Býður fundarlaun þeim sem getur bent á brennuvarg við Elliðavatn Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2022 18:04 Guðmundur Unnsteinsson, eigandi sumarbústaðar sem kveikt var í á Þingnesi við Elliðavatn. Arnar Halldórsson Guðmundur Unnsteinsson, sem varð fyrir því um síðustu áramót að kveikt var í bústaðnum hans á Þingnesi við Elliðavatn, býður hverjum þeim fundarlaun sem veitt getur upplýsingar um brennuvarginn. Tveir bústaðir við vatnið brunnu til grunna í kringum síðustu áramót og virðist sem um vel skipulagðan ásetning hafi verið að ræða en ekki óviljaverk óreglufólks. „Við erum eiginlega mjög hissa á þessum brunum sem urðu. Það hefur verið svolítið um það á sumrin að svona ógæfufólk hafi farið í hús og brotist inn og dvalið um nótt. En aldrei verið kveikt í húsum fyrr og yfirleitt lágmarkstjón ef fólk hefur farið inn til að hlýja sér,“ segir Guðmundur en hann sagði frá þessu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Elliðavatn. Frá eldsvoðanum 4. janúar síðastliðinn.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Hann telur að þetta hafi verið einbeittur ásetningur. Einhver hafi ekið á fjórhjóli yfir vatnið á ís um miðja nótt og með bensínbrúsa. Förin hafi mátt rekja yfir vatnið milli Þingness og Elliðavatnsstíflu. Hann hefur ekki trú á því að hér hafi eitthvert ógæfufólk verið á ferð. Svona leit húsið út áður.Guðmundur Unnsteinsson „Ég hef ekki trú á því. Ég held að menn fari ekki hér þvert yfir vatnið í myrkri 4. janúar ef menn eru ekki allsgáðir. Ógæfufólk gerir það ekki. Og ekki þvert yfir vatnið á fjórhjóli.“ Hér má sjá viðtalsbút um eldsvoðann: Klippa: Býður fundarlaun fyrir brennuvarg við Elliðavatn Þáttinn um Elliðavatn má nálgast í heild á streymisveitunni Stöð 2+. Um land allt Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
„Við erum eiginlega mjög hissa á þessum brunum sem urðu. Það hefur verið svolítið um það á sumrin að svona ógæfufólk hafi farið í hús og brotist inn og dvalið um nótt. En aldrei verið kveikt í húsum fyrr og yfirleitt lágmarkstjón ef fólk hefur farið inn til að hlýja sér,“ segir Guðmundur en hann sagði frá þessu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Elliðavatn. Frá eldsvoðanum 4. janúar síðastliðinn.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Hann telur að þetta hafi verið einbeittur ásetningur. Einhver hafi ekið á fjórhjóli yfir vatnið á ís um miðja nótt og með bensínbrúsa. Förin hafi mátt rekja yfir vatnið milli Þingness og Elliðavatnsstíflu. Hann hefur ekki trú á því að hér hafi eitthvert ógæfufólk verið á ferð. Svona leit húsið út áður.Guðmundur Unnsteinsson „Ég hef ekki trú á því. Ég held að menn fari ekki hér þvert yfir vatnið í myrkri 4. janúar ef menn eru ekki allsgáðir. Ógæfufólk gerir það ekki. Og ekki þvert yfir vatnið á fjórhjóli.“ Hér má sjá viðtalsbút um eldsvoðann: Klippa: Býður fundarlaun fyrir brennuvarg við Elliðavatn Þáttinn um Elliðavatn má nálgast í heild á streymisveitunni Stöð 2+.
Um land allt Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56
Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58