Vonar að rangt sé haft eftir Katrínu og Lilju því viðbrögð þeirra eru óskiljanleg Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2022 11:34 Merking hugtaksins „pólitísk ábyrgð“ hefur í munni helstu ráðamanna þjóðarinnar verið óljós. Henry Alexander, doktor í heimspeki, segir meðal annars að pólitísk ábyrgð felist í því að fólk geti svarað fyrir – fært rök fyrir – þeim ákvörðunum sem það ber ábyrgð á. Vísir/Vilhelm Svo virðist vera sem skilningur á merkingu hugtaksins „pólitísk ábyrgð“ sé út og suður. Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, segir það alvarlegt mál þegar ráðamenn vísi til hugtaksins án þess að nokkur skilningur á merkingu þess sé fyrir hendi. Hugtakið „pólitísk ábyrgð“ og svo það að „axla pólitíska ábyrgð“ hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu í tengslum við heita umræðu um skýrslu ríkisendurskoðanda þá sem út kom í vikunni og fjallar um sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Hins vegar virðist merking hugtaksins „pólitísk ábyrgð“ vefjast fyrir ólíklegasta fólki. Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað og vandséð hvort er verra. Við notum hugtök til að stytta okkur leið í umræðunni en forsenda þess er sú að sameiginlegur skilningur ríki á merkingu hugtaksins. Þegar þessu hugtaki hefur verið slengt fram virðist það fremur vera til að drepa umræðunni á dreif en að skýra málin. Vísir hafði samband við Henry Alexander og fékk hann til að rýna í merkingu hugtaksins „pólitísk ábyrgð“. Hann segir ástæðuna fyrir því að fólki verði svo hált á þessu svellinu þá að við notum mest eitt hugtak á íslensku um óhlutbundin fyrirbæri. Í öðrum tungumálum eru gjarnan notuð fleiri hugtök til að ná utan um ólíka merkingu. „Ábyrgðarhugtakið er dæmigert að þessu leyti og skýrir það kannski eitthvað af þeim ruglingi sem hefur verið í gangi í vikunni,“ segir Henry Alexander. Svör Katrínar og Lilju óskiljanleg Hér er þá um það að ræða að stjórnmála- og/eða ráðamenn beri ábyrgð á sínum verkum og þeirra sem starfa á málasviðinu, undirmanna og svo að þeir beri ábyrgð gagnvart kjósendum. Þeir megi bíta úr nálinni með hugsanlegt klúður í næstu kosningum eða prófkjöri eftir atvikum. „Grunnskiptingin í hugtakinu er á milli þess að stundum berum við ábyrgð á einhverju að því leyti að okkur er falið verkefni. Þá berum við ábyrgð á því að úr því sé unnið. Ég tók eftir því að fjármálaráðherra valdi að tala um slíka ábyrgð í Kastljósi í vikunni þegar hann vísað til þess að hann hefði borið ábyrgð á því að selja hlut í banka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við umræðu um skýrslu ríkisendurskoðanda í vikunni. Ef marka má Henry Alexander er notkun hans á hugtakinu ábyrgð býsna valkvæð.vísir/vilhelm En þetta er kannski ekki að bera ábyrgð eða axla ábyrgð í þeim skilningi sem fólk hefur verið að tala um. Það er tengdara síðari merkingunni þar sem maður þarf að vera ábyrgur fyrir því sem gert hefur verið. Fatan stoppar hjá manni, svo maður grípi til orðalags sem er þekkt úr ensku. Þó að þetta sé vissulega aðeins flóknara má segja að ensku hugtökin „responsibility“ og „accountability“ nái þessum greinarmun.“ Henry Alexander segir að svo virðist sem þessi ólíka merking flækist fyrir fólki sem er að reyna að gera sér grein fyrir því hvernig hin pólitíska ábyrgð sé vaxin. „Til dæmis var vitnað í tvo ráðherra ríkistjórnarinnar í vikunni varðandi slíka ábyrgð og getur maður ekki annað en vonað að rangt hafi verið eftir þeim haft. Viðbrögð þeirra voru óskiljanleg,“ segir Henry Alexander. Þunnur skilningur á lýðræðinu Heimspekingurinn vísar hér til fréttar Vísis þar sem leitað er viðbragða þeirra Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, en þær tvær eiga sæti í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmál ásamt fjármálaráðherra, við því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðanda. Þar segja þær eitthvað á þá leið að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi þegar axlað ábyrgð með því að hafa kallað eftir skýrslu ríkisendurskoðanda?! Fréttin hefur vakið mikla athygli en fjölmargir klóra sér í kolli á samfélagsmiðlum, hvernig beri eiginlega að skilja þetta að teknu tilliti til merkingar hugtaksins? „Pólitísk ábyrgð felst í eðli þess hlutverks sem maður tekur sér fyrir hendur sem kjörinn fulltrúi. Ráðherra sem hluti framkvæmdavalds ber aukna ábyrgð umfram aðra því segja má að sá hluti framkvæmdavaldsins sem starfar undir viðkomandi starfi á ábyrgð hans eða hennar. Fatan stoppar þar, eins og ég nefndi áður.“ Þá er hinn liðurinn í merkingu hugtaksins sem snýr að kjósendum. Henry Alexander segir að það megi nálgast á tvennan hátt eftir því hvaða skilning menn leggja í lýðræði. „Annars vegar getur fólk verið þeirrar skoðunar að lýðræði snúist einungis um kosningar og þá má segja að kjörinn fulltrúi beri ábyrgð – svari fyrir það sem hefur átt sér stað – þegar kemur að kosningum. En mér finnst þetta fremur þunnur skilningur á lýðræði og tel að allt kjörtímabilið sé ávallt undir. Það er ástæða þess að ég ræði svo mikið um traust þegar ég er spurður út í afglöp og ævintýri kjörinna fulltrúa.“ Stjórnmálamenn axla sjaldnast pólitíska ábyrgð Henry Alexander útskýrir að traust sé orð sem við notum til dæmis um samband kjósenda og kjörinna fulltrúa. „Við notum þetta hugtak vegna þess að kjósendur geta ekki haft til að bera þekkingu um allt það sem kjörinn fulltrúi þarf að taka tillit til. Trúverðugleiki sem þarf alltaf að vera til staðar svo við höfum röklega ástæðu til þess að bera traust til einhvers felur alltaf í sér nokkur atriði. Henry Alexander segir það lýsa afar þunnum skilningi á lýðræðinu að vísa til þess að kjósendur muni, með tíð og tíma í komandi kosningum, skera úr um hina pólitísku ábyrgð. Til þess hafi þeir ekki forsendur. Þau helstu eru þau að viðkomandi einstaklingur sem vinnur í trúverðugleika sínum hefji sig yfir nærtæka eiginhagsmuni. Hitt atriðið er að viðkomandi hafi hæfni til að gegna hlutverkinu.“ Þannig að það mega þá jafnvel heita tiltölulega ódýr undanbrögð að vísa til þess að kjósendur muni skera úr um málið í næstu kosningum? „Pólitísk ábyrgð felst í því að maður geti svarað fyrir – fært rök fyrir – þeim ákvörðunum sem maður ber ábyrgð á. Hér skipta „armlengdarsjónarmið“ engu því að ábyrgðinni er ekki útvistað. Ekki þá nema sannað sé að reynt hafi verið skipulega að blekkja viðkomandi ráðherra. Ef maður getur ekki svarað fyrir öðruvísi en að draga fram atriði sem eru ekki viðeigandi, til dæmis þegar þau snerta annars konar ábyrgð eða maður virðist ekki skilja eðli hlutverks síns, þá er maður ekki að bera/axla pólitíska ábyrgð.“ Pólitíkusar rúnir tiltrú hangi á stöðu sinni Henry Alexander gefur engan afslátt á þessu, það er ef eitthvert vit eigi að vera í umræðunni: „Það er einfaldlega þannig – og sem hefur oft gerst á undanförnum árum – að ef svörin eru ekki til staðar, þá er ekkert annað að gera en að segja sig frá hlutverkinu. Það gerist vissulega ekki reglulega á Íslandi. En hversu oft höfum við séð ráðherra hangi í hlutverki sínu, rúna tiltrú og trúverðugleika, fram að kosningum og svo leitað á önnur mið eftir kosningar? Hefði ekki verið betra í ljósi almannahagsmuna að viðkomandi ráðherrar hefðu strax vikið til hliðar í stað þess að láta málaflokk sinn drabbast niður út kjörtímabilið þar sem veik staða þeirra gerir það að verkum að ekki er hægt að koma mikilvægum málum í gegn?“ En að teknu tilliti til þess að kosninga- og flokkakerfið er eins og það er, væri þá hægt að ganga svo langt að tala um að það sé ekkert til sem heitir pólitísk ábyrgð í þeim skilningi? „Nei, ég myndi ekki vísa of mikið í eða draga miklar ályktanir af kosningakerfinu. Sem betur fer snúast spurningar um pólitík, í okkar tilfelli lýðræði, um meira en kosningar.“ Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni á leikskólaplani Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu. 6. júní 2021 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Hugtakið „pólitísk ábyrgð“ og svo það að „axla pólitíska ábyrgð“ hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu í tengslum við heita umræðu um skýrslu ríkisendurskoðanda þá sem út kom í vikunni og fjallar um sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Hins vegar virðist merking hugtaksins „pólitísk ábyrgð“ vefjast fyrir ólíklegasta fólki. Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað og vandséð hvort er verra. Við notum hugtök til að stytta okkur leið í umræðunni en forsenda þess er sú að sameiginlegur skilningur ríki á merkingu hugtaksins. Þegar þessu hugtaki hefur verið slengt fram virðist það fremur vera til að drepa umræðunni á dreif en að skýra málin. Vísir hafði samband við Henry Alexander og fékk hann til að rýna í merkingu hugtaksins „pólitísk ábyrgð“. Hann segir ástæðuna fyrir því að fólki verði svo hált á þessu svellinu þá að við notum mest eitt hugtak á íslensku um óhlutbundin fyrirbæri. Í öðrum tungumálum eru gjarnan notuð fleiri hugtök til að ná utan um ólíka merkingu. „Ábyrgðarhugtakið er dæmigert að þessu leyti og skýrir það kannski eitthvað af þeim ruglingi sem hefur verið í gangi í vikunni,“ segir Henry Alexander. Svör Katrínar og Lilju óskiljanleg Hér er þá um það að ræða að stjórnmála- og/eða ráðamenn beri ábyrgð á sínum verkum og þeirra sem starfa á málasviðinu, undirmanna og svo að þeir beri ábyrgð gagnvart kjósendum. Þeir megi bíta úr nálinni með hugsanlegt klúður í næstu kosningum eða prófkjöri eftir atvikum. „Grunnskiptingin í hugtakinu er á milli þess að stundum berum við ábyrgð á einhverju að því leyti að okkur er falið verkefni. Þá berum við ábyrgð á því að úr því sé unnið. Ég tók eftir því að fjármálaráðherra valdi að tala um slíka ábyrgð í Kastljósi í vikunni þegar hann vísað til þess að hann hefði borið ábyrgð á því að selja hlut í banka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við umræðu um skýrslu ríkisendurskoðanda í vikunni. Ef marka má Henry Alexander er notkun hans á hugtakinu ábyrgð býsna valkvæð.vísir/vilhelm En þetta er kannski ekki að bera ábyrgð eða axla ábyrgð í þeim skilningi sem fólk hefur verið að tala um. Það er tengdara síðari merkingunni þar sem maður þarf að vera ábyrgur fyrir því sem gert hefur verið. Fatan stoppar hjá manni, svo maður grípi til orðalags sem er þekkt úr ensku. Þó að þetta sé vissulega aðeins flóknara má segja að ensku hugtökin „responsibility“ og „accountability“ nái þessum greinarmun.“ Henry Alexander segir að svo virðist sem þessi ólíka merking flækist fyrir fólki sem er að reyna að gera sér grein fyrir því hvernig hin pólitíska ábyrgð sé vaxin. „Til dæmis var vitnað í tvo ráðherra ríkistjórnarinnar í vikunni varðandi slíka ábyrgð og getur maður ekki annað en vonað að rangt hafi verið eftir þeim haft. Viðbrögð þeirra voru óskiljanleg,“ segir Henry Alexander. Þunnur skilningur á lýðræðinu Heimspekingurinn vísar hér til fréttar Vísis þar sem leitað er viðbragða þeirra Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, en þær tvær eiga sæti í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmál ásamt fjármálaráðherra, við því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðanda. Þar segja þær eitthvað á þá leið að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi þegar axlað ábyrgð með því að hafa kallað eftir skýrslu ríkisendurskoðanda?! Fréttin hefur vakið mikla athygli en fjölmargir klóra sér í kolli á samfélagsmiðlum, hvernig beri eiginlega að skilja þetta að teknu tilliti til merkingar hugtaksins? „Pólitísk ábyrgð felst í eðli þess hlutverks sem maður tekur sér fyrir hendur sem kjörinn fulltrúi. Ráðherra sem hluti framkvæmdavalds ber aukna ábyrgð umfram aðra því segja má að sá hluti framkvæmdavaldsins sem starfar undir viðkomandi starfi á ábyrgð hans eða hennar. Fatan stoppar þar, eins og ég nefndi áður.“ Þá er hinn liðurinn í merkingu hugtaksins sem snýr að kjósendum. Henry Alexander segir að það megi nálgast á tvennan hátt eftir því hvaða skilning menn leggja í lýðræði. „Annars vegar getur fólk verið þeirrar skoðunar að lýðræði snúist einungis um kosningar og þá má segja að kjörinn fulltrúi beri ábyrgð – svari fyrir það sem hefur átt sér stað – þegar kemur að kosningum. En mér finnst þetta fremur þunnur skilningur á lýðræði og tel að allt kjörtímabilið sé ávallt undir. Það er ástæða þess að ég ræði svo mikið um traust þegar ég er spurður út í afglöp og ævintýri kjörinna fulltrúa.“ Stjórnmálamenn axla sjaldnast pólitíska ábyrgð Henry Alexander útskýrir að traust sé orð sem við notum til dæmis um samband kjósenda og kjörinna fulltrúa. „Við notum þetta hugtak vegna þess að kjósendur geta ekki haft til að bera þekkingu um allt það sem kjörinn fulltrúi þarf að taka tillit til. Trúverðugleiki sem þarf alltaf að vera til staðar svo við höfum röklega ástæðu til þess að bera traust til einhvers felur alltaf í sér nokkur atriði. Henry Alexander segir það lýsa afar þunnum skilningi á lýðræðinu að vísa til þess að kjósendur muni, með tíð og tíma í komandi kosningum, skera úr um hina pólitísku ábyrgð. Til þess hafi þeir ekki forsendur. Þau helstu eru þau að viðkomandi einstaklingur sem vinnur í trúverðugleika sínum hefji sig yfir nærtæka eiginhagsmuni. Hitt atriðið er að viðkomandi hafi hæfni til að gegna hlutverkinu.“ Þannig að það mega þá jafnvel heita tiltölulega ódýr undanbrögð að vísa til þess að kjósendur muni skera úr um málið í næstu kosningum? „Pólitísk ábyrgð felst í því að maður geti svarað fyrir – fært rök fyrir – þeim ákvörðunum sem maður ber ábyrgð á. Hér skipta „armlengdarsjónarmið“ engu því að ábyrgðinni er ekki útvistað. Ekki þá nema sannað sé að reynt hafi verið skipulega að blekkja viðkomandi ráðherra. Ef maður getur ekki svarað fyrir öðruvísi en að draga fram atriði sem eru ekki viðeigandi, til dæmis þegar þau snerta annars konar ábyrgð eða maður virðist ekki skilja eðli hlutverks síns, þá er maður ekki að bera/axla pólitíska ábyrgð.“ Pólitíkusar rúnir tiltrú hangi á stöðu sinni Henry Alexander gefur engan afslátt á þessu, það er ef eitthvert vit eigi að vera í umræðunni: „Það er einfaldlega þannig – og sem hefur oft gerst á undanförnum árum – að ef svörin eru ekki til staðar, þá er ekkert annað að gera en að segja sig frá hlutverkinu. Það gerist vissulega ekki reglulega á Íslandi. En hversu oft höfum við séð ráðherra hangi í hlutverki sínu, rúna tiltrú og trúverðugleika, fram að kosningum og svo leitað á önnur mið eftir kosningar? Hefði ekki verið betra í ljósi almannahagsmuna að viðkomandi ráðherrar hefðu strax vikið til hliðar í stað þess að láta málaflokk sinn drabbast niður út kjörtímabilið þar sem veik staða þeirra gerir það að verkum að ekki er hægt að koma mikilvægum málum í gegn?“ En að teknu tilliti til þess að kosninga- og flokkakerfið er eins og það er, væri þá hægt að ganga svo langt að tala um að það sé ekkert til sem heitir pólitísk ábyrgð í þeim skilningi? „Nei, ég myndi ekki vísa of mikið í eða draga miklar ályktanir af kosningakerfinu. Sem betur fer snúast spurningar um pólitík, í okkar tilfelli lýðræði, um meira en kosningar.“
Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni á leikskólaplani Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu. 6. júní 2021 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Afsökunarbeiðni á leikskólaplani Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu. 6. júní 2021 07:00