Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 08:01 Faðirinn hélt áfram að kalla til Brynjars Karls á leið sinni aftur að áhorfendapöllunum. Á meðan biðu leikmenn liðanna. Skjáskot/Vimeo-síða Þórs Þorlákshafnar Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. Atvikið átti sér stað í leik sameinaðs liðs Aþenu og Leiknis við sameinað lið Hamars og Þórs, í Þorlákshöfn fyrr í þessum mánuði. Á myndbandi frá leiknum má heyra glöggt þegar faðirinn lætur Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Aþenu/Leiknis, heyra það. „Nú skaltu hætta þessu bulli hérna. Hvað er að þér þarna klikkhaus? Stelpan er grátandi hérna út af þér,“ segir faðirinn meðal annars. Brynjar hafði skipt dóttur mannsins af velli snemma leiks og varið drjúgum tíma í að ræða við og skamma leikmanninn, sem kominn er á þrítugsaldur. Ljóst er að faðirinn fékk að lokum nóg, gerði sér ferð af áhorfendapöllunum og yfir að hliðarlínunni á hinum enda vallarins, þar sem Brynjar, dóttirin og aðrir varamenn voru. Leikurinn var sýndur á Vimeo-síðu Þórs Þorlákshafnar og hér að neðan má sjá brot þaðan úr leiknum þegar faðirinn og Brynjar deila, áður en að dómari skerst í leikinn og sér til þess að faðirinn snúi aftur í sæti sitt. Textun myndbandsins er Vísis. Klippa: Faðir hellti sér yfir þjálfara í Þorlákshöfn „Þú skalt passa þig“ Eftir að dómarinn hafði blandað sér í málið hélt faðirinn áfram og talaði til dómarans: „Heyrðu, það verður að hafa stjórn á honum hérna. Hann er að ráðast hérna á hana,“ áður en leikmaðurinn bað pabba sinn um að hætta. Áður en faðirinn gekk aftur til síns sætis kallaði hann ítrekað til Brynjars: „Þú skalt passa þig.“ Vísir leitaði viðbragða Brynjars við málinu en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig og furðaði sig á því að blaðamaður teldi að um fréttaefni væri að ræða. Hvorki náðist í föður leikmannsins né leikmanninn sjálfan. Brynjar er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins en þjálfunaraðferðir hans vöktu mikla athygli eftir útkomu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, þar sem hann og stúlknalið sem hann þjálfaði voru í sviðsljósinu. Voru aðferðir hans sérstaklega gagnrýndar þar sem að þá var hann að þjálfa börn. Þjálfunaraðferðir Brynjars vöktu fyrst athygli eftir að hann hafði þjálfað stelpur í Stjörnunni en í yfirlýsingu eftir brotthvarf hans bað félagið iðkendur og foreldra innilega afsökunar á framferði þjálfarans. Hann fór þaðan til ÍR og stýrði liðinu sem er í aðalhlutverki í Hækkum rána, en hætti þar vorið 2019 og gerðist svo yfirþjálfari nýstofnaðs liðs Aþenu þar sem Brynjar stýrir nú meistaraflokksliði, sem sameinaðist Leikni í sumar og leikur í næstefstu deild eins og fyrr segir. Aganefnd KKÍ virðist ekki hafa borist málið í Þorlákshöfn til neinnar úrlausnar en í síðustu viku ákvað hún að áminna Aþenu/Leikni vegna háttsemi stuðningsmanna í fyrsta heimaleik liðsins eftir ferðina til Þorlákshafnar, þegar liðið mætti Ármanni 5. nóvember. Körfubolti Þór Þorlákshöfn Leiknir Reykjavík Ölfus Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Atvikið átti sér stað í leik sameinaðs liðs Aþenu og Leiknis við sameinað lið Hamars og Þórs, í Þorlákshöfn fyrr í þessum mánuði. Á myndbandi frá leiknum má heyra glöggt þegar faðirinn lætur Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Aþenu/Leiknis, heyra það. „Nú skaltu hætta þessu bulli hérna. Hvað er að þér þarna klikkhaus? Stelpan er grátandi hérna út af þér,“ segir faðirinn meðal annars. Brynjar hafði skipt dóttur mannsins af velli snemma leiks og varið drjúgum tíma í að ræða við og skamma leikmanninn, sem kominn er á þrítugsaldur. Ljóst er að faðirinn fékk að lokum nóg, gerði sér ferð af áhorfendapöllunum og yfir að hliðarlínunni á hinum enda vallarins, þar sem Brynjar, dóttirin og aðrir varamenn voru. Leikurinn var sýndur á Vimeo-síðu Þórs Þorlákshafnar og hér að neðan má sjá brot þaðan úr leiknum þegar faðirinn og Brynjar deila, áður en að dómari skerst í leikinn og sér til þess að faðirinn snúi aftur í sæti sitt. Textun myndbandsins er Vísis. Klippa: Faðir hellti sér yfir þjálfara í Þorlákshöfn „Þú skalt passa þig“ Eftir að dómarinn hafði blandað sér í málið hélt faðirinn áfram og talaði til dómarans: „Heyrðu, það verður að hafa stjórn á honum hérna. Hann er að ráðast hérna á hana,“ áður en leikmaðurinn bað pabba sinn um að hætta. Áður en faðirinn gekk aftur til síns sætis kallaði hann ítrekað til Brynjars: „Þú skalt passa þig.“ Vísir leitaði viðbragða Brynjars við málinu en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig og furðaði sig á því að blaðamaður teldi að um fréttaefni væri að ræða. Hvorki náðist í föður leikmannsins né leikmanninn sjálfan. Brynjar er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins en þjálfunaraðferðir hans vöktu mikla athygli eftir útkomu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, þar sem hann og stúlknalið sem hann þjálfaði voru í sviðsljósinu. Voru aðferðir hans sérstaklega gagnrýndar þar sem að þá var hann að þjálfa börn. Þjálfunaraðferðir Brynjars vöktu fyrst athygli eftir að hann hafði þjálfað stelpur í Stjörnunni en í yfirlýsingu eftir brotthvarf hans bað félagið iðkendur og foreldra innilega afsökunar á framferði þjálfarans. Hann fór þaðan til ÍR og stýrði liðinu sem er í aðalhlutverki í Hækkum rána, en hætti þar vorið 2019 og gerðist svo yfirþjálfari nýstofnaðs liðs Aþenu þar sem Brynjar stýrir nú meistaraflokksliði, sem sameinaðist Leikni í sumar og leikur í næstefstu deild eins og fyrr segir. Aganefnd KKÍ virðist ekki hafa borist málið í Þorlákshöfn til neinnar úrlausnar en í síðustu viku ákvað hún að áminna Aþenu/Leikni vegna háttsemi stuðningsmanna í fyrsta heimaleik liðsins eftir ferðina til Þorlákshafnar, þegar liðið mætti Ármanni 5. nóvember.
Körfubolti Þór Þorlákshöfn Leiknir Reykjavík Ölfus Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira