Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 08:01 Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo eru liðsfélagar bæði í Portúgal og Manchester United. Getty/David S. Bustamante Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. Ronaldo og Fernandes hittust í gær þegar portúgalska landsliðið kom saman til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Katar á sunnudaginn. Í myndbroti úr beinni útsendingu CNN í Portúgal sést þegar þeir Ronaldo og Fernandes hittast í búningsklefa portúgalska liðsins. Ronaldo, sem er fyrirliði landsliðsins, réttir þar út höndina en Fernandes fer framhjá honum og leggur eitthvað frá sér, áður en hann tekur loks í höndina á Ronaldo sem virðist furðu lostinn. Fernandes segir svo eitthvað áður en hann fer í burtu og snýr sér glottandi við. The moment Cristiano Ronaldo met up with Bruno Fernandes for World Cup duty for Portugal pic.twitter.com/xUGoxEwxNj— SPORTbible (@sportbible) November 14, 2022 Í viðtalinu sem Ronaldo fór í, við Piers Morgan, sagðist Ronaldo til að mynda ekki bera neina virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að öll umgjörð hjá United væri úrelt og að félagið hefði svikið hann. Liðsfélagar hans og forráðamenn hjá United voru í enskum miðlum sagðir sárir og reiðir vegna viðtalsins, en brot úr viðtalinu fóru að birtast á sunnudagskvöld skömmu eftir sigur United gegn Fulham, í leik sem Ronaldo kvaðst ekki geta mætt í vegna veikinda. Daily Mail segir stuðningsmenn United sannfærða um að Fernandes hafi verið að hundsa Ronaldo þegar þeir hittust í portúgalska búningsklefanum og vitnar í nokkra þeirra. „Maður sér það á andliti Ronaldo. Bruno er sannur liðsmaður og leiðtogi og hann ætlar ekki að leyfa Ronaldo að skíta yfir félagið, stjórann og liðsfélagana án þess að segja hvað honum finnst,“ segir einn. „Eitt annað vandamál varðandi viðtalið við Ronaldo er aðstaðan sem hann setur [Diogo] Dalot og Bruno í. Þetta er svo ónauðsynleg og vandræðaleg staða,“ segir annar. Portúgal leikur í H-riðli á HM og mætir þar Gana í fyrsta leik eftir níu daga, 24. nóvember. Í riðlinum eru einnig Úrúgvæ og Suður-Kórea. Enski boltinn HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Ronaldo og Fernandes hittust í gær þegar portúgalska landsliðið kom saman til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Katar á sunnudaginn. Í myndbroti úr beinni útsendingu CNN í Portúgal sést þegar þeir Ronaldo og Fernandes hittast í búningsklefa portúgalska liðsins. Ronaldo, sem er fyrirliði landsliðsins, réttir þar út höndina en Fernandes fer framhjá honum og leggur eitthvað frá sér, áður en hann tekur loks í höndina á Ronaldo sem virðist furðu lostinn. Fernandes segir svo eitthvað áður en hann fer í burtu og snýr sér glottandi við. The moment Cristiano Ronaldo met up with Bruno Fernandes for World Cup duty for Portugal pic.twitter.com/xUGoxEwxNj— SPORTbible (@sportbible) November 14, 2022 Í viðtalinu sem Ronaldo fór í, við Piers Morgan, sagðist Ronaldo til að mynda ekki bera neina virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að öll umgjörð hjá United væri úrelt og að félagið hefði svikið hann. Liðsfélagar hans og forráðamenn hjá United voru í enskum miðlum sagðir sárir og reiðir vegna viðtalsins, en brot úr viðtalinu fóru að birtast á sunnudagskvöld skömmu eftir sigur United gegn Fulham, í leik sem Ronaldo kvaðst ekki geta mætt í vegna veikinda. Daily Mail segir stuðningsmenn United sannfærða um að Fernandes hafi verið að hundsa Ronaldo þegar þeir hittust í portúgalska búningsklefanum og vitnar í nokkra þeirra. „Maður sér það á andliti Ronaldo. Bruno er sannur liðsmaður og leiðtogi og hann ætlar ekki að leyfa Ronaldo að skíta yfir félagið, stjórann og liðsfélagana án þess að segja hvað honum finnst,“ segir einn. „Eitt annað vandamál varðandi viðtalið við Ronaldo er aðstaðan sem hann setur [Diogo] Dalot og Bruno í. Þetta er svo ónauðsynleg og vandræðaleg staða,“ segir annar. Portúgal leikur í H-riðli á HM og mætir þar Gana í fyrsta leik eftir níu daga, 24. nóvember. Í riðlinum eru einnig Úrúgvæ og Suður-Kórea.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira