Keyra út nýja flokkunartunnu í Flóahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2022 14:06 Nýju tunnurnar eru keyrðar út þessa helgi og þá næstu í Flóahreppi, alls um 200 tunnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Ungmennafélaginu Þjótanda í Flóahreppi hafa haft nóg að gera um helgina við að fara með nýjar sorptunnur á heimili í sveitarfélaginu en frá og með næstu áramótum tekur við nýtt flokkunarkerfi um allt land við heimili fólks í fjórum tunnum samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs. Um er að ræða samstarfsverkefni Flóahrepps og Ungmennafélagsins um að fara með 200 tunnur þessa helgi og næstu helgi á sveitabæi í sveitarfélaginu. Um fjáröflun er að ræða hjá ungmennafélaginu, sem félagar eru duglegir að taka þátt í. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps veit um hvað málið snýst. „Verkefnið snýst bara um það að þau eru að sjá um að keyra út tunnurnar og ungmennin fá eitthvað í sinn vasa. Þau eru hörkudugleg en þau eru líka að setja lokið á tunnurnar og hjólin undir. Ég fylgdist með þeim í smá stund og þetta er orðið ósköp sjálfvirkt hjá þeim og snögg að þessu,“ segir Hulda. Hulda segir að nýja tunnan, sem verður fjórða flokkunartunnan verði að vera komin á öll heimili landsins um næstu áramót samkvæmt nýjum lögum. Félagar í Umf. Þjótanda að festa lok á tunnu.Aðsend „Já, þetta snýst um að koma upp þessari samræmdu flokkun á, sem er að fara að gerast út um allt land. Það fer plast í þessa nýju tunnu en þá flokkum við plast, pappír, svo almennt og svo lífrænt og allt fer þetta beint í hringrásarhagkerfið og við viljum náttúrulega að fólk flokki sem mest og hendi sé minnst í almennt sorp,“ segir Hulda. Haldið verður áfram að fara með nýju tunnurnar inn á heimili í Flóahreppi í næstu viku. „Já, planið er að reyna að halda áfram næstu helgi og svo bara lengur ef að þarf, en ég veit allavega að það gekk þrusu vel í dag enda veðrið alveg frábært,“ segir Hulda, sveitarstjóri Flóahrepps. Plastumbúðir eiga að fara í nýju tunnuna.Aðsend Flóahreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Um er að ræða samstarfsverkefni Flóahrepps og Ungmennafélagsins um að fara með 200 tunnur þessa helgi og næstu helgi á sveitabæi í sveitarfélaginu. Um fjáröflun er að ræða hjá ungmennafélaginu, sem félagar eru duglegir að taka þátt í. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps veit um hvað málið snýst. „Verkefnið snýst bara um það að þau eru að sjá um að keyra út tunnurnar og ungmennin fá eitthvað í sinn vasa. Þau eru hörkudugleg en þau eru líka að setja lokið á tunnurnar og hjólin undir. Ég fylgdist með þeim í smá stund og þetta er orðið ósköp sjálfvirkt hjá þeim og snögg að þessu,“ segir Hulda. Hulda segir að nýja tunnan, sem verður fjórða flokkunartunnan verði að vera komin á öll heimili landsins um næstu áramót samkvæmt nýjum lögum. Félagar í Umf. Þjótanda að festa lok á tunnu.Aðsend „Já, þetta snýst um að koma upp þessari samræmdu flokkun á, sem er að fara að gerast út um allt land. Það fer plast í þessa nýju tunnu en þá flokkum við plast, pappír, svo almennt og svo lífrænt og allt fer þetta beint í hringrásarhagkerfið og við viljum náttúrulega að fólk flokki sem mest og hendi sé minnst í almennt sorp,“ segir Hulda. Haldið verður áfram að fara með nýju tunnurnar inn á heimili í Flóahreppi í næstu viku. „Já, planið er að reyna að halda áfram næstu helgi og svo bara lengur ef að þarf, en ég veit allavega að það gekk þrusu vel í dag enda veðrið alveg frábært,“ segir Hulda, sveitarstjóri Flóahrepps. Plastumbúðir eiga að fara í nýju tunnuna.Aðsend
Flóahreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira