Engin ástæða til gífuryrða strax Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 19:31 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir leitt að heyra ummæli formanns VR um að hugmyndir vinnuveitenda við kjarasamningsborðið séu allt að því niðurlægjandi. Engin ástæða sé til gífuryrða strax. VR, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Vísuðu þau til þess að of mikið bæri á milli samningsaðila þrátt fyrir stíf fundarhöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að hugmyndir Samtaka atvinnulífsins (SA) væru allt að því niðurlægjandi fyrir launafólk fyrir helgi. Spurður út í þau ummæli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að sér þætti leitta að heyra ummæli Ragnars Þórs. „Ég tel enga ástæðu til að vera með þessi gífuryrði á þessum tímapunkti,“ sagði hann. SA nálguðust samningaviðræðurnar á ábyrgan hátt en það væri sameiginlegt verkefni þeirra og verkalýðshreyfingarinnar að ná niður verðbólgu og þar með lækka vexti sem Halldór sagði líklega mesta hagsbótin fyrir íslensk heimili. Erfitt væri að tryggja launþegum kaupmáttaraukningu þegar verðbólga mældist yfir níu prósent. SA ætli sér ekki að elta verðbólguna með launahækkunum heldur reyna að skapa skilyrði til þess að draga úr henni. Skilyrði fyrir vaxandi kaupmátt gætu þá skapast undir lok samningstímans eða við gerð næsta kjarasamnings. Vel hafi gengið að verja kjör heimilanna og kaupmáttur fólks hafi vaxið á nýliðnum samningstíma þrátt fyrir ytri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. „Núna er rétti tíminn til þess að verja þá stöðu. Stundum er gott að taka eitt skref aftur á bak til þess að taka tvö áfram síðar,“ sagði Halldór. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
VR, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Vísuðu þau til þess að of mikið bæri á milli samningsaðila þrátt fyrir stíf fundarhöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að hugmyndir Samtaka atvinnulífsins (SA) væru allt að því niðurlægjandi fyrir launafólk fyrir helgi. Spurður út í þau ummæli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að sér þætti leitta að heyra ummæli Ragnars Þórs. „Ég tel enga ástæðu til að vera með þessi gífuryrði á þessum tímapunkti,“ sagði hann. SA nálguðust samningaviðræðurnar á ábyrgan hátt en það væri sameiginlegt verkefni þeirra og verkalýðshreyfingarinnar að ná niður verðbólgu og þar með lækka vexti sem Halldór sagði líklega mesta hagsbótin fyrir íslensk heimili. Erfitt væri að tryggja launþegum kaupmáttaraukningu þegar verðbólga mældist yfir níu prósent. SA ætli sér ekki að elta verðbólguna með launahækkunum heldur reyna að skapa skilyrði til þess að draga úr henni. Skilyrði fyrir vaxandi kaupmátt gætu þá skapast undir lok samningstímans eða við gerð næsta kjarasamnings. Vel hafi gengið að verja kjör heimilanna og kaupmáttur fólks hafi vaxið á nýliðnum samningstíma þrátt fyrir ytri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. „Núna er rétti tíminn til þess að verja þá stöðu. Stundum er gott að taka eitt skref aftur á bak til þess að taka tvö áfram síðar,“ sagði Halldór.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49
Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna „Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 14. nóvember 2022 15:42
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent