Rúnar Alex: Þegar undankeppnin hefst verður refsað fyrir svona mistök Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 23:30 Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn fyrir Ísland í dag gegn Litáen. KSÍ Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Íslands í dag þegar liðið lagði Litáen í vítaspyrnukeppni í Eystrasaltsbikarnum í dag. Hann var fyrst og fremst ánægður með að liðið hafi haldið hreinu í dag. „Það er alltaf gott að halda hreinu sama hvort það sé á heimavelli eða útivelli. Við tökum það klárlega með okkur. Það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur og getum gert betur, við vitum það alveg. En við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og reynum að vinna það núna,“ en Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn kemur. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin tækifæri til að skora, Litáar líklega það besta en þá gerði Rúnar Alex mjög vel í að bjarga þegar leikmaður Litáen slapp einn í gegnum vörn Íslands. „Það var eitt gott færi sem þeir fengu og svo á ég tvær vörslur í seinni hálfleik. Svo var alltaf eitthvað að gera en til þess er ég þarna, að reyna að hjálpa liðinu að halda hreinu. Ég er bara glaður að hafa getað hjálpað í dag.“ Rúnar sagði klárt mál að liðið geti gert betur en það gerði í dag. „Þó svo að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim oft í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í, leyfa þeim að fá einfaldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum sendingamistökum, ég á einar eða tvær sendingar sem ég á að gera betur í. Sem lið þurfum við að fækka þessum mistökum því í mars þegar undankeppnin byrjar verður refsað fyrir svona mistök. Við þurfum að minnka þetta.“ Ísland er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarinn en Rúnar Alex verður ekki með í leiknum á laugardag þar sem hann yfirgefur hópinn á morgun. Hann sagði að Ísland vildi auðvitað fara með sigur af hólmi í mótinu. „Maður fer inn í öll mót og alla leiki og keppnir til að vinna. Það er gaman að hafa klárað þetta í dag þó þetta hafi ekki verið fallegt. En við erum komnir í úrslitaleik og viljum lyfta bikar á laugardag.“ Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39 „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
„Það er alltaf gott að halda hreinu sama hvort það sé á heimavelli eða útivelli. Við tökum það klárlega með okkur. Það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur og getum gert betur, við vitum það alveg. En við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og reynum að vinna það núna,“ en Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn kemur. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin tækifæri til að skora, Litáar líklega það besta en þá gerði Rúnar Alex mjög vel í að bjarga þegar leikmaður Litáen slapp einn í gegnum vörn Íslands. „Það var eitt gott færi sem þeir fengu og svo á ég tvær vörslur í seinni hálfleik. Svo var alltaf eitthvað að gera en til þess er ég þarna, að reyna að hjálpa liðinu að halda hreinu. Ég er bara glaður að hafa getað hjálpað í dag.“ Rúnar sagði klárt mál að liðið geti gert betur en það gerði í dag. „Þó svo að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim oft í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í, leyfa þeim að fá einfaldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum sendingamistökum, ég á einar eða tvær sendingar sem ég á að gera betur í. Sem lið þurfum við að fækka þessum mistökum því í mars þegar undankeppnin byrjar verður refsað fyrir svona mistök. Við þurfum að minnka þetta.“ Ísland er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarinn en Rúnar Alex verður ekki með í leiknum á laugardag þar sem hann yfirgefur hópinn á morgun. Hann sagði að Ísland vildi auðvitað fara með sigur af hólmi í mótinu. „Maður fer inn í öll mót og alla leiki og keppnir til að vinna. Það er gaman að hafa klárað þetta í dag þó þetta hafi ekki verið fallegt. En við erum komnir í úrslitaleik og viljum lyfta bikar á laugardag.“
Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39 „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39
„Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01