Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2022 08:54 Alidoosti ásamt kollegum sínum við frumsýningu Leila's Brothers í Cannes. epa/Clemens Bilan Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ Taraneh Alidoosti hét því fyrir nokkrum dögum að hún myndi ekki yfirgefa heimaland sitt, hvað sem það kostaði. Þess í stað hygðist hún hætta að vinna og helga sig stuðningi við þær fjölskyldur sem hefðu misst ástvini í mótmælaöldunni sem nú gengur yfir Íran. Fjöldi hefur látið lífið og þúsundir verið fangelsaðir í mótmælum í kjölfar dauða hinnar 22 ára Masha Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur hafa meðal annars brennt slæður sínar og skorið hár sitt og kallað eftir því að siðferðislögregla landsins verði lögð niður. Konur eru þó ekki einar um að mótmæla, heldur nær óánægjan til mun fleiri sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. View this post on Instagram A post shared by Taraneh Alidoosti (@taraneh_alidoosti) „Ég verð um kyrrt. Ég mun hætta að vinna. Ég mun standa á bakvið fjölskyldur fanga og þeirra sem hafa látið lífið. Ég verð talsmaður þeirra,“ sagði Alidoosti á Instagram á dögunum. „Ég mun berjast fyrir heimaland mitt. Ég mun gjalda það hvaða verði sem er að standa vörð um réttindi mín og það sem meira er, ég trúi á það sem við vinnum að því að byggja,“ sagði hún. Alidoosti hefur verið þekkt fyrir leik sinn frá því hún var unglingur og hefur meðal annars birst í mörgum mynda Óskarsverðlaunaleikstjórans Asghar Farhadi. Þá birtist hún í myndinni Leila's Brothers, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Hún er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum í Íran og hefur meðal annars áður lýst því yfir að Íranir séu í raun ekki borgarar landsins, heldur fangar þess. Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Taraneh Alidoosti hét því fyrir nokkrum dögum að hún myndi ekki yfirgefa heimaland sitt, hvað sem það kostaði. Þess í stað hygðist hún hætta að vinna og helga sig stuðningi við þær fjölskyldur sem hefðu misst ástvini í mótmælaöldunni sem nú gengur yfir Íran. Fjöldi hefur látið lífið og þúsundir verið fangelsaðir í mótmælum í kjölfar dauða hinnar 22 ára Masha Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur hafa meðal annars brennt slæður sínar og skorið hár sitt og kallað eftir því að siðferðislögregla landsins verði lögð niður. Konur eru þó ekki einar um að mótmæla, heldur nær óánægjan til mun fleiri sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. View this post on Instagram A post shared by Taraneh Alidoosti (@taraneh_alidoosti) „Ég verð um kyrrt. Ég mun hætta að vinna. Ég mun standa á bakvið fjölskyldur fanga og þeirra sem hafa látið lífið. Ég verð talsmaður þeirra,“ sagði Alidoosti á Instagram á dögunum. „Ég mun berjast fyrir heimaland mitt. Ég mun gjalda það hvaða verði sem er að standa vörð um réttindi mín og það sem meira er, ég trúi á það sem við vinnum að því að byggja,“ sagði hún. Alidoosti hefur verið þekkt fyrir leik sinn frá því hún var unglingur og hefur meðal annars birst í mörgum mynda Óskarsverðlaunaleikstjórans Asghar Farhadi. Þá birtist hún í myndinni Leila's Brothers, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Hún er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum í Íran og hefur meðal annars áður lýst því yfir að Íranir séu í raun ekki borgarar landsins, heldur fangar þess.
Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira