Reiðir og sárir út í Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 09:30 Cristiano Ronaldo gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Getty/Matthew Ashton Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. Samkvæmt Sky Sports vissu vinnuveitendur Ronaldos hjá United ekki af viðtalinu fyrr en að liðið var að búa sig undir flug heim til Manchester eftir 2-1 sigurinn gegn Fulham í Lundúnum í gær. Klippur úr viðtalinu fóru þá að birtast en þar segist Ronaldo ekki bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að forráðamenn United hafi reynt að neyða hann í burtu frá félaginu og að umgjörðin hjá félaginu hafi ekkert þróast frá því að hann var síðast hjá félaginu fyrir rúmum áratug. Daily Mail segir að liðsfélagar Ronaldos séu „rosalega vonsviknir“ út í hinn 37 ára gamla Portúgala og að þeir telji hann hafa sýnt félaginu og stjóranum algjöra vanvirðingu. Bæði leikmenn og stjóri séu sárir en líka undrandi vegna þeirra orða sem Ronaldo hafi látið falla og vegna tímasetningar viðtalsins. Samkvæmt Sky Sports fékk Ronaldo að vita það síðastliðinn fimmtudag að hann yrði ekki i byrjunarliði United gegn Fulham, í síðasta leiknum fyrir HM-hléið, en að hann yrði í leikmannahópnum. Ronaldo mun svo hafa tjáð félaginu að hann væri veikur og gæti ekki ferðast með til Lundúna. Þess vegna hafi forráðamenn United verið enn gramari eftir að brotin úr viðtalinu fóru að birtast. Ronaldo fer núna á HM í Katar með Portúgal og næsti leikur United verður ekki fyrr en skömmu fyrir jól, gegn Burnley í deildabikarnum. Liðið spilar svo tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir áramót, áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Samkvæmt Sky Sports vissu vinnuveitendur Ronaldos hjá United ekki af viðtalinu fyrr en að liðið var að búa sig undir flug heim til Manchester eftir 2-1 sigurinn gegn Fulham í Lundúnum í gær. Klippur úr viðtalinu fóru þá að birtast en þar segist Ronaldo ekki bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að forráðamenn United hafi reynt að neyða hann í burtu frá félaginu og að umgjörðin hjá félaginu hafi ekkert þróast frá því að hann var síðast hjá félaginu fyrir rúmum áratug. Daily Mail segir að liðsfélagar Ronaldos séu „rosalega vonsviknir“ út í hinn 37 ára gamla Portúgala og að þeir telji hann hafa sýnt félaginu og stjóranum algjöra vanvirðingu. Bæði leikmenn og stjóri séu sárir en líka undrandi vegna þeirra orða sem Ronaldo hafi látið falla og vegna tímasetningar viðtalsins. Samkvæmt Sky Sports fékk Ronaldo að vita það síðastliðinn fimmtudag að hann yrði ekki i byrjunarliði United gegn Fulham, í síðasta leiknum fyrir HM-hléið, en að hann yrði í leikmannahópnum. Ronaldo mun svo hafa tjáð félaginu að hann væri veikur og gæti ekki ferðast með til Lundúna. Þess vegna hafi forráðamenn United verið enn gramari eftir að brotin úr viðtalinu fóru að birtast. Ronaldo fer núna á HM í Katar með Portúgal og næsti leikur United verður ekki fyrr en skömmu fyrir jól, gegn Burnley í deildabikarnum. Liðið spilar svo tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir áramót, áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar.
Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira