„Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2022 09:01 Samira Suleman nýtur sín í botn í þjálfun. vísir/arnar Samira Suleman, leikmaður ÍA, varð fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfarapróf. Hún er búin að festa rætur á Íslandi en draumurinn er að þjálfa landslið heimalandsins. Samira kom fyrst hingað til lands 2015 þegar hún gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur. Hún hefur einnig spilað með Aftureldingu/Fram, Sindra og ÍA. Meðfram því hefur starfað við þjálfun og menntað sig á því sviði. Og hún er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi. Samira Suliman er fyrsta konan frá Gana til þess að hljóta UEFA B þjálfararéttindi Samira er leikmaður ÍA í meistaraflokki og starfandi yngri flokka þjálfari. Hún er vinsæll og góður þjálfari sem er mikil og góð fyrirmynd fyrir iðkendur #kfía #fótbolti #samirasuleman pic.twitter.com/3rhcqJIURK— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) November 9, 2022 „Ég fékk réttindin fyrr á þessu ári. Hingað til hefur þetta verið gott fyrir mig. Ég lagði mikla vinnu á mig en ég náði prófinu,“ sagði Samira í samtali við Vísi á dögunum. Hún kveðst stolt af því að vera fyrsta ganverska konan til að útskrifast með UEFA B þjálfaragráðuna. „Heima fyrir eru ekki margar konur í þjálfun og það er mjög gott fyrir mig að komast á þetta stig,“ sagði Samira. Hún segist hafa byrjað að þjálfa fljótlega eftir að hún kom til Íslands fyrir sjö árum. „Eins og venjulega með erlenda leikmenn var það í samningnum mínum að ég myndi hjálpa við þjálfun barna. Ég fékk mikinn áhuga á þessu þegar ég hjálpaði krökkunum. Svo ákvað ég að ná mér í réttindi til að geta orðið frábær þjálfari í framtíðinni,“ sagði Samira. Hún stefnir hátt í þjálfun. „Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt,“ sagði Samira. Klippa: Viðtal við Samiru Suleman Alla virka daga er hún inni í Akraneshöllinni að þjálfa framtíðar leikmenn ÍA og nýtur þess í botn. „Eins og þú sérð eru krakkar út um allt hérna. Það er frábært að vera í kringum börn. Aðalástæðan fyrir því að ég fór út í þjálfun var til endurgreiða fótboltanum því hann hefur gefið mér mikið. Fótbolti er allt fyrir mér þannig ég ákvað að fara að þjálfa til að geta gefið til baka til þess sem hefur gefið mér allt í lífinu,“ sagði Samira. Um klukkan 14:00 á hverjum virkum degi hrúgast krakkar inn í Akraneshöllina þar sem Samira og fleiri taka á móti þeim.vísir/arnar Hún gæti ekki verið ánægðari með að þjálfa í höfuðstað fótboltans á Íslandi, Akranesi. „Það er stórkostlegt. Allir hérna elska fótbolta og svo þetta er frábært, svo gott. Þú færð að hitta og læra af stórum þjálfurum. Aðstæður hérna eru góðar og allt er til fyrirmyndar,“ sagði Samira. Íslenski boltinn ÍA Akranes Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Samira kom fyrst hingað til lands 2015 þegar hún gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur. Hún hefur einnig spilað með Aftureldingu/Fram, Sindra og ÍA. Meðfram því hefur starfað við þjálfun og menntað sig á því sviði. Og hún er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi. Samira Suliman er fyrsta konan frá Gana til þess að hljóta UEFA B þjálfararéttindi Samira er leikmaður ÍA í meistaraflokki og starfandi yngri flokka þjálfari. Hún er vinsæll og góður þjálfari sem er mikil og góð fyrirmynd fyrir iðkendur #kfía #fótbolti #samirasuleman pic.twitter.com/3rhcqJIURK— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) November 9, 2022 „Ég fékk réttindin fyrr á þessu ári. Hingað til hefur þetta verið gott fyrir mig. Ég lagði mikla vinnu á mig en ég náði prófinu,“ sagði Samira í samtali við Vísi á dögunum. Hún kveðst stolt af því að vera fyrsta ganverska konan til að útskrifast með UEFA B þjálfaragráðuna. „Heima fyrir eru ekki margar konur í þjálfun og það er mjög gott fyrir mig að komast á þetta stig,“ sagði Samira. Hún segist hafa byrjað að þjálfa fljótlega eftir að hún kom til Íslands fyrir sjö árum. „Eins og venjulega með erlenda leikmenn var það í samningnum mínum að ég myndi hjálpa við þjálfun barna. Ég fékk mikinn áhuga á þessu þegar ég hjálpaði krökkunum. Svo ákvað ég að ná mér í réttindi til að geta orðið frábær þjálfari í framtíðinni,“ sagði Samira. Hún stefnir hátt í þjálfun. „Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt,“ sagði Samira. Klippa: Viðtal við Samiru Suleman Alla virka daga er hún inni í Akraneshöllinni að þjálfa framtíðar leikmenn ÍA og nýtur þess í botn. „Eins og þú sérð eru krakkar út um allt hérna. Það er frábært að vera í kringum börn. Aðalástæðan fyrir því að ég fór út í þjálfun var til endurgreiða fótboltanum því hann hefur gefið mér mikið. Fótbolti er allt fyrir mér þannig ég ákvað að fara að þjálfa til að geta gefið til baka til þess sem hefur gefið mér allt í lífinu,“ sagði Samira. Um klukkan 14:00 á hverjum virkum degi hrúgast krakkar inn í Akraneshöllina þar sem Samira og fleiri taka á móti þeim.vísir/arnar Hún gæti ekki verið ánægðari með að þjálfa í höfuðstað fótboltans á Íslandi, Akranesi. „Það er stórkostlegt. Allir hérna elska fótbolta og svo þetta er frábært, svo gott. Þú færð að hitta og læra af stórum þjálfurum. Aðstæður hérna eru góðar og allt er til fyrirmyndar,“ sagði Samira.
Íslenski boltinn ÍA Akranes Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira