Réttur netsvikabrotaþola enn óljós Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 17:58 Þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn eru viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. MYND/Getty Images Fjölmörg mál sem varða svokölluð Messenger svik hafa komið inn á borð Neytendasamtakanna undanfarna daga. Neytendasamtökin hvetja brotaþola til að ganga úr skugga hvort þeir eigi einkaréttakröfu á sinn viðskiptabanka. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Einnig var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. SMS skilaboð ekki sterk sannvottun Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn séu viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. Þetta felur í sér mikla einföldun að mati Neytendasamtakanna. „Annars vegar getur neytandi átt endurkröfurétt í gegnum færsluhirði, og hins vegar getur verið að banki, sem greiðsluþjónustuveitandi, beri ábyrgð á greiðslunni að hluta eða öllu leyti í þeim tilvikum að ekki hafi verið krafist sterkrar sannvottunar. Það er reynsla Neytendasamtakanna að þessi ábyrgð sé sjaldnast tekin til skoðunar hjá bönkunum.“ Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst hefur ekki reynt á þetta og því er raunverulegur réttur brotaþola enn óljós þegar bankar uppfylla ekki þann afdráttarlausa áskilnað að krefjast sterkrar sannvottunar þegar rafræn greiðsla er virkjuð. „Þegar rafrænar greiðslur eru framkvæmdar er gerð krafa í lögum um sterka sannvottun. Að fá SMS frá banka og stimpla það inn, er að mati samtakanna, ein og sér ekki sterk sannvottun og því bankinn hugsanlega ábyrgur fyrir greiðslunni. Þetta mat samtakanna er einnig útgefið og samróma álit Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Mastercard og VISA.“ Brotaþolar hvattir til að leita réttinda sinna Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á netsvikum að hafa samband við samtökin til að kanna hvort þau eigi kröfur á bankann sinn. Þá hvetja samtökin netsvikabrotaþola til að skrifa viðskiptabanka tölvupóst og spyrja um réttindi sín. Hægt er að hafa Neytendasamtökin (ns@ns.is) í cc og áframsenda svör bankans til samtakanna, sem síðan munu leggja mat sitt á þau. Þá vekja samtökin athygli á að staðfesting með rafrænum skilríkjum, svo sem innskráning í netbanka til að staðfesta færslu uppfyllir hins vegar skilyrði sterkrar sannvottunar. Greiðslukort fellur undir flokkinn umráð, en til að virkja rafræna greiðslu með kortinu þarf hún jafnframt að vera staðfest með upplýsingum sem notandi einn veit. Ólíkt lykilorðum sem geymd eru í vitund notanda eru SMS skilaboð almenn og getur hver sem hefur símann undir höndunum nýtt kóðann sem þar kemur fram til að staðfesta greiðsluna. Skilaboð af þeim toga geta því ekki talist fela í sér þekkingu sem notandi einn veit, heldur fremur umráð sem sá sem hefur símann undir höndunum fær sendan. Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Einnig var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. SMS skilaboð ekki sterk sannvottun Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn séu viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. Þetta felur í sér mikla einföldun að mati Neytendasamtakanna. „Annars vegar getur neytandi átt endurkröfurétt í gegnum færsluhirði, og hins vegar getur verið að banki, sem greiðsluþjónustuveitandi, beri ábyrgð á greiðslunni að hluta eða öllu leyti í þeim tilvikum að ekki hafi verið krafist sterkrar sannvottunar. Það er reynsla Neytendasamtakanna að þessi ábyrgð sé sjaldnast tekin til skoðunar hjá bönkunum.“ Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst hefur ekki reynt á þetta og því er raunverulegur réttur brotaþola enn óljós þegar bankar uppfylla ekki þann afdráttarlausa áskilnað að krefjast sterkrar sannvottunar þegar rafræn greiðsla er virkjuð. „Þegar rafrænar greiðslur eru framkvæmdar er gerð krafa í lögum um sterka sannvottun. Að fá SMS frá banka og stimpla það inn, er að mati samtakanna, ein og sér ekki sterk sannvottun og því bankinn hugsanlega ábyrgur fyrir greiðslunni. Þetta mat samtakanna er einnig útgefið og samróma álit Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Mastercard og VISA.“ Brotaþolar hvattir til að leita réttinda sinna Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á netsvikum að hafa samband við samtökin til að kanna hvort þau eigi kröfur á bankann sinn. Þá hvetja samtökin netsvikabrotaþola til að skrifa viðskiptabanka tölvupóst og spyrja um réttindi sín. Hægt er að hafa Neytendasamtökin (ns@ns.is) í cc og áframsenda svör bankans til samtakanna, sem síðan munu leggja mat sitt á þau. Þá vekja samtökin athygli á að staðfesting með rafrænum skilríkjum, svo sem innskráning í netbanka til að staðfesta færslu uppfyllir hins vegar skilyrði sterkrar sannvottunar. Greiðslukort fellur undir flokkinn umráð, en til að virkja rafræna greiðslu með kortinu þarf hún jafnframt að vera staðfest með upplýsingum sem notandi einn veit. Ólíkt lykilorðum sem geymd eru í vitund notanda eru SMS skilaboð almenn og getur hver sem hefur símann undir höndunum nýtt kóðann sem þar kemur fram til að staðfesta greiðsluna. Skilaboð af þeim toga geta því ekki talist fela í sér þekkingu sem notandi einn veit, heldur fremur umráð sem sá sem hefur símann undir höndunum fær sendan.
Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16
Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent