Notar mest kollótta hrúta á fengitímanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2022 23:04 Jóhann og Jóna Guðrún eiga svo von á 1900 til 2000 lömbum vorið 2023 en það ræðst þó af því hvað hrútarnir standa sig vel á fengitímanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er í fjárhúsum landsins þessa dagana en ástæðan fyrir því er einföld, fengitíminn er að hefjast. Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir eru með rúmlega eitt þúsund fjár á bæ sínum Laxárdal í Hrútafirði. Búskapurinn gengur vel og þau hafa náð stórgóðum árangri í ræktun sinni. Nú styttist óðum í anna tíma í fjárhúsinu því fengitíminn fer að bresta á og eru hrútarnir fimmtíu á bænum að verða klárir í þá vertíð. „Já, það er að byrja að byggjast upp spenna í þeim, þeir eru svona svipaðir og þú varst á Hvanneyri þegar þú áttir von á konunni, þá var helvítis spenna í þér og þeir eru svipaðir,“ segir Jóhann skellihlæjandi og vísar þar með í fréttamann, sem var í námi á Hvanneyri á sínum tíma. „Gangmálið er 17 dagar en þetta tekur um 20 daga að rútta þessu í gegn hjá þeim. Það eru mikil vísindi á bak við það hvaða hrútur fær hvaða kind og ég veit ekki hvort ég get farið að segja þér það. Maður náttúrulega passar skyldleika og parar saman eftir kúnstarinnar reglum,“ bætir Jóhann við. Jóhann og Jóna Guðrún eru með mikið af fallegum kollótum hrútum og nota þá mikið yfir fengitímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútarnir stanga hvorn annan og gera sig klára fyrir vertíðina með alls konar brögðum í stíum sínum áður en þeir eru paraðir við kindurnar. Jóhann notar aðallega kollótta hrúta. „Til hvers að hafa horn á kind, það er bara óþarfi og þetta er bara svo miklu fallegra. Sauðkind á að vera kollótt,“ segir Jóhann staðfastur á sinni skoðun. Jóhann segir það gott að vera sauðfjárbóndi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann segir gott að vera sauðfjárbóndi í dag, reksturinn gangi vel og hann og kona hans séu ekki að kveinka sér, þau hafi það bara mjög gott. „Við berjum okkur ekkert, þetta gengur bara ágætlega. Það er bara eiginlega allt skemmtilegt við að vera sauðfjárbóndi, en það er oft mikil vinna, það er bara þannig og það skemmir ekki að vera að vinna við áhugamálið,“ segir Jóhann hress í bragði. Jóhann segist vera hættur að taka í nefið en hann „stelst“ þó til þess einstaka sinnum þegar hann er í fjárhúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir eru með rúmlega eitt þúsund fjár á bæ sínum Laxárdal í Hrútafirði. Búskapurinn gengur vel og þau hafa náð stórgóðum árangri í ræktun sinni. Nú styttist óðum í anna tíma í fjárhúsinu því fengitíminn fer að bresta á og eru hrútarnir fimmtíu á bænum að verða klárir í þá vertíð. „Já, það er að byrja að byggjast upp spenna í þeim, þeir eru svona svipaðir og þú varst á Hvanneyri þegar þú áttir von á konunni, þá var helvítis spenna í þér og þeir eru svipaðir,“ segir Jóhann skellihlæjandi og vísar þar með í fréttamann, sem var í námi á Hvanneyri á sínum tíma. „Gangmálið er 17 dagar en þetta tekur um 20 daga að rútta þessu í gegn hjá þeim. Það eru mikil vísindi á bak við það hvaða hrútur fær hvaða kind og ég veit ekki hvort ég get farið að segja þér það. Maður náttúrulega passar skyldleika og parar saman eftir kúnstarinnar reglum,“ bætir Jóhann við. Jóhann og Jóna Guðrún eru með mikið af fallegum kollótum hrútum og nota þá mikið yfir fengitímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútarnir stanga hvorn annan og gera sig klára fyrir vertíðina með alls konar brögðum í stíum sínum áður en þeir eru paraðir við kindurnar. Jóhann notar aðallega kollótta hrúta. „Til hvers að hafa horn á kind, það er bara óþarfi og þetta er bara svo miklu fallegra. Sauðkind á að vera kollótt,“ segir Jóhann staðfastur á sinni skoðun. Jóhann segir það gott að vera sauðfjárbóndi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann segir gott að vera sauðfjárbóndi í dag, reksturinn gangi vel og hann og kona hans séu ekki að kveinka sér, þau hafi það bara mjög gott. „Við berjum okkur ekkert, þetta gengur bara ágætlega. Það er bara eiginlega allt skemmtilegt við að vera sauðfjárbóndi, en það er oft mikil vinna, það er bara þannig og það skemmir ekki að vera að vinna við áhugamálið,“ segir Jóhann hress í bragði. Jóhann segist vera hættur að taka í nefið en hann „stelst“ þó til þess einstaka sinnum þegar hann er í fjárhúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira