Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað. Vísir

Bandaríkin, Evrópumál og vonskuveður er á meðal þess sem fjallað verður um í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Demókratar hafa tryggt sér sér meirihluta í Öldungadeild Bandaríkjaþings. Afar mjótt var á munum og úrslitin urður ekki ljós fyrr en í nótt. Fáheyrt er að stjórnarandstaðan tryggi sér ekki báðar þingdeildir. Við fjöllum um málið. 

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir svekkjandi fyrir jafnaðarmenn að krafan um Evrópusambandsaðild verði ekki forgangsmál hjá Samfylkingunni. Taka þurfi umræðuna um Evrópumál í næstu kosningum.

Þá fjöllum við um vonskuveður en gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, á Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi í dag og fram á kvöld. Ásamt því sem við förum yfir mál unglingspilts og þrítugrar konu á Norður-Spáni sem handtekin hafa verið grunuð um að hafa um nokkurt skeið starfað sem læknar án þess að hafa nokkra slíka menntun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×