Madrídingar unnu seinasta leikinn fyrir HM 10. nóvember 2022 22:27 Real Madrid fer inn í HM-pásuna með sigur í farteskinu. Silvestre Szpylma/Quality Sport Images/Getty Images Real Madrid vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þetta var seinasti leikur deildarinnar áður en HM í Katar tekur við og Madrídingar fara því inn í pásuna löngu tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona. Madrídingar voru án sigurs í seinustu tveimur deildarleikjum og voru því orðnir fimm stigum á eftir toppliðinu. Eder Militao kom liðinu yfir gegn Cadiz eftir stoðsendingu frá Toni Kroos í kvöld og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Toni Kroos bætti svo sjálfur öðru marki Real Madrid við þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka áður en Lucas Perez minnkaði muninn fyrir gestina á 82. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Real Madrid sem nú er með 35 stig eftir 14 leiki í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Barcelona sem trónir á toppnum. Spænski boltinn Fótbolti
Real Madrid vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þetta var seinasti leikur deildarinnar áður en HM í Katar tekur við og Madrídingar fara því inn í pásuna löngu tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona. Madrídingar voru án sigurs í seinustu tveimur deildarleikjum og voru því orðnir fimm stigum á eftir toppliðinu. Eder Militao kom liðinu yfir gegn Cadiz eftir stoðsendingu frá Toni Kroos í kvöld og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Toni Kroos bætti svo sjálfur öðru marki Real Madrid við þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka áður en Lucas Perez minnkaði muninn fyrir gestina á 82. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Real Madrid sem nú er með 35 stig eftir 14 leiki í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Barcelona sem trónir á toppnum.