Óviðunandi ástand fyrir Norðlendinga Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2022 10:33 Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Fjallabyggðar segir ástand vegarins milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði vera óviðunandi fyrir íbúa svæðisins. Byggja þurfi Fljótagöng sem fyrst. Þá þurfi innviðaráðherra að setja fjármuni í rannsóknir á æskilegri legu nýrra ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Sem stendur eru eingöngu ein jarðgöng á dagskrá hjá Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu, Fjarðarheiðargöng. Göngin munu kosta 45 milljarða króna og taka upp öll framlög til jarðganga næstu sautján árin. Það verður ekki fyrr en árið 2040 í fyrsta lagi sem næstu göng á eftir Fjarðarheiðargöngum verða byggð. Íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar eru verulega ósáttir með það. Sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við Stöð 2 að það þyrfti að byggja Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta áður en vegurinn þar á milli gefur sig. „Ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Klippa: Segja jarðgöng fyrir vestan og norðan ekki geta beðið eftir Austfjörðum Í gær samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktun varðandi samgöngumál í sveitarfélaginu. Þar segir að leiðin milli Siglufjarðar og Fljóta uppfylli alls ekki kröfur nútímasamfélags þegar kemur að samgöngum. Núverandi leið liggur um snjóflóðasvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Leiðin er oft á tíðum ófær. „Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Því er einnig beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Vegagerðarinnar að setja þurfi nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Margir íbúar Fjallabyggðar sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu til Akureyrar og telur bæjarstjórn að eina raunhæfa leiðin til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafarðarsvæðisins vera ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka, atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir,“ segir í ályktuninni. Samgöngur Vegtollar Fjallabyggð Skagafjörður Akureyri Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sem stendur eru eingöngu ein jarðgöng á dagskrá hjá Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu, Fjarðarheiðargöng. Göngin munu kosta 45 milljarða króna og taka upp öll framlög til jarðganga næstu sautján árin. Það verður ekki fyrr en árið 2040 í fyrsta lagi sem næstu göng á eftir Fjarðarheiðargöngum verða byggð. Íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar eru verulega ósáttir með það. Sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við Stöð 2 að það þyrfti að byggja Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta áður en vegurinn þar á milli gefur sig. „Ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Klippa: Segja jarðgöng fyrir vestan og norðan ekki geta beðið eftir Austfjörðum Í gær samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktun varðandi samgöngumál í sveitarfélaginu. Þar segir að leiðin milli Siglufjarðar og Fljóta uppfylli alls ekki kröfur nútímasamfélags þegar kemur að samgöngum. Núverandi leið liggur um snjóflóðasvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Leiðin er oft á tíðum ófær. „Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Því er einnig beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Vegagerðarinnar að setja þurfi nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Margir íbúar Fjallabyggðar sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu til Akureyrar og telur bæjarstjórn að eina raunhæfa leiðin til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafarðarsvæðisins vera ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka, atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir,“ segir í ályktuninni.
Samgöngur Vegtollar Fjallabyggð Skagafjörður Akureyri Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45