í vasanum allan tímann og hringdi svo á Neyðarlínuna. Þá var rétt búið að hringja á Neyðarlínuna og lögreglan kom svo svolítið seinna.“ Ægir segir það mildi að enginn hafi slasast þegar skriðurnar féllu. „Það er eiginlega ótrúlegt að enginn hafi slasast og það er bara ótrúlegt að það hafi verið þannig.“ Óljóst er hvenær Vegagerðin nær að opna veginn aftur en skriðan er um 160 metra breið við þjóðveginn. Sérfræðingar hafa í dag reynt að meta aðstæður og finna út af hverju skriðan fór af stað. „Þetta er í raun og veru leysing. Það leysir snjó tiltölulega hratt og það eru í raun og veru þessi hlýindi sem valda því,“ segir Esther Hlíðar Jensen skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Erfitt sé að leggja mat á það nú hvort búast megi við fleiri skriðum á svæðinu á næstunni. „Í sambandi við kenningar um loftslagsbreytingar þá eru kenningarnar þær að það sé von á fleiri skriðum af ýmsum ástæðum. Þá meðal annars bráðnun, aukinni úrkomu ákefð og þess háttar,“ segir Esther. Ægir segist hafa gert sér vel grein fyrir snjóflóðahættu á svæðinu en ekki áttað sig á að hætta væri á að aurskriður féllu þar. Hann á von á að atburðir dagsins hafi áhrif á hann þegar hann ekur til og frá vinnu. „Maður er nú aðeins skelkaður á eftir og ég held að maður eigi nú eftir að gjóa augunum meira upp í hlíðina en maður er vanur að gera.“ Í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra síðdegis kom fram að Grenivíkurvegur yrði áfram lokaður á morgun, öryggisins vegna. Til stæði að meta stöðuna aftur við birtingu á morgun. Eftirlitsmaður Veðurstofunnar sem var á vettvangi í dag taldi enn mikla óvissu um ástand hlíðarinnar. Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Bíll lenti í aurskriðu á Grenivíkurvegi Aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. 17. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
Það var um sex leytið í morgun sem aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Í öðrum þeirra var Ægir sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík og ekur nær daglega um veginn. „Bara keyri allt í einu inn í aurskriðu á talsverðri ferð og þegar ég ætla að fara bakka þá er bara eins og komi önnur skriða á bílinn og hann færist til að frama sem betur fer því það bjargaði því að hann valt ekki niður hlíðina. Ég sé það þá hinu megin að það er bíll fastur í aurskriðunni og hann færist bara þarna niður hlíðina. Berst með henni niður eftir og í rauninni ótrúlegt bara að hann hafi ekki oltið eða eitthvað gerst meira þar,“ segir Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík. Hann segir svarta myrkur hafa verið og hvasst og erfitt að átta sig á aðstæðum. Ægir Jóhannsson framleiðslustjóri Gjögurs á Grenivík.Vísir/Tryggvi Páll „Svona erfitt þegar þú lendir í aðstæðum sem þú ræður engan veginn við. Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta. Það er bara þannig. Þannig að maður sá ekkert hvort það var eitthvað aftan við þig. Hvort þú varst í miðri aurskriðu eða hvað snéri fram og aftur. Þannig að það var svona smá panikk í gangi. „Ég var allavega að reyna að koma mér út úr bílnum og skildi hann eftir í gangi og svo fór ég að leita að símanum mínum og fór aftur inn í bílinn, ég var svo hræddur um að hann væri að velta sko en þá var ég nú með símann í vasanum allan tímann og hringdi svo á Neyðarlínuna. Þá var rétt búið að hringja á Neyðarlínuna og lögreglan kom svo svolítið seinna.“ Ægir segir það mildi að enginn hafi slasast þegar skriðurnar féllu. „Það er eiginlega ótrúlegt að enginn hafi slasast og það er bara ótrúlegt að það hafi verið þannig.“ Óljóst er hvenær Vegagerðin nær að opna veginn aftur en skriðan er um 160 metra breið við þjóðveginn. Sérfræðingar hafa í dag reynt að meta aðstæður og finna út af hverju skriðan fór af stað. „Þetta er í raun og veru leysing. Það leysir snjó tiltölulega hratt og það eru í raun og veru þessi hlýindi sem valda því,“ segir Esther Hlíðar Jensen skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Erfitt sé að leggja mat á það nú hvort búast megi við fleiri skriðum á svæðinu á næstunni. „Í sambandi við kenningar um loftslagsbreytingar þá eru kenningarnar þær að það sé von á fleiri skriðum af ýmsum ástæðum. Þá meðal annars bráðnun, aukinni úrkomu ákefð og þess háttar,“ segir Esther. Ægir segist hafa gert sér vel grein fyrir snjóflóðahættu á svæðinu en ekki áttað sig á að hætta væri á að aurskriður féllu þar. Hann á von á að atburðir dagsins hafi áhrif á hann þegar hann ekur til og frá vinnu. „Maður er nú aðeins skelkaður á eftir og ég held að maður eigi nú eftir að gjóa augunum meira upp í hlíðina en maður er vanur að gera.“ Í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra síðdegis kom fram að Grenivíkurvegur yrði áfram lokaður á morgun, öryggisins vegna. Til stæði að meta stöðuna aftur við birtingu á morgun. Eftirlitsmaður Veðurstofunnar sem var á vettvangi í dag taldi enn mikla óvissu um ástand hlíðarinnar.
Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Bíll lenti í aurskriðu á Grenivíkurvegi Aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. 17. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11
„Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34
Bíll lenti í aurskriðu á Grenivíkurvegi Aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. 17. nóvember 2022 08:01