Keyra út nýja flokkunartunnu í Flóahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2022 14:06 Nýju tunnurnar eru keyrðar út þessa helgi og þá næstu í Flóahreppi, alls um 200 tunnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Ungmennafélaginu Þjótanda í Flóahreppi hafa haft nóg að gera um helgina við að fara með nýjar sorptunnur á heimili í sveitarfélaginu en frá og með næstu áramótum tekur við nýtt flokkunarkerfi um allt land við heimili fólks í fjórum tunnum samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs. Um er að ræða samstarfsverkefni Flóahrepps og Ungmennafélagsins um að fara með 200 tunnur þessa helgi og næstu helgi á sveitabæi í sveitarfélaginu. Um fjáröflun er að ræða hjá ungmennafélaginu, sem félagar eru duglegir að taka þátt í. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps veit um hvað málið snýst. „Verkefnið snýst bara um það að þau eru að sjá um að keyra út tunnurnar og ungmennin fá eitthvað í sinn vasa. Þau eru hörkudugleg en þau eru líka að setja lokið á tunnurnar og hjólin undir. Ég fylgdist með þeim í smá stund og þetta er orðið ósköp sjálfvirkt hjá þeim og snögg að þessu,“ segir Hulda. Hulda segir að nýja tunnan, sem verður fjórða flokkunartunnan verði að vera komin á öll heimili landsins um næstu áramót samkvæmt nýjum lögum. Félagar í Umf. Þjótanda að festa lok á tunnu.Aðsend „Já, þetta snýst um að koma upp þessari samræmdu flokkun á, sem er að fara að gerast út um allt land. Það fer plast í þessa nýju tunnu en þá flokkum við plast, pappír, svo almennt og svo lífrænt og allt fer þetta beint í hringrásarhagkerfið og við viljum náttúrulega að fólk flokki sem mest og hendi sé minnst í almennt sorp,“ segir Hulda. Haldið verður áfram að fara með nýju tunnurnar inn á heimili í Flóahreppi í næstu viku. „Já, planið er að reyna að halda áfram næstu helgi og svo bara lengur ef að þarf, en ég veit allavega að það gekk þrusu vel í dag enda veðrið alveg frábært,“ segir Hulda, sveitarstjóri Flóahrepps. Plastumbúðir eiga að fara í nýju tunnuna.Aðsend Flóahreppur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Um er að ræða samstarfsverkefni Flóahrepps og Ungmennafélagsins um að fara með 200 tunnur þessa helgi og næstu helgi á sveitabæi í sveitarfélaginu. Um fjáröflun er að ræða hjá ungmennafélaginu, sem félagar eru duglegir að taka þátt í. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps veit um hvað málið snýst. „Verkefnið snýst bara um það að þau eru að sjá um að keyra út tunnurnar og ungmennin fá eitthvað í sinn vasa. Þau eru hörkudugleg en þau eru líka að setja lokið á tunnurnar og hjólin undir. Ég fylgdist með þeim í smá stund og þetta er orðið ósköp sjálfvirkt hjá þeim og snögg að þessu,“ segir Hulda. Hulda segir að nýja tunnan, sem verður fjórða flokkunartunnan verði að vera komin á öll heimili landsins um næstu áramót samkvæmt nýjum lögum. Félagar í Umf. Þjótanda að festa lok á tunnu.Aðsend „Já, þetta snýst um að koma upp þessari samræmdu flokkun á, sem er að fara að gerast út um allt land. Það fer plast í þessa nýju tunnu en þá flokkum við plast, pappír, svo almennt og svo lífrænt og allt fer þetta beint í hringrásarhagkerfið og við viljum náttúrulega að fólk flokki sem mest og hendi sé minnst í almennt sorp,“ segir Hulda. Haldið verður áfram að fara með nýju tunnurnar inn á heimili í Flóahreppi í næstu viku. „Já, planið er að reyna að halda áfram næstu helgi og svo bara lengur ef að þarf, en ég veit allavega að það gekk þrusu vel í dag enda veðrið alveg frábært,“ segir Hulda, sveitarstjóri Flóahrepps. Plastumbúðir eiga að fara í nýju tunnuna.Aðsend
Flóahreppur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira