Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn Siggeir Ævarsson skrifar 9. nóvember 2022 22:15 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að eigin sögn kófsveittur í leikslok í Grindavík, en hans konur náðu aðeins að hleypa blóðþrýstingnum hjá honum upp í lokin, í leik sem þær voru í raun búnar að klára snemma í fjórða leikhluta. Grindvíkingar eru þó ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall. Lokatölur 79-83 þar sem Njarðvík voru komnar 12 stigum yfir þegar rúmar 2 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var alvöru barátta, ég er rennsveittur! Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og ég er bara alveg ógeðslega ánægður að ná að fara hérna í burtu með tvö stig.“ Það var svolítið eins og það kveiknaði ekki almennilega á Njarðvíkurliðinu fyrr en í 4. leikhluta. Hvað var það sem small á þeim tímapunkti? „Það small varnarlega. Grindavíkurliðið skoraði 2 stig á fyrstu fimm mínútunum og við náum að búa til forystu þar. Það eru oft þessar sálfræðilegu fyrstu 5 mínútur í loka leikhlutanum sem ráða því hverjar vinna leikinn. Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn. Ég held reyndar að þetta sé í þriðja skipti í vetur þar sem við erum búnar að klára leikinn en þetta endar í „sloppy“ tveimur og hálfri mínútu.“ „Við þurfum bara nánast að læra það hvernig við klárum svona leiki, þar sem þú ert með 10 stiga forskot og tvær mínútur eftir. Við erum að taka skot eftir sex sekúndur og eitthvað svona rugl. En ég er ótrúlega stoltur af mínu liði og varnarvinnunni, í fjórða leikhluta sérstaklega. Aftur, þá er ég bara ótrúlega glaður að fara með tvö stig í burtu gegn frábæru Grindavíkurliði.“ Beðið eftir Collier Það er ekkert launungamál að Aliyah Collier er einn besti leikmaður þessarar deildar. Hún hafði nokkuð hægt um sig framan af leik. Eru samherjar hennar mögulega orðnar of góðu vanar og farnar að bíða eftir því að hún taki til sinna ráða inná vellinum? „Nei ég held ekki. Ég er með það miklar keppniskonur í liðinu að ég held það alls ekki málið. Það sem við erum að reyna gera er aðeins að breyta til og fikra okkur áfram með nýja hluti sóknarlega. Þegar það var vel gert þá erum við að fá körfur.“ „En svo vantar aðeins upp á „spacing-una“ og færsluna á boltanum inná milli. En það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af. Við förum yfir það á vídjóinu og æfum það á æfingu. Þegar við spilum svo leikina sem skipta máli einhvern tímann seinna þá ætla ég mér að vera með þetta tilbúið og þá verður erfitt að stoppa okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Grindvíkingar eru þó ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall. Lokatölur 79-83 þar sem Njarðvík voru komnar 12 stigum yfir þegar rúmar 2 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var alvöru barátta, ég er rennsveittur! Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og ég er bara alveg ógeðslega ánægður að ná að fara hérna í burtu með tvö stig.“ Það var svolítið eins og það kveiknaði ekki almennilega á Njarðvíkurliðinu fyrr en í 4. leikhluta. Hvað var það sem small á þeim tímapunkti? „Það small varnarlega. Grindavíkurliðið skoraði 2 stig á fyrstu fimm mínútunum og við náum að búa til forystu þar. Það eru oft þessar sálfræðilegu fyrstu 5 mínútur í loka leikhlutanum sem ráða því hverjar vinna leikinn. Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn. Ég held reyndar að þetta sé í þriðja skipti í vetur þar sem við erum búnar að klára leikinn en þetta endar í „sloppy“ tveimur og hálfri mínútu.“ „Við þurfum bara nánast að læra það hvernig við klárum svona leiki, þar sem þú ert með 10 stiga forskot og tvær mínútur eftir. Við erum að taka skot eftir sex sekúndur og eitthvað svona rugl. En ég er ótrúlega stoltur af mínu liði og varnarvinnunni, í fjórða leikhluta sérstaklega. Aftur, þá er ég bara ótrúlega glaður að fara með tvö stig í burtu gegn frábæru Grindavíkurliði.“ Beðið eftir Collier Það er ekkert launungamál að Aliyah Collier er einn besti leikmaður þessarar deildar. Hún hafði nokkuð hægt um sig framan af leik. Eru samherjar hennar mögulega orðnar of góðu vanar og farnar að bíða eftir því að hún taki til sinna ráða inná vellinum? „Nei ég held ekki. Ég er með það miklar keppniskonur í liðinu að ég held það alls ekki málið. Það sem við erum að reyna gera er aðeins að breyta til og fikra okkur áfram með nýja hluti sóknarlega. Þegar það var vel gert þá erum við að fá körfur.“ „En svo vantar aðeins upp á „spacing-una“ og færsluna á boltanum inná milli. En það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af. Við förum yfir það á vídjóinu og æfum það á æfingu. Þegar við spilum svo leikina sem skipta máli einhvern tímann seinna þá ætla ég mér að vera með þetta tilbúið og þá verður erfitt að stoppa okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira