Inter í Meistaradeildarsæti eftir stórsigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2022 22:00 Þessir tveir voru á skotskónum í kvöld. Alessandro Sabattini/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, fram í kvöld. Inter Milan vann 6-1 stórsigur á Bologna á meðan Þórir Jóhann Helgason horfði á liðsfélaga sína í Lecce vinna óvæntan 2-1 sigur á Atalanta og Rómverjarnir hans José Mourinho misstigu sig gegn Sassuolo. Það hljómar ef til vill undarlega en Charalampos Lykogiannis komst yfir á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Það entist þó ekki lengi og gamla brýnið Edin Džeko hafði jafnað metin aðeins fjórum mínútum síðar. Federico Dimarco kom Inter svo í 2-1 áður en Lautaro Martínez tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu, staðan 3-1 í hálfleik. Í þeim síðari bætti Dimarco við öðru marki sínu og Hakan Çalhanoğlu kom heimamönnum í 5-1 með marki úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Robin Gosens bætti við sjötta markinu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Inter létu staðar numið þar og lauk leiknum með 6-1 sigri þeirra. #InterBologna @Inter_en pic.twitter.com/MvcDA0Ke09— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Rómverjar sóttu Sassuolo heim í jöfnum leik. Tammy Abraham braut ísinn fyrir gestina þegar aðeins tíu mínútur voru til leiksloka en hann hafði byrjað leikinn á varamannabekknum. Allt kom þó fyrir ekki en Andrea Pinamonti jafnaði metin í 1-1 aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Late leveler vibes @SassuoloUS #SassuoloRoma pic.twitter.com/u1KWNZxeCE— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Þórir Jóhann þurfti að sætta sig við að verma bekkinn er lið hans Lecce vann mjög óvæntan 2-1 sigur á Atalanta. Lecce, sem eru nýliðar, voru þarna að vinna sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni en þetta var aðeins annar sigurleikur liðsins. Á sama tíma er Atalanta í bullandi baráttu um Meistaradeildarsæti. Önnur úrslit Fiorentina 2-1 Salernitana Torino 2-0 Sampdoria Inter fer með sigri kvöldsins upp fyrir Atalanta á markatölu en bæði lið eru með 27 stig í 4. og 5. sæti. Þar fyrir neðan kemur Roma með 26 stig á meðan Lecce er í 16. sæti með 12 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Það hljómar ef til vill undarlega en Charalampos Lykogiannis komst yfir á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Það entist þó ekki lengi og gamla brýnið Edin Džeko hafði jafnað metin aðeins fjórum mínútum síðar. Federico Dimarco kom Inter svo í 2-1 áður en Lautaro Martínez tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu, staðan 3-1 í hálfleik. Í þeim síðari bætti Dimarco við öðru marki sínu og Hakan Çalhanoğlu kom heimamönnum í 5-1 með marki úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Robin Gosens bætti við sjötta markinu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Inter létu staðar numið þar og lauk leiknum með 6-1 sigri þeirra. #InterBologna @Inter_en pic.twitter.com/MvcDA0Ke09— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Rómverjar sóttu Sassuolo heim í jöfnum leik. Tammy Abraham braut ísinn fyrir gestina þegar aðeins tíu mínútur voru til leiksloka en hann hafði byrjað leikinn á varamannabekknum. Allt kom þó fyrir ekki en Andrea Pinamonti jafnaði metin í 1-1 aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Late leveler vibes @SassuoloUS #SassuoloRoma pic.twitter.com/u1KWNZxeCE— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Þórir Jóhann þurfti að sætta sig við að verma bekkinn er lið hans Lecce vann mjög óvæntan 2-1 sigur á Atalanta. Lecce, sem eru nýliðar, voru þarna að vinna sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni en þetta var aðeins annar sigurleikur liðsins. Á sama tíma er Atalanta í bullandi baráttu um Meistaradeildarsæti. Önnur úrslit Fiorentina 2-1 Salernitana Torino 2-0 Sampdoria Inter fer með sigri kvöldsins upp fyrir Atalanta á markatölu en bæði lið eru með 27 stig í 4. og 5. sæti. Þar fyrir neðan kemur Roma með 26 stig á meðan Lecce er í 16. sæti með 12 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira