Fótbolti

Lennon leggur skóna á hilluna eftir tæplega 20 ára feril

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aaron Lennon er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham Hotspur, en þar lék hann í tíu ár.
Aaron Lennon er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham Hotspur, en þar lék hann í tíu ár. Marc Atkins/Mark Leech/Getty Images

Enski knattspyrnumaðurinn Aaron Lennon hefur ákveðið að kalla þetta gott af knattspyrnuiðkun og leggja skóna á hilluna.

Þessi 35 ára vængmaður á að baki tæplega 20 ára feril, en hann var á sínum tíma yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn á fyrir Leeds í 2-1 tapi gegn Tottenham, aðeins 16 ára og 129 daga gamall árið 2003.

Hann átti svo eftir að færa sig yfir til Tottenham tveimur árum síðar þar sem hann svo lék í tíu ár. Fyrir Lundúnaliðið lék hann 266 deildarleiki og skoraði í þeim 26 mörk.H ann leik einnig fyrir Everton og með Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í enska boltanum, ásamt því að spila eitt tímabil með Kayserispor í Tyrklandi.

Þá lék Lennon 21 leik fyrir enska A-landsliðið og fór meðal annars með liðinu á HM í Þýskalandi árið 2006 og í Suður-Afríku fjórum árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×